Fallið frá öðru málinu á hendur FEB Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. ágúst 2019 13:13 Félag eldri borgara segir að búið sé að selja 65 íbúðir af þeim 68 sem verða í húsunum tveimur. Vísir Félag eldri borgara hefur náð samkomulagi við annan af þeim tveimur einstaklingum sem höfðað hafa mál á hendur félaginu vegna íbúðanna í Árskógum. Sá krafðist að fá íbúð sína afhenta, enda hafði hann greitt uppsett verð og staðið við sinn hluta kaupsamningsins. Fram kemur í tilkynningu frá félaginu að viðkomandi hafi fengið íbúð sína afhenta. Aðfarabeiðnin sem hann hafði höfðað fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur falli af þeim sökum niður. Ekki fylgir þó sögunni í hverju samkomulagið felst. Fyrr í dag var fyrirtöku í málinu frestað, rétt áður en hún átti að hefjast. Við þingfestingu málanna í síðustu viku fékk Félag eldri borgara, sem stóð að byggingu íbúðanna, frest til dagsins í dag til þess að skila greinargerð í málinu. Í gærkvöldi var hins vegar fundað langt fram á kvöld til þess að reyna að ná sátt í málinu - sem nú hefur tekist í öðru tilfellinu. Í fyrrnefndri tilkynningu kemur fram að Félag eldri borgara vinni áfram að því að ná sátt við hinn einstaklinginn sem höfðað hefur samskonar mál. „Áfram var rætt við aðra kaupendur íbúða í Árskógum í gær. Alls er nú búið er að ræða við 53. Fjöldi þeirra sem búinn er að undirrita skilmálabreytingu um hærra kaupverð er 39. Þeir sem eru enn að hugsa málið eru 15. Fjöldi kaupenda sem eru með virkt dómsmál við félagið eru 1,“ segir í tilkynningunni. Hins vegar eigi enn eftir að ræða við 11 kaupendur sem allir eiga það sameiginleg að vera með áætlaðan afhendingardag íbúða sinna í september. Því hefur ekki orðin seinkun á afhendingdu þeirra íbúða en framkvæmdir standa þó enn yfir við annað húsið af tveimur sem Félag eldri borgara reisir í Árskógum. Félagið segir að búið sé að selja 65 íbúðir af þeim 68 sem verða í húsunum tveimur. Félagsmál Húsnæðismál Tengdar fréttir Leggja fram sáttatilboð í Árskógamálinu Félag eldri borgara mun í kvöld leggja fram sáttatilboð í Árskógamálinu svokallaða og vonast forsvarsmenn félagsins til þess að þeir sem keypt hafa íbúðir í byggingum félagsins að Árskógum í Reykjavík muni taka tilboðinu. 12. ágúst 2019 18:49 87 ára kona neitar að taka þátt í „fasteignabraski“ Kaupandi íbúðar að Árskógum hefur hafnað sáttartilboði Félags eldri borgara um að þeim verði gefinn afsláttur af aukagreiðslu sem krafist var fyrir íbúðirnar. 13. ágúst 2019 12:40 Reynt að ná samningum við FEB í Árskógamálinu Fyrirtöku sem fara átti fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun í málum kaupenda að tveimur íbúðum í Árskógum 1-3 var frestað rétt áður en hún átti að hefjast klukkan níu í morgun. 21. ágúst 2019 10:26 Mest lesið „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira
Félag eldri borgara hefur náð samkomulagi við annan af þeim tveimur einstaklingum sem höfðað hafa mál á hendur félaginu vegna íbúðanna í Árskógum. Sá krafðist að fá íbúð sína afhenta, enda hafði hann greitt uppsett verð og staðið við sinn hluta kaupsamningsins. Fram kemur í tilkynningu frá félaginu að viðkomandi hafi fengið íbúð sína afhenta. Aðfarabeiðnin sem hann hafði höfðað fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur falli af þeim sökum niður. Ekki fylgir þó sögunni í hverju samkomulagið felst. Fyrr í dag var fyrirtöku í málinu frestað, rétt áður en hún átti að hefjast. Við þingfestingu málanna í síðustu viku fékk Félag eldri borgara, sem stóð að byggingu íbúðanna, frest til dagsins í dag til þess að skila greinargerð í málinu. Í gærkvöldi var hins vegar fundað langt fram á kvöld til þess að reyna að ná sátt í málinu - sem nú hefur tekist í öðru tilfellinu. Í fyrrnefndri tilkynningu kemur fram að Félag eldri borgara vinni áfram að því að ná sátt við hinn einstaklinginn sem höfðað hefur samskonar mál. „Áfram var rætt við aðra kaupendur íbúða í Árskógum í gær. Alls er nú búið er að ræða við 53. Fjöldi þeirra sem búinn er að undirrita skilmálabreytingu um hærra kaupverð er 39. Þeir sem eru enn að hugsa málið eru 15. Fjöldi kaupenda sem eru með virkt dómsmál við félagið eru 1,“ segir í tilkynningunni. Hins vegar eigi enn eftir að ræða við 11 kaupendur sem allir eiga það sameiginleg að vera með áætlaðan afhendingardag íbúða sinna í september. Því hefur ekki orðin seinkun á afhendingdu þeirra íbúða en framkvæmdir standa þó enn yfir við annað húsið af tveimur sem Félag eldri borgara reisir í Árskógum. Félagið segir að búið sé að selja 65 íbúðir af þeim 68 sem verða í húsunum tveimur.
Félagsmál Húsnæðismál Tengdar fréttir Leggja fram sáttatilboð í Árskógamálinu Félag eldri borgara mun í kvöld leggja fram sáttatilboð í Árskógamálinu svokallaða og vonast forsvarsmenn félagsins til þess að þeir sem keypt hafa íbúðir í byggingum félagsins að Árskógum í Reykjavík muni taka tilboðinu. 12. ágúst 2019 18:49 87 ára kona neitar að taka þátt í „fasteignabraski“ Kaupandi íbúðar að Árskógum hefur hafnað sáttartilboði Félags eldri borgara um að þeim verði gefinn afsláttur af aukagreiðslu sem krafist var fyrir íbúðirnar. 13. ágúst 2019 12:40 Reynt að ná samningum við FEB í Árskógamálinu Fyrirtöku sem fara átti fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun í málum kaupenda að tveimur íbúðum í Árskógum 1-3 var frestað rétt áður en hún átti að hefjast klukkan níu í morgun. 21. ágúst 2019 10:26 Mest lesið „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira
Leggja fram sáttatilboð í Árskógamálinu Félag eldri borgara mun í kvöld leggja fram sáttatilboð í Árskógamálinu svokallaða og vonast forsvarsmenn félagsins til þess að þeir sem keypt hafa íbúðir í byggingum félagsins að Árskógum í Reykjavík muni taka tilboðinu. 12. ágúst 2019 18:49
87 ára kona neitar að taka þátt í „fasteignabraski“ Kaupandi íbúðar að Árskógum hefur hafnað sáttartilboði Félags eldri borgara um að þeim verði gefinn afsláttur af aukagreiðslu sem krafist var fyrir íbúðirnar. 13. ágúst 2019 12:40
Reynt að ná samningum við FEB í Árskógamálinu Fyrirtöku sem fara átti fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun í málum kaupenda að tveimur íbúðum í Árskógum 1-3 var frestað rétt áður en hún átti að hefjast klukkan níu í morgun. 21. ágúst 2019 10:26