Trump hyggst opna ræðismannsskrifstofu á Grænlandi innan árs Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. ágúst 2019 23:15 Trump stjórnin hyggst opna ræðismannsskrifstofu í Nuuk innan árs. getty/Thierry BARBIER Trump stjórnin hyggst opna ræðismannsskrifstofu á Grænlandi en Bandaríkin hafa ekki haft viðveru þar í tugi ára. Í vikunni komst Grænland í heimsfréttirnar þegar Donald Trump, Bandaríkjaforseti, lýsti yfir áhuga á að kaupa landið.Í bréfi frá utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna til þingsins kom fram að það að koma ræðismannsskrifstofu á fót á ný í Nuuk væri hluti af stórri áætlun Bandaríkjanna um aukna viðveru á norðurslóðunum. Þá hafi Bandaríkin gríðarlega hagsmuni á norðurslóðum og vilji þeir auka pólitískt-, efnahagslegt- og viðskiptalegt samband þar. Donald Trump, Bandaríkjaforseti, lýsti í vikunni yfir áhuga á því að kaupa Grænland sem hlaut hvorki hljómgrunn meðal Grænlendinga né Dana. Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur sagði hugmyndina fáránlega. Trump brást þá við með því að segja ummæli hennar andstyggileg og aflýsti fyrirhugaðri heimsókn til Danmerkur. Í bréfi utanríkisráðuneytisins stóð einnig að stöðug viðvera myndi heimila Bandaríkjunum að „vernda hagsmuni á Grænlandi og þróa betra samband við grænlensk yfirvöld og samfélag.“ Þá gæti viðveran verið einn mikilvægasti liðurinn í aukinni viðveru Bandaríkjanna á norðurslóðum. Bandaríkin opnuðu ræðismannsskrifstofu á Grænlandi árið 1940 þegar nasistar hernámu Danmörku en hún lokaði árið 1953. Hugmynd yfirvalda í Bandaríkjunum er sú að þessi ræðismannsskrifstofa myndi opna á næsta ári í Nuuk. Utanríkisráðuneytið hefur þegar skipað sérstakan starfsmann sem sér um mál Grænlands og starfar hann nú í Bandaríska sendiráðinu í Danmörku. Áætlað er að grænlenskir starfsmenn fyrir ræðismannsskrifstofuna verði ráðnir í haust, eða að minnsta kosti fljótlega. Þá muni starfsmenn ræðismannsskrifstofunnar vera orðnir sjö árið 2020. Bandaríkin Grænland Tengdar fréttir Danir pirraðir eftir að Trump hætti við Danskir stjórnmálamenn lýsa óánægju sinni með að Bandaríkjaforseti hafi hætt við heimsókn sína því að forsætisráðherra Dana vill ekki ræða sölu á Grænlandi. Forsætisráðherrann sagði ákvörðunina svekkjandi og óvænta. 22. ágúst 2019 07:30 Segir flesta Dani ánægða með ákvörðun Trump að fresta heimsókn Fátt annað er til umræðu í Danmörku þessa dagana en fjaðrafokið í kringum Donald Trump Bandaríkjaforseta og áhuga hans á að kaupa Grænland. 21. ágúst 2019 18:39 Ósátt og undrandi yfir ákvörðun Trump Forsætisráðherra Danmerkur, Mette Frederiksen, segist vera ósátt og undrandi yfir ákvörðun Bandaríkjaforseta, Donald Trump, að aflýsa fyrirhugaðri heimsókn hans til Danmerkur í byrjun næsta mánaðar. 21. ágúst 2019 13:39 Íslendingar gerðu tilkall til Grænlands fyrir sjálfstæði Áætlanir Trumps Bandaríkjaforseta um að kaupa Grænland af Dönum hafa valdið töluverðri furðu og úlfúð. Framan af 20. öldinni héldu Íslendingar fram kröfu um yfirráð yfir Grænlandi þó að Ísland sjálft væri ekki orðið sjálfstætt. 21. ágúst 2019 07:15 Frétti að Trump hefði áhuga á að kaupa Ísland Þáttastjórnendur Fox & Friends voru ósáttir við að forsætisráðherra Danmerkur væri ekki opinn fyrir því að selja Bandaríkjunum Grænland. 23. ágúst 2019 10:57 Segir yfirlýsingu Mette Frederiksen andstyggilega Trump segir viðbrögð forsætisráðherra Dana hafa misboðið sér. 21. ágúst 2019 20:10 Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira
Trump stjórnin hyggst opna ræðismannsskrifstofu á Grænlandi en Bandaríkin hafa ekki haft viðveru þar í tugi ára. Í vikunni komst Grænland í heimsfréttirnar þegar Donald Trump, Bandaríkjaforseti, lýsti yfir áhuga á að kaupa landið.Í bréfi frá utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna til þingsins kom fram að það að koma ræðismannsskrifstofu á fót á ný í Nuuk væri hluti af stórri áætlun Bandaríkjanna um aukna viðveru á norðurslóðunum. Þá hafi Bandaríkin gríðarlega hagsmuni á norðurslóðum og vilji þeir auka pólitískt-, efnahagslegt- og viðskiptalegt samband þar. Donald Trump, Bandaríkjaforseti, lýsti í vikunni yfir áhuga á því að kaupa Grænland sem hlaut hvorki hljómgrunn meðal Grænlendinga né Dana. Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur sagði hugmyndina fáránlega. Trump brást þá við með því að segja ummæli hennar andstyggileg og aflýsti fyrirhugaðri heimsókn til Danmerkur. Í bréfi utanríkisráðuneytisins stóð einnig að stöðug viðvera myndi heimila Bandaríkjunum að „vernda hagsmuni á Grænlandi og þróa betra samband við grænlensk yfirvöld og samfélag.“ Þá gæti viðveran verið einn mikilvægasti liðurinn í aukinni viðveru Bandaríkjanna á norðurslóðum. Bandaríkin opnuðu ræðismannsskrifstofu á Grænlandi árið 1940 þegar nasistar hernámu Danmörku en hún lokaði árið 1953. Hugmynd yfirvalda í Bandaríkjunum er sú að þessi ræðismannsskrifstofa myndi opna á næsta ári í Nuuk. Utanríkisráðuneytið hefur þegar skipað sérstakan starfsmann sem sér um mál Grænlands og starfar hann nú í Bandaríska sendiráðinu í Danmörku. Áætlað er að grænlenskir starfsmenn fyrir ræðismannsskrifstofuna verði ráðnir í haust, eða að minnsta kosti fljótlega. Þá muni starfsmenn ræðismannsskrifstofunnar vera orðnir sjö árið 2020.
Bandaríkin Grænland Tengdar fréttir Danir pirraðir eftir að Trump hætti við Danskir stjórnmálamenn lýsa óánægju sinni með að Bandaríkjaforseti hafi hætt við heimsókn sína því að forsætisráðherra Dana vill ekki ræða sölu á Grænlandi. Forsætisráðherrann sagði ákvörðunina svekkjandi og óvænta. 22. ágúst 2019 07:30 Segir flesta Dani ánægða með ákvörðun Trump að fresta heimsókn Fátt annað er til umræðu í Danmörku þessa dagana en fjaðrafokið í kringum Donald Trump Bandaríkjaforseta og áhuga hans á að kaupa Grænland. 21. ágúst 2019 18:39 Ósátt og undrandi yfir ákvörðun Trump Forsætisráðherra Danmerkur, Mette Frederiksen, segist vera ósátt og undrandi yfir ákvörðun Bandaríkjaforseta, Donald Trump, að aflýsa fyrirhugaðri heimsókn hans til Danmerkur í byrjun næsta mánaðar. 21. ágúst 2019 13:39 Íslendingar gerðu tilkall til Grænlands fyrir sjálfstæði Áætlanir Trumps Bandaríkjaforseta um að kaupa Grænland af Dönum hafa valdið töluverðri furðu og úlfúð. Framan af 20. öldinni héldu Íslendingar fram kröfu um yfirráð yfir Grænlandi þó að Ísland sjálft væri ekki orðið sjálfstætt. 21. ágúst 2019 07:15 Frétti að Trump hefði áhuga á að kaupa Ísland Þáttastjórnendur Fox & Friends voru ósáttir við að forsætisráðherra Danmerkur væri ekki opinn fyrir því að selja Bandaríkjunum Grænland. 23. ágúst 2019 10:57 Segir yfirlýsingu Mette Frederiksen andstyggilega Trump segir viðbrögð forsætisráðherra Dana hafa misboðið sér. 21. ágúst 2019 20:10 Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira
Danir pirraðir eftir að Trump hætti við Danskir stjórnmálamenn lýsa óánægju sinni með að Bandaríkjaforseti hafi hætt við heimsókn sína því að forsætisráðherra Dana vill ekki ræða sölu á Grænlandi. Forsætisráðherrann sagði ákvörðunina svekkjandi og óvænta. 22. ágúst 2019 07:30
Segir flesta Dani ánægða með ákvörðun Trump að fresta heimsókn Fátt annað er til umræðu í Danmörku þessa dagana en fjaðrafokið í kringum Donald Trump Bandaríkjaforseta og áhuga hans á að kaupa Grænland. 21. ágúst 2019 18:39
Ósátt og undrandi yfir ákvörðun Trump Forsætisráðherra Danmerkur, Mette Frederiksen, segist vera ósátt og undrandi yfir ákvörðun Bandaríkjaforseta, Donald Trump, að aflýsa fyrirhugaðri heimsókn hans til Danmerkur í byrjun næsta mánaðar. 21. ágúst 2019 13:39
Íslendingar gerðu tilkall til Grænlands fyrir sjálfstæði Áætlanir Trumps Bandaríkjaforseta um að kaupa Grænland af Dönum hafa valdið töluverðri furðu og úlfúð. Framan af 20. öldinni héldu Íslendingar fram kröfu um yfirráð yfir Grænlandi þó að Ísland sjálft væri ekki orðið sjálfstætt. 21. ágúst 2019 07:15
Frétti að Trump hefði áhuga á að kaupa Ísland Þáttastjórnendur Fox & Friends voru ósáttir við að forsætisráðherra Danmerkur væri ekki opinn fyrir því að selja Bandaríkjunum Grænland. 23. ágúst 2019 10:57
Segir yfirlýsingu Mette Frederiksen andstyggilega Trump segir viðbrögð forsætisráðherra Dana hafa misboðið sér. 21. ágúst 2019 20:10