Sólveig Anna fordæmir það sem hún segir svívirðilegan launamun Jakob Bjarnar skrifar 21. ágúst 2019 16:27 Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að nú opinberist svívirðilegur launamunur í samfélaginu. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir upplýsingar um tekjur ýmissa einstaklinga, sem meðal annars birtust í Tekjublað frjálsrar verslunar opinbera óþolandi misskiptingu og misrétti í þjóðfélaginu.Vísir fjallaði sérstaklega um kjör sveitarstjórnarmanna fyrr í dag en auðvitað er af nógu að taka. Víst er að þeir deila ekki kjörum með umbjóðendum sínum. „Nei, það er auðvitað vægt til orða tekið að þeir deili ekki kjörum með fólkinu „á gólfinu“. Og þá erum við ekki aðeins að tala um launakjör heldur líka allar starfsaðstæður, þar sem kjörnu fulltrúarnir hafa aðgang að bestu mögulega vinnuaðstæðum og gögnum meðan til að mynda leikskólastarfsfólkið svo að ég taki dæmi þaðan af því að ég þekki umhverfið vel þarf að sætta sig við að hafa alls ekki aðgang að öllu sem til þarf einfaldlega vegna þess að ekki nægilega mikið fé er sett í að reka leikskólana.“Forgangsröðunin til háborinnar skammar Sólveig Anna segir forgangsröðunina sem í þessu birtir til háborinnar skammar. „Við hljótum öll að furða okkur mikið og innilega á henni. Þegar kemur svo að því að hver sjálf launin eru, upphæðin sem þú færð fyrir að vinna vinnuna er auðvitað margt sem spilar inn í þann svívirðilega launamun sem tíðkast.“ Hún bætir því við að auðvitað sé þetta bara dæmigerð stéttskipting sem við sjáum alls staðar í kringum okkur.Og svo mýtan um að alla ábyrgðina sem stjórnendur bera sem sé svo mikil að fólk verði að fá endalaust að peningum fyrir. Það hljóta allir að vera löngu búnir að sjá í gegnum þetta: Ef að ábyrgð er það sem ákvarðar það sem þú átt að fá ættu þá ekki manneskjurnar sem gæta barna samfélagsins að fá mest? Þar sem þær gegna væntanlega einu mikilvægasta starfi sem hægt er að hugsa sér?“ Kerfisbundin fyrirlitning á kvennastörfum Sólveig Anna segist jafnframt vilja nefna, fyrst þetta er til umfjöllunar, mannfyrirlitningu sem í þessu birtist. „Kerfisbundin fyrirlitning á svokölluðum kvennastörfum gegnsýra allt þegar kemur að því hvað er í lagi að borga þeim sem vinna við umönnum. Og þá er áhugavert að velta því fyrir sér að þau sem fara fremst í flokki þegar rætt er um kvenréttindi og kvennabaráttu á pólitíska sviðinu hef ég ekki séð beita sér með neinum hætti fyrir því að kerfisbundið verði farið í að laga hina kerfisbundnu fyrirlitningu á þeirri vinnu sem unnin er að starfsfólki sveitarfélaganna og Reykjavíkurborgar á þeim stöðum þar sem barna er gætt og aldrað fólk hlýtur umönnun.“Sólveig Anna skrifaði pistil um þennan anga málsins á Facebooksíðu sína sem vakið hefur mikla athygli.En, hvað er til ráða? Hvernig má bregðast við þessari misskiptingu? „Í fyrsta lagi er það til að ráða að við sem höfum unnið þessi störf og höfum verið starfsmenn tölum hátt og skýrt um hversu fáránlegt þetta er og hversu mikið okkur misbýður þetta. Við eigum ekki að láta bjóða okkur það að hér sé til dæmis alltaf verið að mæra það að öll börn komist á leikskóla án þess að það sé talað um á hverra kostnað, til dæmis: Það er á kostnað meðal annarra láglaunakvenna.“ Kjaramál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Sveitarstjórnarmenn frekir á fóðrum Bæjarstjórinn í Garðabæ á talsvert betra kaupi en kollegi hans í London. 21. ágúst 2019 13:07 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Fleiri fréttir Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Börnin sett í mjög erfiðar aðstæður „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Sjá meira
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir upplýsingar um tekjur ýmissa einstaklinga, sem meðal annars birtust í Tekjublað frjálsrar verslunar opinbera óþolandi misskiptingu og misrétti í þjóðfélaginu.Vísir fjallaði sérstaklega um kjör sveitarstjórnarmanna fyrr í dag en auðvitað er af nógu að taka. Víst er að þeir deila ekki kjörum með umbjóðendum sínum. „Nei, það er auðvitað vægt til orða tekið að þeir deili ekki kjörum með fólkinu „á gólfinu“. Og þá erum við ekki aðeins að tala um launakjör heldur líka allar starfsaðstæður, þar sem kjörnu fulltrúarnir hafa aðgang að bestu mögulega vinnuaðstæðum og gögnum meðan til að mynda leikskólastarfsfólkið svo að ég taki dæmi þaðan af því að ég þekki umhverfið vel þarf að sætta sig við að hafa alls ekki aðgang að öllu sem til þarf einfaldlega vegna þess að ekki nægilega mikið fé er sett í að reka leikskólana.“Forgangsröðunin til háborinnar skammar Sólveig Anna segir forgangsröðunina sem í þessu birtir til háborinnar skammar. „Við hljótum öll að furða okkur mikið og innilega á henni. Þegar kemur svo að því að hver sjálf launin eru, upphæðin sem þú færð fyrir að vinna vinnuna er auðvitað margt sem spilar inn í þann svívirðilega launamun sem tíðkast.“ Hún bætir því við að auðvitað sé þetta bara dæmigerð stéttskipting sem við sjáum alls staðar í kringum okkur.Og svo mýtan um að alla ábyrgðina sem stjórnendur bera sem sé svo mikil að fólk verði að fá endalaust að peningum fyrir. Það hljóta allir að vera löngu búnir að sjá í gegnum þetta: Ef að ábyrgð er það sem ákvarðar það sem þú átt að fá ættu þá ekki manneskjurnar sem gæta barna samfélagsins að fá mest? Þar sem þær gegna væntanlega einu mikilvægasta starfi sem hægt er að hugsa sér?“ Kerfisbundin fyrirlitning á kvennastörfum Sólveig Anna segist jafnframt vilja nefna, fyrst þetta er til umfjöllunar, mannfyrirlitningu sem í þessu birtist. „Kerfisbundin fyrirlitning á svokölluðum kvennastörfum gegnsýra allt þegar kemur að því hvað er í lagi að borga þeim sem vinna við umönnum. Og þá er áhugavert að velta því fyrir sér að þau sem fara fremst í flokki þegar rætt er um kvenréttindi og kvennabaráttu á pólitíska sviðinu hef ég ekki séð beita sér með neinum hætti fyrir því að kerfisbundið verði farið í að laga hina kerfisbundnu fyrirlitningu á þeirri vinnu sem unnin er að starfsfólki sveitarfélaganna og Reykjavíkurborgar á þeim stöðum þar sem barna er gætt og aldrað fólk hlýtur umönnun.“Sólveig Anna skrifaði pistil um þennan anga málsins á Facebooksíðu sína sem vakið hefur mikla athygli.En, hvað er til ráða? Hvernig má bregðast við þessari misskiptingu? „Í fyrsta lagi er það til að ráða að við sem höfum unnið þessi störf og höfum verið starfsmenn tölum hátt og skýrt um hversu fáránlegt þetta er og hversu mikið okkur misbýður þetta. Við eigum ekki að láta bjóða okkur það að hér sé til dæmis alltaf verið að mæra það að öll börn komist á leikskóla án þess að það sé talað um á hverra kostnað, til dæmis: Það er á kostnað meðal annarra láglaunakvenna.“
Kjaramál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Sveitarstjórnarmenn frekir á fóðrum Bæjarstjórinn í Garðabæ á talsvert betra kaupi en kollegi hans í London. 21. ágúst 2019 13:07 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Fleiri fréttir Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Börnin sett í mjög erfiðar aðstæður „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Sjá meira
Sveitarstjórnarmenn frekir á fóðrum Bæjarstjórinn í Garðabæ á talsvert betra kaupi en kollegi hans í London. 21. ágúst 2019 13:07