Enski boltinn

Var eftirsóttur af Man. Utd og Tottenham: Ronaldo skilur ekkert í því að hann spili enn í Portúgal

Bruno og Ronaldo í landsleik í sumar.
Bruno og Ronaldo í landsleik í sumar. vísir/getty
Cristiano Ronaldo, fyrirliði Portúgals og einn besti leikmaður heims, skilur lítið i því að samherji sinn í landsliðinu, Bruno Fernandes, hafi ekki yfirgefið heimalandið í sumar.

Bruno er samningsbundinn Sporting Lisbon en hann var meðal annars orðaður mikið við Manchester United og Tottenham í sumar.

Þeir eru samherjar í portúgalska landsliðinu og einn sá besti í heimi skilur lítið í því að hinn 24 ára gamli miðjumaður sé ekki að spila annars staðar en Portúgal.

„Í landsliðinu ertu með Joao Cancelo og svo Bruno Fernandes sem enginn skilur afhverju er ekki farinn,“ sagði Ronaldo í samtali við sjónvarpsstöðina TVi.





„Í landsliðinu ertu með fullt af gæðum svo ég get séð ljósið í enda ganganna. Mögulega verður nýja kynslóðin sú besta en það er ekki nóg. Þeir verða að vilja þetta og ég hef talað við Bruno. Ég er fyrirliðinn sem vill hjálpa og vera hjálpað.“

Ronaldo verður í eldlínunni á morgun er Juventus hefur titilvörnina gegn Parma í ítölsku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×