Útlensk Ísey ódýrari en íslensk Ísey Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. ágúst 2019 10:45 Vörumerkið Ísey hefur verið í mikilli útrás á síðustu árum, það má til að mynda fá í Japan. Mjólkursamsalan Ísey skyr er ódýrara í Finnlandi og Bretlandi en á Íslandi. Skyrið er framleitt á Jótlandi í Danmörku og síðan selt áfram til annarra landa. Það sé þó engu að síður selt á svipuðu verðbili á Íslandi og annars staðar í Evrópu að sögn Mjólkursamsölunnar. Íslendingar í útlöndum reka reglulega augun í Ísey skyr í hillum stórverslana. Vörumerkið hefur í mikilli útrás á síðustu árum og er það nú fáanlegt um allan heim; jafnt í Bandaríkjunum, Evrópu og í Japan.Sjá einnig: Skyr MS í 5.500 bandarískum verslunum Það er þó ekki síst verðið á skyrinu sem hefur vakið athygli Íslendinga. Þannig benti lögfræðingurinn María Rún Bjarnadóttir á það í vor að 170 grömm af Ísey skyri kosti þar 99 pens sem samsvarar um 150 krónum. Skáldkonan Þórdís Gísladóttir vakti síðan athygli á því í dag að svipaða sögu sé að segja frá Finnlandi. Þar megi kaupa 170 grömm af Ísey skyri á 99 evru sent, sem jafngildir um 137 íslenskum krónum.Ég get keypt Ísey skyr í Finnlandi á 40% lægra verði en á Íslandi. pic.twitter.com/EbdlrtInp0 — Þórdís Gísladóttir (@thordisg) August 22, 2019 Sambærilegt Ísey skyr er hins vegar dýrara á Íslandi. Þannig kostar 170 gramma skyrdós 175 krónur í Bónus, í Krónunni er hún á 178 krónur og sama dós 189 krónur í Nettó, eins og sjá má hér að neðan.170 gramma skyrdósir í kæli í Nettó á Akureyri.Vísir/tptÍsey ótengt Íslandi Sunna Gunnars Marteinsdóttir, samskiptastjóri Mjólkursamsölunnar, segir mikilvægt að huga að því að MS selji í heildsölu og að „frjáls verðlagning er á matvörumarkaðinum hér og annars staðar.“ Skyrið sem selt er í Bretlandi og Finnlandi sé þannig framleitt í Danmörku og því ekki „tengt íslensku landbúnaðarkerfi“ eins og látið sé í veðri vaka í færslunum hér að ofan. Aukinheldur sé verðbilið sem Ísey skyr er selt á er „svipað hérna á Íslandi og erlendis.“ Sunna nefnir í því samhengi að verðbil á Ísey skyr í Finnlandi sé alla jafna frá 136 krónum til 275 króna, eftir því hvaða tegund er keypt og í hvaða búð er verslað. Það sé ekki mjög ósvipað á Íslandi, þar sem verðbilið er frá 125 krónum upp í 309 krónur.Mjólkursamsalan kynnti Ísey til leiks sumarið 2017.„Að þessu sögðu er svo ágætt að minna á að íslenskur mjólkuriðnaður er lítill en með meiri stærð kemur meiri hagkvæmni. Til samanburðar á fyrirtækjum milli landa veltir MS 28 milljörðum árlega meðan aðrir mjólkurframleiðendur eru víða að velta 500-2000 milljörðum,“ segir Sunna. Þá hafa Samtök atvinnulífsins bent á að fleira þurfi að taka með í reikninginn þegar borið er saman vöruverð á milli landa. Þannig skipti kaupgeta miklu máli, hversu lengi Íslendingar eru að vinna fyrir matarkörfunni, samanborið við aðrar þjóðir. „Samkvæmt upplýsingum OECD var meðaltímakaup eftir tekjuskatt 55% hærra á Íslandi en í Finnlandi og verðlag á mat og drykkjarvöru 30% hærra skv. upplýsingum hagstofu ESB. Kaupmáttur launa gagnvart mat- og drykkjarvörum var þannig 20% hærri á Íslandi en í Finnlandi,“ segir í úttekt SA frá því í upphafi árs.Í ljósi hærra tímakaups á Íslandi en í Finnlandi tók það meðal Íslending 8 klukkustundir að vinna fyrir mánaðarlegum útgjöldum til mat- og drykkjarvara en það tók Finnann 9,5 klukkustundir að vinna fyrir sömu vörukörfu. Landbúnaður Neytendur Samkeppnismál Skattar og tollar Tengdar fréttir Mikill munur á verði matvöru netverslana Verulegur verðmunur getur verið á milli netverslana með matvöru samkvæmt verðathugun Fréttablaðsins. Þrjú fyrirtæki sérhæfa sig helst í matvöru á netinu. Framkvæmdastjóri Bónuss segist ekki geta farið í netverslun sem sakir standa. 26. apríl 2019 06:00 Ísey Skyr verði fáanlegt í tugþúsundum japanskra verslana Forstjóri hins japanska Nippon Luna og forstjóri Mjólkursamsölunnar hafa undirritað viljayfirlýsingu um frekara samstarf í Asíu. 12. apríl 2019 15:44 Skyr MS í 5.500 bandarískum verslunum Forstjóri Mjólkursamsölunnar segir að sala fyrirtækisins sé undir væntingum og að áhrif Costco séu talsverð. Fyrirtækið ætlar inn á nýja markaði og alla leið til Asíu. 22. nóvember 2017 07:00 Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Jón Ingi nýr forstjóri PwC Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ný þjónustu- og aðkomubygging við Varmá boðin út Samstarf Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Neytendur Fleiri fréttir Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Sjá meira
Ísey skyr er ódýrara í Finnlandi og Bretlandi en á Íslandi. Skyrið er framleitt á Jótlandi í Danmörku og síðan selt áfram til annarra landa. Það sé þó engu að síður selt á svipuðu verðbili á Íslandi og annars staðar í Evrópu að sögn Mjólkursamsölunnar. Íslendingar í útlöndum reka reglulega augun í Ísey skyr í hillum stórverslana. Vörumerkið hefur í mikilli útrás á síðustu árum og er það nú fáanlegt um allan heim; jafnt í Bandaríkjunum, Evrópu og í Japan.Sjá einnig: Skyr MS í 5.500 bandarískum verslunum Það er þó ekki síst verðið á skyrinu sem hefur vakið athygli Íslendinga. Þannig benti lögfræðingurinn María Rún Bjarnadóttir á það í vor að 170 grömm af Ísey skyri kosti þar 99 pens sem samsvarar um 150 krónum. Skáldkonan Þórdís Gísladóttir vakti síðan athygli á því í dag að svipaða sögu sé að segja frá Finnlandi. Þar megi kaupa 170 grömm af Ísey skyri á 99 evru sent, sem jafngildir um 137 íslenskum krónum.Ég get keypt Ísey skyr í Finnlandi á 40% lægra verði en á Íslandi. pic.twitter.com/EbdlrtInp0 — Þórdís Gísladóttir (@thordisg) August 22, 2019 Sambærilegt Ísey skyr er hins vegar dýrara á Íslandi. Þannig kostar 170 gramma skyrdós 175 krónur í Bónus, í Krónunni er hún á 178 krónur og sama dós 189 krónur í Nettó, eins og sjá má hér að neðan.170 gramma skyrdósir í kæli í Nettó á Akureyri.Vísir/tptÍsey ótengt Íslandi Sunna Gunnars Marteinsdóttir, samskiptastjóri Mjólkursamsölunnar, segir mikilvægt að huga að því að MS selji í heildsölu og að „frjáls verðlagning er á matvörumarkaðinum hér og annars staðar.“ Skyrið sem selt er í Bretlandi og Finnlandi sé þannig framleitt í Danmörku og því ekki „tengt íslensku landbúnaðarkerfi“ eins og látið sé í veðri vaka í færslunum hér að ofan. Aukinheldur sé verðbilið sem Ísey skyr er selt á er „svipað hérna á Íslandi og erlendis.“ Sunna nefnir í því samhengi að verðbil á Ísey skyr í Finnlandi sé alla jafna frá 136 krónum til 275 króna, eftir því hvaða tegund er keypt og í hvaða búð er verslað. Það sé ekki mjög ósvipað á Íslandi, þar sem verðbilið er frá 125 krónum upp í 309 krónur.Mjólkursamsalan kynnti Ísey til leiks sumarið 2017.„Að þessu sögðu er svo ágætt að minna á að íslenskur mjólkuriðnaður er lítill en með meiri stærð kemur meiri hagkvæmni. Til samanburðar á fyrirtækjum milli landa veltir MS 28 milljörðum árlega meðan aðrir mjólkurframleiðendur eru víða að velta 500-2000 milljörðum,“ segir Sunna. Þá hafa Samtök atvinnulífsins bent á að fleira þurfi að taka með í reikninginn þegar borið er saman vöruverð á milli landa. Þannig skipti kaupgeta miklu máli, hversu lengi Íslendingar eru að vinna fyrir matarkörfunni, samanborið við aðrar þjóðir. „Samkvæmt upplýsingum OECD var meðaltímakaup eftir tekjuskatt 55% hærra á Íslandi en í Finnlandi og verðlag á mat og drykkjarvöru 30% hærra skv. upplýsingum hagstofu ESB. Kaupmáttur launa gagnvart mat- og drykkjarvörum var þannig 20% hærri á Íslandi en í Finnlandi,“ segir í úttekt SA frá því í upphafi árs.Í ljósi hærra tímakaups á Íslandi en í Finnlandi tók það meðal Íslending 8 klukkustundir að vinna fyrir mánaðarlegum útgjöldum til mat- og drykkjarvara en það tók Finnann 9,5 klukkustundir að vinna fyrir sömu vörukörfu.
Landbúnaður Neytendur Samkeppnismál Skattar og tollar Tengdar fréttir Mikill munur á verði matvöru netverslana Verulegur verðmunur getur verið á milli netverslana með matvöru samkvæmt verðathugun Fréttablaðsins. Þrjú fyrirtæki sérhæfa sig helst í matvöru á netinu. Framkvæmdastjóri Bónuss segist ekki geta farið í netverslun sem sakir standa. 26. apríl 2019 06:00 Ísey Skyr verði fáanlegt í tugþúsundum japanskra verslana Forstjóri hins japanska Nippon Luna og forstjóri Mjólkursamsölunnar hafa undirritað viljayfirlýsingu um frekara samstarf í Asíu. 12. apríl 2019 15:44 Skyr MS í 5.500 bandarískum verslunum Forstjóri Mjólkursamsölunnar segir að sala fyrirtækisins sé undir væntingum og að áhrif Costco séu talsverð. Fyrirtækið ætlar inn á nýja markaði og alla leið til Asíu. 22. nóvember 2017 07:00 Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Jón Ingi nýr forstjóri PwC Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ný þjónustu- og aðkomubygging við Varmá boðin út Samstarf Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Neytendur Fleiri fréttir Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Sjá meira
Mikill munur á verði matvöru netverslana Verulegur verðmunur getur verið á milli netverslana með matvöru samkvæmt verðathugun Fréttablaðsins. Þrjú fyrirtæki sérhæfa sig helst í matvöru á netinu. Framkvæmdastjóri Bónuss segist ekki geta farið í netverslun sem sakir standa. 26. apríl 2019 06:00
Ísey Skyr verði fáanlegt í tugþúsundum japanskra verslana Forstjóri hins japanska Nippon Luna og forstjóri Mjólkursamsölunnar hafa undirritað viljayfirlýsingu um frekara samstarf í Asíu. 12. apríl 2019 15:44
Skyr MS í 5.500 bandarískum verslunum Forstjóri Mjólkursamsölunnar segir að sala fyrirtækisins sé undir væntingum og að áhrif Costco séu talsverð. Fyrirtækið ætlar inn á nýja markaði og alla leið til Asíu. 22. nóvember 2017 07:00