Strunsaði brjálaður út úr Hallgrímskirkju vegna fána Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. ágúst 2019 00:01 Hinsegin dagar standa til laugardags þegar gleðigangan fer fram. Vísir/Vilhelm Ferðamaður frá Bandaríkjunum strunsaði út úr Hallgrímskirkju í dag. Ástæðan var sú að honum blöskraði fáni sem lá á kórtröppunum og blasti við söfnuði og öllum þeim sem komu í hlið himins, eins og það er orðað á heimasíðu Hallgrímskirkju. Fáninn sem um ræðir er regnbogafáninn sem sjá má víða í höfuðborginni sem og annars staðar á landinu í tilefni Hinsegin daga sem haldnir eru í tuttugasta skiptið í ár. Óhætt er að segja að fyrrnefndur ferðamaður sé enginn aðdáandi fánans. Eftir að hafa starað á fánann rauk hann út úr kirkjunni og fram í Guðbrandsstofu, í anddyri kirkjunnar. Þar var kirkjuvörður fyrir svörum. Gestur: „Afsakaðu, en er þetta regnbogafáni í kirkjunni?“ Kirkjuvörður: „Já, það er rétt.“ Gestur: „Af hverju ætti hann að vera í kirkju?“ Kirkjuvörður: „Af því að við teljum að kærleikur guðs nái til allra óháð kynhneigð þeirra eða uppruna.“ Gestur: „Jesús hefði aldrei tekið þetta í mál.“ Kirkjuvörður: „Jú, það hefði hann.“ Gestur: „Nei, það hefði hann ekki gert.“ Kirkjuvörður: „Jæja, við verðum að vera ósammála um það“ Gestur: „Þetta er ekki kristin kirkja. Þetta er til skammar!“ Fór svo að gesturinn strunsaði út úr kirkjunni. Á síðu Hallgrímskirkju á Facebook kemur fram að kirkjan standi með fjölbreytileika og litríki lífsins. Hinsegin dagar hófust í vikunni og ná hápunkti með gleðigöngu á laugardaginn. Hinsegin Reykjavík Þjóðkirkjan Hallgrímskirkja Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira
Ferðamaður frá Bandaríkjunum strunsaði út úr Hallgrímskirkju í dag. Ástæðan var sú að honum blöskraði fáni sem lá á kórtröppunum og blasti við söfnuði og öllum þeim sem komu í hlið himins, eins og það er orðað á heimasíðu Hallgrímskirkju. Fáninn sem um ræðir er regnbogafáninn sem sjá má víða í höfuðborginni sem og annars staðar á landinu í tilefni Hinsegin daga sem haldnir eru í tuttugasta skiptið í ár. Óhætt er að segja að fyrrnefndur ferðamaður sé enginn aðdáandi fánans. Eftir að hafa starað á fánann rauk hann út úr kirkjunni og fram í Guðbrandsstofu, í anddyri kirkjunnar. Þar var kirkjuvörður fyrir svörum. Gestur: „Afsakaðu, en er þetta regnbogafáni í kirkjunni?“ Kirkjuvörður: „Já, það er rétt.“ Gestur: „Af hverju ætti hann að vera í kirkju?“ Kirkjuvörður: „Af því að við teljum að kærleikur guðs nái til allra óháð kynhneigð þeirra eða uppruna.“ Gestur: „Jesús hefði aldrei tekið þetta í mál.“ Kirkjuvörður: „Jú, það hefði hann.“ Gestur: „Nei, það hefði hann ekki gert.“ Kirkjuvörður: „Jæja, við verðum að vera ósammála um það“ Gestur: „Þetta er ekki kristin kirkja. Þetta er til skammar!“ Fór svo að gesturinn strunsaði út úr kirkjunni. Á síðu Hallgrímskirkju á Facebook kemur fram að kirkjan standi með fjölbreytileika og litríki lífsins. Hinsegin dagar hófust í vikunni og ná hápunkti með gleðigöngu á laugardaginn.
Hinsegin Reykjavík Þjóðkirkjan Hallgrímskirkja Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira