Milljón tonn af mengun Hannes Friðriksson skrifar 23. ágúst 2019 15:03 „Í dag er tími aðgerða því afleiðingar hamfarahlýnunar blasa við um heim allan.“ Þetta skrifaði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra þegar hún kvaddi jökulinn OK , sem var fyrstur íslenskra jökla til að hverfa. Hún boðaði nýja tíma, aðrar áherslur, og umfram allt kallaði hún eftir samstöðu í þeirri baráttu sem fram undan er, „fyrir jöklana, fyrir framtíðina, og fyrir okkur sjálf“. Af sama tilefni sór umhverfisráðherra þess dýran eið að hann skyldi gera allt sem í sínu valdi stæði til að koma í veg fyrir að fleiri jöklar hyrfu. Áherslur þeirra endurómuðu svo á ársfundi forsætisráðherra Norðurlandanna sem fram fór dagana á eftir.Tími aðgerða er kominn Engum dylst lengur að komið er að tímum aðgerða, orðin ein nægja ekki lengur. Loftlagsváin er fyrsta mál á dagskrá um heim allan. Þjóðarleiðtogar, vísindamenn, fjármálastofnanir og fyrirtæki um heim allan hafa tekið saman höndum, sett sér siðferðileg og samfélagsleg markmið í viðleitni sinni til að leggja sitt af mörkum til að snúa vörn í sókn. Að draga úr losun svonefndra gróðurhúsaloftegunda út í andrúmsloftið og koma í veg fyrir frekari eyðileggingu á jörðinni af manna völdum.Mengunarslysið í Helguvík Í Helguvík í Reykjanesbæ eru tvö fyrirtæki Stakksberg ehf, í eigu Arion banka og Thorsil sem undanfarin ár hafa haft uppi áform um að byggja tvö stærstu kísilver í heimi, í aðeins 1500 metra fjarlægð frá byggðarkjörnum Reykjanesbæjar. Sú reynsla sem nú þegar hefur fengist af rekstri fyrsta ofnsins er ekki góð, og var rekstur hans að lokum stöðvaður af Umhverfistofnun sökum þeirrar mengunar sem þessi rekstur hafði á nærumhverfi sitt.Áfram skal haldið Stakksberg (í eigu Arion banka) hefur á undanförnum mánuðum unnið að tillögum að deiliskipulagsbreytingu sem nauðsynleg er til að hefja rekstur verksmiðjunnar á ný, án þess þó að fyrir lægi eitthvað vilyrði eða loforð um að slíkt deiliskipulag yrði að lokum samþykkt. Deiliskipulagsbreytingin felur í sér m.a. aukið byggingarmagn, auk skorteins sem vera á 52.metra hár og þar með aðeins 20 metrum lægri en Hallgrímskirkja. Stakksberg virðist af yfirlýsingum sínum ganga út frá því sem gefnu, að tillaga þeirri verði samþykkt og hafa gefið í skyn, að verði henni henni hafnað, til að mynda í bindandi íbúakosningu, muni þau sækja milljarða í skaðabætur hjá illa stöddu bæjarfélaginu. Úr vöndu er að ráða og mikil ábyrgð er sett á herðar þeim sem sitja í núverandi bæjarstjórn. Þeir standa frammi fyrir því að láta undan kröfum Stakksbergs ehf, eða taka afstöðu með þeim íbúum sem vilja að náttúran og heilsa þeirra fái að njóta vafans.Eftirliti var ábótavant Málinu hefur verið stillt þannig upp að þetta sé einkamál íbúa og bæjarstjórnar Reykjanesbæjar sem á sínum tíma samþykktu framkvæmdina út frá fyrirliggjandi gögnum sem opinberar stofnanir höfðu samþykkt. Þau gögn reyndust því miður ekki í neinu samræmi við útkomuna. Núverandi meirihluti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar (Bein leið, Samfylking og Framsókn) ásamt fulltrúa Miðflokksins hafa ályktað að þeim hugnist ekki þær hugmyndir sem kynntar hafa verið um uppbyggingu kísilvera í Helguvík, og hvatt framkvæmdaraðila til að koma í vegferð með bæjaryfirvöldum um uppbyggingu skynsamari atvinnukosta í Helguvík. Engin svör hafa að því best er vitað borist, en áréttingar um hugsanlegar skaðabótakröfur nái hugmyndir Stakksbergs ehf gagnvart Reykjanesbæ látnar liggja áfram í loftinu.Milljón tonn af mengun Verði áform Stakksbergs og Thorsil að veruleika er ljóst að í bakgarði Reykjanesbæjar verður dælt um það bil einni milljón tonna af gróðurhúsaloftegundum út í andrúmloftið ár hvert, eða tæplega þrjú þúsundum tonnum á hverjum sólarhring. Að auki munu þessi kísilver losa þúsundir tonna af öðrum miður skemmtilegum efnum sem enginn vill hafa í sínu nærumhverfi. Þegar tvö fyrirtæki boða að þau hyggist dæla slíkum óþrifnaði út í andrúmsloftið er ástæða til að bregaðst við. Loftlagsvandinn verður ekki leystur með auknum útblæstri heldur þarf að minnka hann. Íbúum Reykjanebæjar eða bæjarstjórn hefur enn ekki tekist að sannfæra framkvæmdaraðilana Arion banka og Thorsil um að áform þeirra séu ekki skynsamleg með tilliti til framtíðar þeirrar jarðar sem við jú öll lifum af og lifum á.Stöndum saman um aðgerðir gegn mengun „Í dag er tími aðgerða en ekki orða“, sagði forsætisráðherrann svo skynsamlega. Við skulum flykkja okkur að baki orða hennar og hvetja framkvæmdaraðila uppbyggingar kísilvera í Helguvík til að láta af eyðileggjandi áformum sínum , “fyrir jöklana, fyrir framtíðina, og fyrir okkur sjálf“, en umfram allt fyrir börn okkar og barnabörn svo þau geti líka fengið að njóta þeirra gæða og fegurðar sem jörðin okkar hefur upp á að bjóða. Með bestu kveðju Hannes Friðriksson íbúi í Reykjanesbæ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjanesbær Umhverfismál Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
„Í dag er tími aðgerða því afleiðingar hamfarahlýnunar blasa við um heim allan.“ Þetta skrifaði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra þegar hún kvaddi jökulinn OK , sem var fyrstur íslenskra jökla til að hverfa. Hún boðaði nýja tíma, aðrar áherslur, og umfram allt kallaði hún eftir samstöðu í þeirri baráttu sem fram undan er, „fyrir jöklana, fyrir framtíðina, og fyrir okkur sjálf“. Af sama tilefni sór umhverfisráðherra þess dýran eið að hann skyldi gera allt sem í sínu valdi stæði til að koma í veg fyrir að fleiri jöklar hyrfu. Áherslur þeirra endurómuðu svo á ársfundi forsætisráðherra Norðurlandanna sem fram fór dagana á eftir.Tími aðgerða er kominn Engum dylst lengur að komið er að tímum aðgerða, orðin ein nægja ekki lengur. Loftlagsváin er fyrsta mál á dagskrá um heim allan. Þjóðarleiðtogar, vísindamenn, fjármálastofnanir og fyrirtæki um heim allan hafa tekið saman höndum, sett sér siðferðileg og samfélagsleg markmið í viðleitni sinni til að leggja sitt af mörkum til að snúa vörn í sókn. Að draga úr losun svonefndra gróðurhúsaloftegunda út í andrúmsloftið og koma í veg fyrir frekari eyðileggingu á jörðinni af manna völdum.Mengunarslysið í Helguvík Í Helguvík í Reykjanesbæ eru tvö fyrirtæki Stakksberg ehf, í eigu Arion banka og Thorsil sem undanfarin ár hafa haft uppi áform um að byggja tvö stærstu kísilver í heimi, í aðeins 1500 metra fjarlægð frá byggðarkjörnum Reykjanesbæjar. Sú reynsla sem nú þegar hefur fengist af rekstri fyrsta ofnsins er ekki góð, og var rekstur hans að lokum stöðvaður af Umhverfistofnun sökum þeirrar mengunar sem þessi rekstur hafði á nærumhverfi sitt.Áfram skal haldið Stakksberg (í eigu Arion banka) hefur á undanförnum mánuðum unnið að tillögum að deiliskipulagsbreytingu sem nauðsynleg er til að hefja rekstur verksmiðjunnar á ný, án þess þó að fyrir lægi eitthvað vilyrði eða loforð um að slíkt deiliskipulag yrði að lokum samþykkt. Deiliskipulagsbreytingin felur í sér m.a. aukið byggingarmagn, auk skorteins sem vera á 52.metra hár og þar með aðeins 20 metrum lægri en Hallgrímskirkja. Stakksberg virðist af yfirlýsingum sínum ganga út frá því sem gefnu, að tillaga þeirri verði samþykkt og hafa gefið í skyn, að verði henni henni hafnað, til að mynda í bindandi íbúakosningu, muni þau sækja milljarða í skaðabætur hjá illa stöddu bæjarfélaginu. Úr vöndu er að ráða og mikil ábyrgð er sett á herðar þeim sem sitja í núverandi bæjarstjórn. Þeir standa frammi fyrir því að láta undan kröfum Stakksbergs ehf, eða taka afstöðu með þeim íbúum sem vilja að náttúran og heilsa þeirra fái að njóta vafans.Eftirliti var ábótavant Málinu hefur verið stillt þannig upp að þetta sé einkamál íbúa og bæjarstjórnar Reykjanesbæjar sem á sínum tíma samþykktu framkvæmdina út frá fyrirliggjandi gögnum sem opinberar stofnanir höfðu samþykkt. Þau gögn reyndust því miður ekki í neinu samræmi við útkomuna. Núverandi meirihluti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar (Bein leið, Samfylking og Framsókn) ásamt fulltrúa Miðflokksins hafa ályktað að þeim hugnist ekki þær hugmyndir sem kynntar hafa verið um uppbyggingu kísilvera í Helguvík, og hvatt framkvæmdaraðila til að koma í vegferð með bæjaryfirvöldum um uppbyggingu skynsamari atvinnukosta í Helguvík. Engin svör hafa að því best er vitað borist, en áréttingar um hugsanlegar skaðabótakröfur nái hugmyndir Stakksbergs ehf gagnvart Reykjanesbæ látnar liggja áfram í loftinu.Milljón tonn af mengun Verði áform Stakksbergs og Thorsil að veruleika er ljóst að í bakgarði Reykjanesbæjar verður dælt um það bil einni milljón tonna af gróðurhúsaloftegundum út í andrúmloftið ár hvert, eða tæplega þrjú þúsundum tonnum á hverjum sólarhring. Að auki munu þessi kísilver losa þúsundir tonna af öðrum miður skemmtilegum efnum sem enginn vill hafa í sínu nærumhverfi. Þegar tvö fyrirtæki boða að þau hyggist dæla slíkum óþrifnaði út í andrúmsloftið er ástæða til að bregaðst við. Loftlagsvandinn verður ekki leystur með auknum útblæstri heldur þarf að minnka hann. Íbúum Reykjanebæjar eða bæjarstjórn hefur enn ekki tekist að sannfæra framkvæmdaraðilana Arion banka og Thorsil um að áform þeirra séu ekki skynsamleg með tilliti til framtíðar þeirrar jarðar sem við jú öll lifum af og lifum á.Stöndum saman um aðgerðir gegn mengun „Í dag er tími aðgerða en ekki orða“, sagði forsætisráðherrann svo skynsamlega. Við skulum flykkja okkur að baki orða hennar og hvetja framkvæmdaraðila uppbyggingar kísilvera í Helguvík til að láta af eyðileggjandi áformum sínum , “fyrir jöklana, fyrir framtíðina, og fyrir okkur sjálf“, en umfram allt fyrir börn okkar og barnabörn svo þau geti líka fengið að njóta þeirra gæða og fegurðar sem jörðin okkar hefur upp á að bjóða. Með bestu kveðju Hannes Friðriksson íbúi í Reykjanesbæ
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun