Gat ekki safnað styrkjum og veltir fyrir sér hvort um þöggun sé að ræða Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. ágúst 2019 08:46 Kristinn Sigurjónsson í dómsal í dag. vísir/vilhelm Kristinn Sigurjónsson, fyrrverandi lektor við Háskólann í Reykjavík, veltir fyrir sér hvort honum hafi vísvitandi verið gert ómögulegt að safna áheitum í Reykjavíkurmaraþoninu á laugardaginn. Kristinn skellti sér tíu kílómetra en ekki hefur verið hægt að heita á hann á heimasíðu hlaupsins þar sem hann birtist ekki á síðunni. Kristinn greinir frá ógöngum sínum á Facebook en hann ætlaði að hlaupa til styrktar Félagi um foreldrajafnrétti. Um 165 milljónir hafa safnast á síðunni Hlaupastyrkur.is en þar er ekki að finna nafn Kristins. „Ég vildi gjarnan halda áfram að styðja það félag sem Háskólinn í Reykjavík rak mig fyrir að styðja, þ.e.a.s Félag um Foreldrajafnrétti,“ segir Kristinn á Facebook-síðu sinni.Ekki hægt að heita á hann Eins og frægt er orðið var Kristni sagt upp störfum eftir að hafa látið þau orð falla í Facebook-hópnum Karlmennskan að konur eyðilegðu vinnustaðina því karlmenn eigi að „tala, hugsa og hegða sér eins og kerlingar, allt annað er áreiti“. Kristinn var afar ósáttur við uppsögnina og leitaði réttar síns fyrir dómstólum með Jón Steinar Gunnlaugsson sem lögmann sinn. Málið tapaðist í héraði en hann hefur áfrýjað því til Landsréttar. Kristinn segist hafa skráð sig í hlaupið klukkan 16:30 á fimmtudaginn. Þá hafi hann tekið fram að hann ætlaði að hlaupa fyrir Félag um foreldrajafnrétti. „Flagan var tékkuð þegar ég fór og kom þá upp mitt nafn. Nafnið mitt kemur svo aldrei upp þegar ég gái að því. Ég fékk sent sms um tímann frá þeim sem var 1:39:28. Ég var númer 9520, þrátt fyrir allt þetta þá er ég ekki skráður sem hlaupari og ekki hægt að heita á mig.“ Hann hafi sent tvo tölvupósta á skipuleggjendur vegna þessara vandræða. Þeim fyrri hafi verði svarað og viðkomandi starfsmaður borið fyrir sig álagi. Þeim seinni hafi ekki verið svarað.Konan ánægð „Ég velti því fyrir mér hvort þetta sé þöggun eins og málefnið hefur illilega rekist á, það má ekki ræða tálmanir og foreldrafyrringu.“ Kristinn tekur fram að hlaupið, eða gangan í hans tilfelli, hafi verið mjög skemmtileg. Hann hvetur alla til að hlaupa fyrir góð málefni. „...eins og gegn Foreldrafyrringu (og tálmunum) sem ekki má ræða í fjölmiðlum,“ segir Kristinn. Hann bætir við á léttari nótum að kona hans hafi verið ánægð með að hann gæti ekki lengur hlaupið á eftir stelpum. Það sjáist á tíma hans, en Kristinn var tæpar 100 mínútur með kílómetrana tíu.Uppfært klukkan 10:55Anna Lilja Sigurðardóttir, upplýsingafulltrúi ÍBR, segir að innsláttarvilla hafi orsakað það að síða Kristins birtist ekki. Hann hafi verið beðinn afsökunar og áheitasíðan sé nú komin í loftið. Nánar hér. Menningarnótt Reykjavík Reykjavíkurmaraþon Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Kristinn Sigurjónsson, fyrrverandi lektor við Háskólann í Reykjavík, veltir fyrir sér hvort honum hafi vísvitandi verið gert ómögulegt að safna áheitum í Reykjavíkurmaraþoninu á laugardaginn. Kristinn skellti sér tíu kílómetra en ekki hefur verið hægt að heita á hann á heimasíðu hlaupsins þar sem hann birtist ekki á síðunni. Kristinn greinir frá ógöngum sínum á Facebook en hann ætlaði að hlaupa til styrktar Félagi um foreldrajafnrétti. Um 165 milljónir hafa safnast á síðunni Hlaupastyrkur.is en þar er ekki að finna nafn Kristins. „Ég vildi gjarnan halda áfram að styðja það félag sem Háskólinn í Reykjavík rak mig fyrir að styðja, þ.e.a.s Félag um Foreldrajafnrétti,“ segir Kristinn á Facebook-síðu sinni.Ekki hægt að heita á hann Eins og frægt er orðið var Kristni sagt upp störfum eftir að hafa látið þau orð falla í Facebook-hópnum Karlmennskan að konur eyðilegðu vinnustaðina því karlmenn eigi að „tala, hugsa og hegða sér eins og kerlingar, allt annað er áreiti“. Kristinn var afar ósáttur við uppsögnina og leitaði réttar síns fyrir dómstólum með Jón Steinar Gunnlaugsson sem lögmann sinn. Málið tapaðist í héraði en hann hefur áfrýjað því til Landsréttar. Kristinn segist hafa skráð sig í hlaupið klukkan 16:30 á fimmtudaginn. Þá hafi hann tekið fram að hann ætlaði að hlaupa fyrir Félag um foreldrajafnrétti. „Flagan var tékkuð þegar ég fór og kom þá upp mitt nafn. Nafnið mitt kemur svo aldrei upp þegar ég gái að því. Ég fékk sent sms um tímann frá þeim sem var 1:39:28. Ég var númer 9520, þrátt fyrir allt þetta þá er ég ekki skráður sem hlaupari og ekki hægt að heita á mig.“ Hann hafi sent tvo tölvupósta á skipuleggjendur vegna þessara vandræða. Þeim fyrri hafi verði svarað og viðkomandi starfsmaður borið fyrir sig álagi. Þeim seinni hafi ekki verið svarað.Konan ánægð „Ég velti því fyrir mér hvort þetta sé þöggun eins og málefnið hefur illilega rekist á, það má ekki ræða tálmanir og foreldrafyrringu.“ Kristinn tekur fram að hlaupið, eða gangan í hans tilfelli, hafi verið mjög skemmtileg. Hann hvetur alla til að hlaupa fyrir góð málefni. „...eins og gegn Foreldrafyrringu (og tálmunum) sem ekki má ræða í fjölmiðlum,“ segir Kristinn. Hann bætir við á léttari nótum að kona hans hafi verið ánægð með að hann gæti ekki lengur hlaupið á eftir stelpum. Það sjáist á tíma hans, en Kristinn var tæpar 100 mínútur með kílómetrana tíu.Uppfært klukkan 10:55Anna Lilja Sigurðardóttir, upplýsingafulltrúi ÍBR, segir að innsláttarvilla hafi orsakað það að síða Kristins birtist ekki. Hann hafi verið beðinn afsökunar og áheitasíðan sé nú komin í loftið. Nánar hér.
Menningarnótt Reykjavík Reykjavíkurmaraþon Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira