Jörðin lifir af en mannfólkið ekki Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. ágúst 2019 21:00 Kumi Naidoo, aðalframkvæmdastjóri mannréttindasamtakanna Amnesty International. Vísir/Baldur Það eru engin mannréttindi eftir til að berjast fyrir ef mannskepnunnar nýtur ekki lengur við á jörðinni. Þetta segir aðalframkvæmdastjóri mannréttindasamtakanna Amnesty International. Loftslagsváin sé stærsta ógnin sem blasi við mannkyninu. Hann hvetur íslensk stjórnvöld til að halda áfram að láta til sín taka eftir að Ísland hættir að eiga sæti í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. Kumi Naidoo, aðalframkvæmdastjóiri Amnesty International, var staddur hér á landi nýverið en hann tók meðal annars þátt í minningarathöfn um fyrrum jökulinn OK og hátíðahöldum vegna Hinsegin daga í Reykjavík. „Ég gleðst yfir því hvað Ísland getur miðlað umheiminum um mikilvægi þess að virða réttindi hinsegin fólks,” segir Naidoo.Aðgerðasinni frá ungaaldri Hann hefur frá táningsaldri látið að sér kveða í baráttunni fyrir bættum mannréttindum en þegar hann var 15 ára gamall var hann rekinn úr skóla fyrir þáttöku sína í baráttunni gegn aðskilnaðarstefnunni í Suður-Afríku. Hann flúði að endingu til Bretlands en snéri aftur til heimalandsins eftir að Nelson Mandela var leystur úr haldi og tíð aðskilnaðarstefnunnar leið undir lok. Þá hefur hann meðal annars gegnt embætti framkvæmdastjóra náttúru- og dýraverndarsamtakanna Greenpeace. Ef til vill muna einhverjir eftir því þegar aðgerðasinnar Greenpeace voru handteknir á Grænlandi árið 2011 fyrir mótmæli. Þeirra á meðal var Kumi Naidoo. Aðspurður segir hann að skipta megi í fjóra flokka þeim þáttum helst ógni mannréttindum á heimsvísu: Misskipting auðs, uppgangur alræðishyggju og einræðistilburðir, hatursorðræða og síðast en ekki síst hamfarahlýnun af mannavöldum.Allsherjar dauðarefsing blasi við „Eitt það helsta sem Amnesty lætur sig varða eru dauðarefsingar og ég gleðst yfir því að meirihluti ríkja heims beitir ekki dauðarefsingu. En loftslagsbreytingar fela í sér dauðarefsingu okkar allra í stórum stíl. Nú vantar klukkuna fimm mínútur í miðnætti í þeirri merkingu sem vísindamenn segja okkur að við séum að falla á tíma,” segir Naidoo. „Aðalatriðið er að engin mannréttindi eru til staðar ef engar manneskjur eru til. Ef okkur er annt um mannréttindi þá verðum við að standa vörð um hæfni fólksins til að lifa af á þessari reikistjörnu,” bætir hann við. Sannleikurinn sé sá, að jörðin komi til með að lifa loftslagsbreytingarnar af, aftur á móti sé ekki sjálfgefið að mennirnir geri það líka.Stjórnmálamenn glími við heyrnarleysi Hann segir alla geta lagt sitt á vogarskálarnar til að sporna við því að svo verði. Stjórmálamenn víðast hvar í heiminum virðist þó glíma við sama vandamálið. Þeir eigi flestir bágt með að heyra. „Látið engan segja ykkur að rödd ykkar og framlag ykkar skipti engu máli. Það er hið eina sem hefur breytt sögunni og samfélögunum í gegnum tíðina,” segir Naidoo. Hann rifjar upp bréf sem bróðir hans sendi honum eitt sinn úr fangelsi þar sem hann dvaldi vegna þátttöku sinnar í baráttunni gegn aðskilnaðarstefnunni í Suður-Afríku. „Hann sagði í bréfinu: „Mér er farið að skiljast að baráttan fyrir réttlæti beri ekki árangur fyrir tilstuðlan fárra sem gera mikið heldur lítilla fórna sem margir færa.” Viðtal við Kumi Naidoo, aðalframkvæmdastjóra Amnesty International, má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Loftslagsmál Mannréttindi Umhverfismál Tengdar fréttir „Í dag kveðjum við formlega jökulinn Ok" "Minningarathöfn fór fram við fyrrverandi jökulinn Ok í dag. Ok varð árið 2014 fyrsti jökullinn til að missa titil sinn sem slíkur en vísindamenn telja ljóst að sömu örlög blasi að óbreyttu við jöklum heims vegna loftslagsbreytinga. 18. ágúst 2019 13:32 Enginn her dugar gegn loftslagsbreytingum Þegar Andri Snær Magnason rithöfundur var beðinn um að skrifa texta á minnismerki um Ok, jökulinn sem hvarf, hélt hann sig vera að skrifa fyrir örfáa einstaklinga. Nú er þetta líklega orðið hans mest lesni texti frá upphafi. 17. ágúst 2019 07:45 Gæti orðið sögulegur leiðtogafundur á Íslandi Andri Snær Magnason telur að fundur Angelu Merkel Þýskalandskanslara með íslenskum og norrænum ráðamönnum í næstu viku geta orðið sögulegan með tilliti til umhverfismála. 17. ágúst 2019 13:24 Vonar að leiðtogar Norðurlandanna lýsi yfir loftslagsneyðarástandi Mary Robinson, fyrrverandi forseti Írlands, sagði það bæði sorglegt og táknrænt að kveðja jökulinn Ok í dag. 18. ágúst 2019 21:00 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjá meira
Það eru engin mannréttindi eftir til að berjast fyrir ef mannskepnunnar nýtur ekki lengur við á jörðinni. Þetta segir aðalframkvæmdastjóri mannréttindasamtakanna Amnesty International. Loftslagsváin sé stærsta ógnin sem blasi við mannkyninu. Hann hvetur íslensk stjórnvöld til að halda áfram að láta til sín taka eftir að Ísland hættir að eiga sæti í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. Kumi Naidoo, aðalframkvæmdastjóiri Amnesty International, var staddur hér á landi nýverið en hann tók meðal annars þátt í minningarathöfn um fyrrum jökulinn OK og hátíðahöldum vegna Hinsegin daga í Reykjavík. „Ég gleðst yfir því hvað Ísland getur miðlað umheiminum um mikilvægi þess að virða réttindi hinsegin fólks,” segir Naidoo.Aðgerðasinni frá ungaaldri Hann hefur frá táningsaldri látið að sér kveða í baráttunni fyrir bættum mannréttindum en þegar hann var 15 ára gamall var hann rekinn úr skóla fyrir þáttöku sína í baráttunni gegn aðskilnaðarstefnunni í Suður-Afríku. Hann flúði að endingu til Bretlands en snéri aftur til heimalandsins eftir að Nelson Mandela var leystur úr haldi og tíð aðskilnaðarstefnunnar leið undir lok. Þá hefur hann meðal annars gegnt embætti framkvæmdastjóra náttúru- og dýraverndarsamtakanna Greenpeace. Ef til vill muna einhverjir eftir því þegar aðgerðasinnar Greenpeace voru handteknir á Grænlandi árið 2011 fyrir mótmæli. Þeirra á meðal var Kumi Naidoo. Aðspurður segir hann að skipta megi í fjóra flokka þeim þáttum helst ógni mannréttindum á heimsvísu: Misskipting auðs, uppgangur alræðishyggju og einræðistilburðir, hatursorðræða og síðast en ekki síst hamfarahlýnun af mannavöldum.Allsherjar dauðarefsing blasi við „Eitt það helsta sem Amnesty lætur sig varða eru dauðarefsingar og ég gleðst yfir því að meirihluti ríkja heims beitir ekki dauðarefsingu. En loftslagsbreytingar fela í sér dauðarefsingu okkar allra í stórum stíl. Nú vantar klukkuna fimm mínútur í miðnætti í þeirri merkingu sem vísindamenn segja okkur að við séum að falla á tíma,” segir Naidoo. „Aðalatriðið er að engin mannréttindi eru til staðar ef engar manneskjur eru til. Ef okkur er annt um mannréttindi þá verðum við að standa vörð um hæfni fólksins til að lifa af á þessari reikistjörnu,” bætir hann við. Sannleikurinn sé sá, að jörðin komi til með að lifa loftslagsbreytingarnar af, aftur á móti sé ekki sjálfgefið að mennirnir geri það líka.Stjórnmálamenn glími við heyrnarleysi Hann segir alla geta lagt sitt á vogarskálarnar til að sporna við því að svo verði. Stjórmálamenn víðast hvar í heiminum virðist þó glíma við sama vandamálið. Þeir eigi flestir bágt með að heyra. „Látið engan segja ykkur að rödd ykkar og framlag ykkar skipti engu máli. Það er hið eina sem hefur breytt sögunni og samfélögunum í gegnum tíðina,” segir Naidoo. Hann rifjar upp bréf sem bróðir hans sendi honum eitt sinn úr fangelsi þar sem hann dvaldi vegna þátttöku sinnar í baráttunni gegn aðskilnaðarstefnunni í Suður-Afríku. „Hann sagði í bréfinu: „Mér er farið að skiljast að baráttan fyrir réttlæti beri ekki árangur fyrir tilstuðlan fárra sem gera mikið heldur lítilla fórna sem margir færa.” Viðtal við Kumi Naidoo, aðalframkvæmdastjóra Amnesty International, má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Loftslagsmál Mannréttindi Umhverfismál Tengdar fréttir „Í dag kveðjum við formlega jökulinn Ok" "Minningarathöfn fór fram við fyrrverandi jökulinn Ok í dag. Ok varð árið 2014 fyrsti jökullinn til að missa titil sinn sem slíkur en vísindamenn telja ljóst að sömu örlög blasi að óbreyttu við jöklum heims vegna loftslagsbreytinga. 18. ágúst 2019 13:32 Enginn her dugar gegn loftslagsbreytingum Þegar Andri Snær Magnason rithöfundur var beðinn um að skrifa texta á minnismerki um Ok, jökulinn sem hvarf, hélt hann sig vera að skrifa fyrir örfáa einstaklinga. Nú er þetta líklega orðið hans mest lesni texti frá upphafi. 17. ágúst 2019 07:45 Gæti orðið sögulegur leiðtogafundur á Íslandi Andri Snær Magnason telur að fundur Angelu Merkel Þýskalandskanslara með íslenskum og norrænum ráðamönnum í næstu viku geta orðið sögulegan með tilliti til umhverfismála. 17. ágúst 2019 13:24 Vonar að leiðtogar Norðurlandanna lýsi yfir loftslagsneyðarástandi Mary Robinson, fyrrverandi forseti Írlands, sagði það bæði sorglegt og táknrænt að kveðja jökulinn Ok í dag. 18. ágúst 2019 21:00 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjá meira
„Í dag kveðjum við formlega jökulinn Ok" "Minningarathöfn fór fram við fyrrverandi jökulinn Ok í dag. Ok varð árið 2014 fyrsti jökullinn til að missa titil sinn sem slíkur en vísindamenn telja ljóst að sömu örlög blasi að óbreyttu við jöklum heims vegna loftslagsbreytinga. 18. ágúst 2019 13:32
Enginn her dugar gegn loftslagsbreytingum Þegar Andri Snær Magnason rithöfundur var beðinn um að skrifa texta á minnismerki um Ok, jökulinn sem hvarf, hélt hann sig vera að skrifa fyrir örfáa einstaklinga. Nú er þetta líklega orðið hans mest lesni texti frá upphafi. 17. ágúst 2019 07:45
Gæti orðið sögulegur leiðtogafundur á Íslandi Andri Snær Magnason telur að fundur Angelu Merkel Þýskalandskanslara með íslenskum og norrænum ráðamönnum í næstu viku geta orðið sögulegan með tilliti til umhverfismála. 17. ágúst 2019 13:24
Vonar að leiðtogar Norðurlandanna lýsi yfir loftslagsneyðarástandi Mary Robinson, fyrrverandi forseti Írlands, sagði það bæði sorglegt og táknrænt að kveðja jökulinn Ok í dag. 18. ágúst 2019 21:00