Í vor var greint frá því að Truell hafi krafist þess að yfirvöld í Bretlandi skilgreini fyrirtækið Atlantic Superconnection sem erlendan raforkuframleiðanda og samþykki lagningu sæstrengs til Íslands. Skilgreiningin myndi gera fyrirtækinu kleift að selja raforku á niðurgreiddu verði og mun það vera stór þáttur í því að Truell geti fengið fjárfesta að verkefninu, sem kallast IceLink.
Sjá einnig: Breskur fjárfestir leitar á náðir ríkisins vegna sæstrengs til Íslands
Ífrétt Times sem birtist í gærer Truell sagður hafa fundað með embættismönnum í Bretlandi vegna málsins þar sem hann leitaði eftir fullvissu um að breska ríkið myndi tryggja slíka niðurgreiðslu. Í fréttinni kemur ekkert fram um hver afstaða breskra yfirvalda sé til verkefnisins.
Fyrrverandi ráðgjafi forsætisráðherra Bretlands
Í frétt Times kemur einnig fram að Truell hafi á árum áður verið ráðgjafi Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, þegar hinn síðarnefndi var borgarstjóri Lundúna.
Sjá einnig: „Átök hafa alltaf verið hluti af Sjálfstæðisflokknum“
Í því felst meðal annars lagning á um 1.600 kílómetra löngum sæstreng frá Bretlandi til Íslands og telur Truell að verkefnið geti skapað um 800 störf í Bretlandi.
Sæstrengsmál hafa mikið verið í umræðunni á Íslandi að undanförnu vegna þriðja orkupakkans svokallaða sem verður til umræðu á Alþingi í vikunni. Andstæðingar hans vilja meina að með samþykkt hans muni íslensk yfirvöld hafa minna um það að segja hvort hingað verði lagði sæstrengur eða ekki. Sérfræðingar hafa hins vegar bent á að ekkert sé í þriðja orkupakkanum sem feli í sér kvaðir um lagningu sæstrengs.
Sjá einnig: Segir fjarstæðukennt að halda því fram að höfðað verði skaðabótamál gegn íslenska ríkinu
Í haust var greint frá því að svissneskt fjárfestingafélag Truell, DC Renewable Energy AG, hefði keypti 12,7 prósent hlut í HS Orku. Kaupin gengu þó ekki í gegn þar sem Truell tókst ekki að ljúka fjármögnun vegna þeirra. Samlagshlutafélagið Jarðvarmi, sem er í eigu fjórtán lífeyrissjóða, keypti þess í stað hlutinn í apríl á þessu ári.