Till ætlar nefnilega að berjast gegn Kelvin Gastelum í New York í nóvember. Bardagi sem mjög margir eru ánægðir með að sjá.
Till hefur verið í þyngdarflokki Gunnars Nelson, veltivigtinni, en þurft að skera mikið niður þar og mörgum hefur hreinlega fundist fáranlegt að hann hafi verið að berjast í þeim þyngdarflokki.
Nú er hann kominn í sinn rétt flokk, í bili að minnsta kosti, og verður gaman að fylgjast með Englendingnum þar.
Hann var rotaður í annarri lotu af Jorge Masvidal í London í mars og hefur nú tapað tveimur bardögum í röð. Hann hefur því ýmislegt að sanna á UFC 244 í New York.
Official! @DarrenTill2 movies up to middleweight to meet @KelvinGastelum at #UFC244! pic.twitter.com/bXVjfq0qjn
— UFC Europe (@UFCEurope) August 27, 2019