Körfubolti

Kobe: Ég ætti tólf hringi ef Shaq hefði haft vinnusemina mína

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kobe Bryant og Shaquille O'Neal fagna NBA titli saman vorið 2002.
Kobe Bryant og Shaquille O'Neal fagna NBA titli saman vorið 2002. Getty/Sporting News
Kobe Bryant og Shaquille O’Neal voru lykilmenn í sigursælu Lakers-liði í upphafi aldarinnar. Það fór allt í bál og brand á milli þeirra og þeir eru ennþá að karpa fimmtán árum síðar.

Upphafið að nýjum þrætumálum félaganna er viðtal við Kobe Bryant þar sem hann bæði hrósaði og gagnrýndi Shaquille O’Neal.

Kobe Bryant var þar að gagnrýna æfingasókn og vinnusemi Shaquille O’Neal. „Shaq hefði orðið besti leikmaður allra tíma og ég ætti tólf meistarahringi ef O’Neal hefði verið duglegri. Það hefði ekki einu sinni verið spurning,“ sagði Kobe Bryant á PHP Agency ráðstefnu í Las Vegas.





„Við settumst niður reglulega og ég skaut alltaf á hann: Ef þú væri værir ekki svona latur,“ sagði Kobe Bryant og Shaquille O’Neal hefur nú heyrt af þessu. Hann var fljótur að hendi inn sinni sýn á þetta.

„Við hefðum unnið tólf titla ef Kobe hefði sent boltann meira á mig ekki síst í lokaúrslitunum á móti Pistons. Þú færði ekki styttu af þér ef þú ert ekki duglegur,“ sagði Shaquille O’Neal.

Shaquille O’Neal og Kobe Bryant unnu þrjá NBA-titla í röð frá 2000 til 2002 og komust síðan aftur í lokaúrslitin 2004. Lakers tapaði þá óvænt á móti Detriot Pistons.

Shaquille O’Neal náði ekki samkomulagi við Lakers eftir 2003-04 tímabilið og honum var skipt til Miami Heat þar sem hann varð svo NBA-meistari með Dwyane Wade árið 2006. Shaw var þá kominn með fjóra hringi á móti þremur hjá Kobe.

Kobe Bryant bætti úr því með því að vinna NBA titilinn tvisvar til viðbótar með Los Angeles Lakers 2009 og 2010. Kobe vann því fimm meistaratitla á ferlinum á móti fjórum hjá Shaquille O’Neal.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×