Vilja fá myndavélar í afskekkt borgarhverfi Kristinn Haukur Guðnason skrifar 24. ágúst 2019 08:30 Seltjarnarnes, Garðabær og Árborg eru meðal þeirra sveitarfélaga þar sem eftirlitsmyndavélar hafa verið settar upp. Fréttablaðið/Anton brink Á fimmtudag lögðu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fram tillögu um að eftirlitsmyndavélar yrðu settar upp í afskekktum hverfum og útjöðrum borgarinnar. Þegar hafa Garðabær, Seltjarnarnes, Árborg og fleiri sveitarfélög farið þessa leið til að reyna að stemma stigu við afbrotum. Eru slíkar myndavélar þá settar upp í samstarfi við lögreglu sem hefur aðgang að upptökunum. Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi segir að tillagan hafi verið lögð fram eftir kynningarfund með lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en gerir ráð fyrir að þetta verði tilraunaverkefni. „Íbúar í sumum hverfum hafa verið að kalla eftir eftirlitsmyndavélum. Í fyrra var þetta ein af þeim hugmyndum sem íbúar í Grafarvogi gáfu flest atkvæði í kosningu Betri Reykjavíkur,“ segir Marta. Annað hverfi sem Marta nefnir í þessu samhengi er Skerjafjörðurinn. „Íbúar þar hafa verið að skoða leiðir til að koma slíku kerfi upp sjálfir en rekist á veggi, meðal annars vegna persónuverndarsjónarmiða. Vitaskuld er það eðlilegra að þetta sé unnið í samstarfi við lögreglu og neyðarlínu líkt og annars staðar,“ segir hún. Að sögn Mörtu hafa myndavélarnar gefið góða raun hingað til. „Bæði hafa myndavélar fælingarmátt og geta hjálpað til við að upplýsa afbrot. Þetta eru öryggistæki líkt og til dæmis hraðamyndavélar. Hugmyndin er ekki sú að fylgjast með borgarbúum,“ segir Marta.Dóra Björt guðjónsdóttir oddviti Pírata. Fréttablaðið/Anton.Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavík, segist mótfallin tillögunni, sem var frestað í borgarráði. „Notkun á eftirlitsmyndavélum skapar frekar ímynd öryggis en raunverulegt öryggi,“ segir Dóra og vísar í tölfræði erlendis, til dæmis í Lundúnum þar sem hlutfall myndavéla er ein á hverja tuttugu íbúa. „Þetta hefur einnig í för með sér að hinn almenni borgari fer að upplifa sig sem hugsanlegt skotmark þeirra sem vilja fylgja öllum reglum með stálhnefa á meðan raunverulegir glæpir færast út fyrir sjónarsvið myndavélanna.“ Telur hún ekki ríka ástæðu til þess að taka þessi tilteknu hverfi sérstaklega fyrir. Ef efla þurfi öryggi sé betri leið að stytta svartíma lögreglunnar. Í þeim tilvikum þar sem myndavélar eru verði að vera takmarkað aðgengi að upptökum. „Heilt á litið er ég ekki hrifin af því að skapa eftirlitssamfélag,“ segir Dóra. Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Á fimmtudag lögðu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fram tillögu um að eftirlitsmyndavélar yrðu settar upp í afskekktum hverfum og útjöðrum borgarinnar. Þegar hafa Garðabær, Seltjarnarnes, Árborg og fleiri sveitarfélög farið þessa leið til að reyna að stemma stigu við afbrotum. Eru slíkar myndavélar þá settar upp í samstarfi við lögreglu sem hefur aðgang að upptökunum. Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi segir að tillagan hafi verið lögð fram eftir kynningarfund með lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en gerir ráð fyrir að þetta verði tilraunaverkefni. „Íbúar í sumum hverfum hafa verið að kalla eftir eftirlitsmyndavélum. Í fyrra var þetta ein af þeim hugmyndum sem íbúar í Grafarvogi gáfu flest atkvæði í kosningu Betri Reykjavíkur,“ segir Marta. Annað hverfi sem Marta nefnir í þessu samhengi er Skerjafjörðurinn. „Íbúar þar hafa verið að skoða leiðir til að koma slíku kerfi upp sjálfir en rekist á veggi, meðal annars vegna persónuverndarsjónarmiða. Vitaskuld er það eðlilegra að þetta sé unnið í samstarfi við lögreglu og neyðarlínu líkt og annars staðar,“ segir hún. Að sögn Mörtu hafa myndavélarnar gefið góða raun hingað til. „Bæði hafa myndavélar fælingarmátt og geta hjálpað til við að upplýsa afbrot. Þetta eru öryggistæki líkt og til dæmis hraðamyndavélar. Hugmyndin er ekki sú að fylgjast með borgarbúum,“ segir Marta.Dóra Björt guðjónsdóttir oddviti Pírata. Fréttablaðið/Anton.Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavík, segist mótfallin tillögunni, sem var frestað í borgarráði. „Notkun á eftirlitsmyndavélum skapar frekar ímynd öryggis en raunverulegt öryggi,“ segir Dóra og vísar í tölfræði erlendis, til dæmis í Lundúnum þar sem hlutfall myndavéla er ein á hverja tuttugu íbúa. „Þetta hefur einnig í för með sér að hinn almenni borgari fer að upplifa sig sem hugsanlegt skotmark þeirra sem vilja fylgja öllum reglum með stálhnefa á meðan raunverulegir glæpir færast út fyrir sjónarsvið myndavélanna.“ Telur hún ekki ríka ástæðu til þess að taka þessi tilteknu hverfi sérstaklega fyrir. Ef efla þurfi öryggi sé betri leið að stytta svartíma lögreglunnar. Í þeim tilvikum þar sem myndavélar eru verði að vera takmarkað aðgengi að upptökum. „Heilt á litið er ég ekki hrifin af því að skapa eftirlitssamfélag,“ segir Dóra.
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira