Þjónustuafgangur jókst þrátt fyrir fækkun ferðamanna Birgir Olgeirsson skrifar 26. ágúst 2019 15:06 Þróunina má rekja til þess að Íslendingar ferðast minna. vísir/ernir Þrátt fyrir verulegan samdrátt í komum erlendra ferðamanna á öðrum ársfjórðungi varð lítils háttar aukning í þjónustujöfnuði. Þessa þróun má meðal annars rekja til þess að ferðalög Íslendinga erlendis drógust einnig saman.Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans. Þar kemur fram að þjónustuútflutningur á öðrum fjórðungi ársins nam 116,1 milljarði króna og dróst hann saman um rúma 3,6 milljarða króna, eða 2,1%, á milli ára. Þjónustuinnflutningur nam hins vegar tæpum 114 milljörðum króna og dróst hann saman um 4,3 milljarða króna, eða 3,6%, á milli ára. Þjónustujöfnuður var því jákvæður um 52,1 milljarða króna sem er um 700 milljónum króna eða 1,4% meiri afgangur en á sama tíma í fyrra. Meiri afgangur nú skýrist af því að þjónustuinnflutningur dróst meira saman að krónutölu en þjónustuútflutningur. Að undanskildu síðasta ári er þetta minnsti afgangur af þjónustuviðskiptum á öðrum ársfjórðungi síðan árið 2014, en þá nam hann 32,3 milljörðum króna. Erlendum ferðamönnum fækkaði um 19,2% á öðrum fjórðungi borið saman við sama fjórðung í fyrra. Þetta er fyrsti ársfjórðungurinn þar sem Wow air nýtur ekki við en félagið fór í þrot í lok mars. Tekjur af farþegaflutningum drógust saman um 29% á öðrum fjórðungi sé miðað við fast gengi krónu og var það þriðji fjórðungurinn í röð sem samdráttur mælist í farþegaflutningum á þann mælikvarða. Langumsvifamesti innflutningur til landsins í formi þjónustu eru ferðalög Íslendinga erlendis. Þessi liður var 43% af heildarinnflutningi þjónustu á síðasta ári og hafði farið hækkandi árin þar á undan, en hlutfallið var t.d. 31% árið 2014. Ferðalög Íslendinga hafa aukist verulega á síðustu árum samfara auknum uppgangi hér á landi, lægra flugmiðaverði og styrkingu krónunnar sem hefur aukið kaupmátt Íslendinga erlendis. Ákveðin breyting varð á þessu á fyrsta fjórðungi þegar brottförum Íslendinga fækkaði um 8,5% miðað við sama tímabil í árið áður. Það var í fyrsta skiptið síðan á fyrsta ársfjórðungi 2014 sem brottfarir dragast saman. Fækkunin nú á öðrum ársfjórðungi nam 2,2%. Þessi fækkun brottfara hefur leitt til þess að vöxtur í innflutningi ferðalaga hefur minnkað í samanburði við vöxt síðustu missera. Vöxturinn í innflutningi ferðalaga nam 8,1% en sé vöxturinn settur á fast gengi krónu var hann neikvæður um 4,4%. Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Northvolt í þrot Viðskipti erlent Fleiri fréttir Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Sjá meira
Þrátt fyrir verulegan samdrátt í komum erlendra ferðamanna á öðrum ársfjórðungi varð lítils háttar aukning í þjónustujöfnuði. Þessa þróun má meðal annars rekja til þess að ferðalög Íslendinga erlendis drógust einnig saman.Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans. Þar kemur fram að þjónustuútflutningur á öðrum fjórðungi ársins nam 116,1 milljarði króna og dróst hann saman um rúma 3,6 milljarða króna, eða 2,1%, á milli ára. Þjónustuinnflutningur nam hins vegar tæpum 114 milljörðum króna og dróst hann saman um 4,3 milljarða króna, eða 3,6%, á milli ára. Þjónustujöfnuður var því jákvæður um 52,1 milljarða króna sem er um 700 milljónum króna eða 1,4% meiri afgangur en á sama tíma í fyrra. Meiri afgangur nú skýrist af því að þjónustuinnflutningur dróst meira saman að krónutölu en þjónustuútflutningur. Að undanskildu síðasta ári er þetta minnsti afgangur af þjónustuviðskiptum á öðrum ársfjórðungi síðan árið 2014, en þá nam hann 32,3 milljörðum króna. Erlendum ferðamönnum fækkaði um 19,2% á öðrum fjórðungi borið saman við sama fjórðung í fyrra. Þetta er fyrsti ársfjórðungurinn þar sem Wow air nýtur ekki við en félagið fór í þrot í lok mars. Tekjur af farþegaflutningum drógust saman um 29% á öðrum fjórðungi sé miðað við fast gengi krónu og var það þriðji fjórðungurinn í röð sem samdráttur mælist í farþegaflutningum á þann mælikvarða. Langumsvifamesti innflutningur til landsins í formi þjónustu eru ferðalög Íslendinga erlendis. Þessi liður var 43% af heildarinnflutningi þjónustu á síðasta ári og hafði farið hækkandi árin þar á undan, en hlutfallið var t.d. 31% árið 2014. Ferðalög Íslendinga hafa aukist verulega á síðustu árum samfara auknum uppgangi hér á landi, lægra flugmiðaverði og styrkingu krónunnar sem hefur aukið kaupmátt Íslendinga erlendis. Ákveðin breyting varð á þessu á fyrsta fjórðungi þegar brottförum Íslendinga fækkaði um 8,5% miðað við sama tímabil í árið áður. Það var í fyrsta skiptið síðan á fyrsta ársfjórðungi 2014 sem brottfarir dragast saman. Fækkunin nú á öðrum ársfjórðungi nam 2,2%. Þessi fækkun brottfara hefur leitt til þess að vöxtur í innflutningi ferðalaga hefur minnkað í samanburði við vöxt síðustu missera. Vöxturinn í innflutningi ferðalaga nam 8,1% en sé vöxturinn settur á fast gengi krónu var hann neikvæður um 4,4%.
Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Northvolt í þrot Viðskipti erlent Fleiri fréttir Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Sjá meira