Hin látna stjúpsystir árásarmannsins Gígja Hilmarsdóttir skrifar 11. ágúst 2019 17:39 Skotárásin á moskuna er rannsökuð sem mögulegt hryðjuverk. Skjáskot Maðurinn sem réðist inn í Al-Noor moskuna í bænum Bærum í Noregi í gær er grunaður um að hafa myrt sautján ára stjúpsystur sína áður en hann réðist inn í moskuna. Samkvæmt heimildum norska fréttamiðilsins VG var hin látna ættleidd frá Kína þegar hún var tveggja ára gömul. Hinn ákærði sem er tuttugu og eins árs Norðmaður og hin látna eiga ekki sömu foreldra en eru með sama lögheimili. Lögreglan í Noregi kallar hana stjúpsystur hans. Grunaði á einnig íbúð í Osló sem metin er á um þrjár milljónir norskra króna. Norska lögreglan hefur ekki gefið það út hvenær morðið átti sér stað en líkið fannst þegar vopnaðir lögreglumenn fóru að heimili mannsins í kjölfar árásarinnar á moskuna. Rétt fyrir árásina skrifaði ákærði vefpóst um að hann væri skipaður útsendari af Brenton Tarrant, sem varð fimmtíu manns að bana árásinni í Christchurch í Nýja Sjálandi í mars á þessu ári. Í vefpóstinum kom einnig fram hann að gerði ráð fyrir því að hann myndi deyja.Vinsæll og glaðlegur Á blaðamannafundi í dag sagði Rune Skjöld, lögreglustjóri í Osló, hinn grunaða aðhyllast öfga-hægriskoðanir og hafa andúð á innflytjendum. Hann er alinn upp í Bærum og hafa æskuvinir hans sagt í samtali við VG fréttastofuna hann vera vinsælan, glaðlegan og vel gefinn. Miklar breytingar kunna hafa verið á hegðun mannsins upp á síðkastið og á lögreglan að hafa haft afskipti af honum áður, fyrir hvað hefur ekki verið gefið út.Rannsaka andlegt ástanda mannsins Skjold, lögreglustjóri, sagði að grunaði hafi verið kunnugur lögreglu áður en ekki væri hægt að segja að hann hafi framið glæpi áður. Þá muni hann gangast undir geðrannsókn. Talið er að maðurinn hafi staðið einn að verki, hann hafi verið vopnaður tveimur byssum sem líktust haglabyssum sem og skammbyssu. „Hann braust inn í gegn um glerhurð og hleypti af byssuskotum,“ bætti Skjold við. Skotárásin á moskuna er rannsökuð sem mögulegt hryðjuverk. Noregur Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Sjá meira
Maðurinn sem réðist inn í Al-Noor moskuna í bænum Bærum í Noregi í gær er grunaður um að hafa myrt sautján ára stjúpsystur sína áður en hann réðist inn í moskuna. Samkvæmt heimildum norska fréttamiðilsins VG var hin látna ættleidd frá Kína þegar hún var tveggja ára gömul. Hinn ákærði sem er tuttugu og eins árs Norðmaður og hin látna eiga ekki sömu foreldra en eru með sama lögheimili. Lögreglan í Noregi kallar hana stjúpsystur hans. Grunaði á einnig íbúð í Osló sem metin er á um þrjár milljónir norskra króna. Norska lögreglan hefur ekki gefið það út hvenær morðið átti sér stað en líkið fannst þegar vopnaðir lögreglumenn fóru að heimili mannsins í kjölfar árásarinnar á moskuna. Rétt fyrir árásina skrifaði ákærði vefpóst um að hann væri skipaður útsendari af Brenton Tarrant, sem varð fimmtíu manns að bana árásinni í Christchurch í Nýja Sjálandi í mars á þessu ári. Í vefpóstinum kom einnig fram hann að gerði ráð fyrir því að hann myndi deyja.Vinsæll og glaðlegur Á blaðamannafundi í dag sagði Rune Skjöld, lögreglustjóri í Osló, hinn grunaða aðhyllast öfga-hægriskoðanir og hafa andúð á innflytjendum. Hann er alinn upp í Bærum og hafa æskuvinir hans sagt í samtali við VG fréttastofuna hann vera vinsælan, glaðlegan og vel gefinn. Miklar breytingar kunna hafa verið á hegðun mannsins upp á síðkastið og á lögreglan að hafa haft afskipti af honum áður, fyrir hvað hefur ekki verið gefið út.Rannsaka andlegt ástanda mannsins Skjold, lögreglustjóri, sagði að grunaði hafi verið kunnugur lögreglu áður en ekki væri hægt að segja að hann hafi framið glæpi áður. Þá muni hann gangast undir geðrannsókn. Talið er að maðurinn hafi staðið einn að verki, hann hafi verið vopnaður tveimur byssum sem líktust haglabyssum sem og skammbyssu. „Hann braust inn í gegn um glerhurð og hleypti af byssuskotum,“ bætti Skjold við. Skotárásin á moskuna er rannsökuð sem mögulegt hryðjuverk.
Noregur Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Sjá meira