Áhætta að útbúa íslenskt bókunarkerfi Ólöf Skaftadóttir skrifar 12. ágúst 2019 06:00 Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ráðherra ferðamála. Ráðherra ferðamála segir að vakin hafi verið athygli á möguleika á að setja upp séríslenskt bókunarkerfi til þess að losna undan hárri söluþóknun sem fyrirtæki í ferðaþjónustu greiða erlendum bókunarsíðum fyrir bókanir ferðamanna í gegnum síðurnar. Til dæmis er áætlað að söluþóknanir bókunarrisans Booking.com vegna sölu gistingar á Íslandi nemi að minnsta kosti fimm milljörðum á ári miðað við 15 prósenta þóknun af heildarkostnaði gistingar. Þórdís segir þó að því fylgi talsverð áhætta að ætla að markaðssetja slíkt bókunarkerfi með tilætluðum árangri. „Það getur verið þungbært fyrir lítil fyrirtæki að treysta á utanaðkomandi síður til að sinna bókunum fyrir sig á sama tíma og það getur verið ein mikilvægasta aðferð þeirra til að koma þjónustu sinni á framfæri gagnvart ferðamönnum og ákveðnum mörkuðum. Þegar skoðaður er rekstur fyrirtækja í greininni má sjá að mörg þeirra eru að greiða hátt hlutfall til þessa,“ útskýrir Þórdís og segir eðlilegast að ef uppsetning á íslenskri bókunarþjónustu kæmi til frekari skoðunar ættu Samtök ferðaþjónustunnar að leiða þá vinnu, þ.e. greinin sjálf. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að hugmyndum um stofnun slíks bókunarkerfis hafi verið velt upp í viðleitni til þess að minnka hversu háð íslensk fyrirtæki í greininni eru erlendum bókunarsíðum. Nauðsynlegt sé að leggjast í greiningu á því hvað stofnun slíks kerfis fæli í sér. „Ég held að þetta sé hægt. Hins vegar eru stóru bókunarsíðurnar eins og Booking.com með markaðsráðandi stöðu á heimsvísu. Það er verðugt umræðuefni að hve miklu leyti íslensk fyrirtæki í greininni væru til í að draga úr framboði á stóru síðunum og inn í svona kerfi. Ég held að þetta sé þess virði að skoða betur, en það er mörgum spurningum ósvarað.“Sjá einnig: Hótelstjórum stillt upp við vegg Ferðamálastofa sendi í júlí ábendingu til Samkeppniseftirlitsins um starfsemi Booking.com. Telur Ferðamálastofa álitamál hvort skilmálar fyrirtækisins standist samkeppnislög þar sem þeir feli mögulega í sér íþyngjandi skilyrði fyrir viðskiptavini þess og hindri þar með eðlilega samkeppni. Ferðamálastofa segir að margt bendi til þess að markaðshlutdeild Booking.com hafi náð yfir 50 prósentum á umræddum markaði og á þeirri forsendu sé líklegt að fyrirtækið teljist hafa markaðsráðandi stöðu hérlendis. Jóhannes segir samtal á milli Samtaka ferðaþjónustunnar og norrænna og evrópskra systursamtaka á hótel- og veitingamarkaði um ýmis atriði varðandi skilmála erlendu bókunarþjónustanna. „Sum þessara atriða hafa komið fyrir dómstóla en þau mál hafa ekki unnist. Okkar hlutverk er að tryggja hagsmuni fyrirtækjanna gagnvart þessari markaðsráðandi stöðu síðnanna. Þá er mikilvægt að vel sé fylgst með þeim reglum sem gilda innan EES og á Íslandi. Þetta eru miklir hagsmunir. Það og aðrar lausnir, eins og að búa til fleiri kanala þar sem hægt er að bóka til dæmis gistingu, þetta þarf allt að vinnast saman.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Hótelstjórum stillt upp við vegg Hótelstjórar eru mjög ósáttir við háar söluþóknanir bókunarsíðnanna Booking og Expedia. Þeir eru þó háðir þeim að miklu leyti. Framkvæmdastjóri SAF segir að séríslensk bókunarsíða hafi komið til tals. 8. ágúst 2019 06:15 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Fleiri fréttir Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Sjá meira
Ráðherra ferðamála segir að vakin hafi verið athygli á möguleika á að setja upp séríslenskt bókunarkerfi til þess að losna undan hárri söluþóknun sem fyrirtæki í ferðaþjónustu greiða erlendum bókunarsíðum fyrir bókanir ferðamanna í gegnum síðurnar. Til dæmis er áætlað að söluþóknanir bókunarrisans Booking.com vegna sölu gistingar á Íslandi nemi að minnsta kosti fimm milljörðum á ári miðað við 15 prósenta þóknun af heildarkostnaði gistingar. Þórdís segir þó að því fylgi talsverð áhætta að ætla að markaðssetja slíkt bókunarkerfi með tilætluðum árangri. „Það getur verið þungbært fyrir lítil fyrirtæki að treysta á utanaðkomandi síður til að sinna bókunum fyrir sig á sama tíma og það getur verið ein mikilvægasta aðferð þeirra til að koma þjónustu sinni á framfæri gagnvart ferðamönnum og ákveðnum mörkuðum. Þegar skoðaður er rekstur fyrirtækja í greininni má sjá að mörg þeirra eru að greiða hátt hlutfall til þessa,“ útskýrir Þórdís og segir eðlilegast að ef uppsetning á íslenskri bókunarþjónustu kæmi til frekari skoðunar ættu Samtök ferðaþjónustunnar að leiða þá vinnu, þ.e. greinin sjálf. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að hugmyndum um stofnun slíks bókunarkerfis hafi verið velt upp í viðleitni til þess að minnka hversu háð íslensk fyrirtæki í greininni eru erlendum bókunarsíðum. Nauðsynlegt sé að leggjast í greiningu á því hvað stofnun slíks kerfis fæli í sér. „Ég held að þetta sé hægt. Hins vegar eru stóru bókunarsíðurnar eins og Booking.com með markaðsráðandi stöðu á heimsvísu. Það er verðugt umræðuefni að hve miklu leyti íslensk fyrirtæki í greininni væru til í að draga úr framboði á stóru síðunum og inn í svona kerfi. Ég held að þetta sé þess virði að skoða betur, en það er mörgum spurningum ósvarað.“Sjá einnig: Hótelstjórum stillt upp við vegg Ferðamálastofa sendi í júlí ábendingu til Samkeppniseftirlitsins um starfsemi Booking.com. Telur Ferðamálastofa álitamál hvort skilmálar fyrirtækisins standist samkeppnislög þar sem þeir feli mögulega í sér íþyngjandi skilyrði fyrir viðskiptavini þess og hindri þar með eðlilega samkeppni. Ferðamálastofa segir að margt bendi til þess að markaðshlutdeild Booking.com hafi náð yfir 50 prósentum á umræddum markaði og á þeirri forsendu sé líklegt að fyrirtækið teljist hafa markaðsráðandi stöðu hérlendis. Jóhannes segir samtal á milli Samtaka ferðaþjónustunnar og norrænna og evrópskra systursamtaka á hótel- og veitingamarkaði um ýmis atriði varðandi skilmála erlendu bókunarþjónustanna. „Sum þessara atriða hafa komið fyrir dómstóla en þau mál hafa ekki unnist. Okkar hlutverk er að tryggja hagsmuni fyrirtækjanna gagnvart þessari markaðsráðandi stöðu síðnanna. Þá er mikilvægt að vel sé fylgst með þeim reglum sem gilda innan EES og á Íslandi. Þetta eru miklir hagsmunir. Það og aðrar lausnir, eins og að búa til fleiri kanala þar sem hægt er að bóka til dæmis gistingu, þetta þarf allt að vinnast saman.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Hótelstjórum stillt upp við vegg Hótelstjórar eru mjög ósáttir við háar söluþóknanir bókunarsíðnanna Booking og Expedia. Þeir eru þó háðir þeim að miklu leyti. Framkvæmdastjóri SAF segir að séríslensk bókunarsíða hafi komið til tals. 8. ágúst 2019 06:15 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Fleiri fréttir Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Sjá meira
Hótelstjórum stillt upp við vegg Hótelstjórar eru mjög ósáttir við háar söluþóknanir bókunarsíðnanna Booking og Expedia. Þeir eru þó háðir þeim að miklu leyti. Framkvæmdastjóri SAF segir að séríslensk bókunarsíða hafi komið til tals. 8. ágúst 2019 06:15