Lífið

Gissur mættur á Facebook

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Hljóðneminn fékk kveðjukoss frá Gissuri þegar hann kvaddi fréttastofuna á dögunum.
Hljóðneminn fékk kveðjukoss frá Gissuri þegar hann kvaddi fréttastofuna á dögunum. Vísir/Vilhelm
Segja má að síðasta vígið sé fallið hvað varðar Íslendinga og Facebook nú þegar Gissur Sigurðsson hefur skráð sig til leiks á samfélagsmiðilinn og tímaþjófinn.

„Nú er ég kominn á facebook gott fólk! Hlakka til að vera samferða ykkur,“ segir Gissur í ávarpi sínu á samfélagsmiðlinum.

Gissur kvaddi nýlega kollega sína á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar eftir áratuga starf. Rödd hans er ein sú þekktasta hér á landi en síðustu árin hljómaði hún á morgnana á Bylgjunni.

Vinum Gissurar á Facebook hefur fjölgað dag frá degi frá því hann mætti óvænt til leiks um liðna helgi og nálgast þeir nú 150. Hefur Gissur ekki sýnt samfélagsmiðlum mikinn áhuga hingað til en nú hefur heldur betur orðið breyting þar á.

Að neðan má heyra viðtal við Gissur Sigurðsson sem Heimir Karlsson tók við hann jólin 2018.


Tengdar fréttir

Gissur kvaddi hljóðnemann með kossi

Gissur Sigurðsson, fréttamaður á Bylgjunni, kvaddi kollega sína á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar á Suðurlandsbraut 10 í morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.