Telur svarta sauði á meðal Íslendinga sem útlendinga á hálendinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. ágúst 2019 14:30 Förin umtöluðu sem Tómas gerir að umfjöllunarefni sínu. Tómas Guðbjartsson Tómas Guðbjartsson hjartaskurðlæknir og náttúruunnandi vekur athygli á skemmdum á viðkvæmum gróðri og mosa á svokölluðum Skallahring sunnan af Landmannalaugum, austan við Laugaveginn. Tómas var á ferðinni á svæðinu og tók eftir skemmdum. Töluverður fréttaflutningur og umræða hefur verið um utanvegaakstur bíla á hálendi landsins undanfarnar vikur. Sem sé mikilvæg og hafi forvarnargildi. „Stundum vill þó gleymast að fjallahjól geta einnig valdið miklum skemmdum á viðkvæmri náttúru þegar hjólað er utan göngustíga.“Mælir ekki gegn fjallahjólum á hálendinu Undantekning á því sé fregnir af hjólförum eftir fjallahjól á Grænhrygg á dögunum. Tómas segir ástandið þar núna gott og engin för að sjá. „Annað var upp á teningnum á svæði sunnnan af Landmannalaugum - á svokölluðum Skallahring sem liggur austan við Laugaveginn. Þarna var fjöldi djúpra hjólfara langt utan göngustígsins sem er vel stikaður og greinilegur. Skemmdirnar eru augljósar og taka bæði til ógróinna mela og viðkvæms gróðurs og mosa.“ Tómas tekur fram að hann sé alls ekki að mælast gegn því að ferðast megi um friðlandið á fjallahjólum, enda eigi hann fjölda vina sem hjóli þar um og gæti vel að náttúrunni. „En það eru greinilega svartir sauðir innanum sem eru að stórskemma viðkvæm svæði. Þarna verður að opna umræðuna og sekta þá sem brjóta lögin - alveg eins og gert hefur verið með utanvegaakstur bifreiða. Sú umræða verður að taka til bæði útlendinga og Íslendinga, en því miður grunar mig að í þessu tilfelli sé ekki endilega hægt að skella skuldinni á erlenda ferðamenn.“ Ferðamennska á Íslandi Rangárþing ytra Umhverfismál Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Sjá meira
Tómas Guðbjartsson hjartaskurðlæknir og náttúruunnandi vekur athygli á skemmdum á viðkvæmum gróðri og mosa á svokölluðum Skallahring sunnan af Landmannalaugum, austan við Laugaveginn. Tómas var á ferðinni á svæðinu og tók eftir skemmdum. Töluverður fréttaflutningur og umræða hefur verið um utanvegaakstur bíla á hálendi landsins undanfarnar vikur. Sem sé mikilvæg og hafi forvarnargildi. „Stundum vill þó gleymast að fjallahjól geta einnig valdið miklum skemmdum á viðkvæmri náttúru þegar hjólað er utan göngustíga.“Mælir ekki gegn fjallahjólum á hálendinu Undantekning á því sé fregnir af hjólförum eftir fjallahjól á Grænhrygg á dögunum. Tómas segir ástandið þar núna gott og engin för að sjá. „Annað var upp á teningnum á svæði sunnnan af Landmannalaugum - á svokölluðum Skallahring sem liggur austan við Laugaveginn. Þarna var fjöldi djúpra hjólfara langt utan göngustígsins sem er vel stikaður og greinilegur. Skemmdirnar eru augljósar og taka bæði til ógróinna mela og viðkvæms gróðurs og mosa.“ Tómas tekur fram að hann sé alls ekki að mælast gegn því að ferðast megi um friðlandið á fjallahjólum, enda eigi hann fjölda vina sem hjóli þar um og gæti vel að náttúrunni. „En það eru greinilega svartir sauðir innanum sem eru að stórskemma viðkvæm svæði. Þarna verður að opna umræðuna og sekta þá sem brjóta lögin - alveg eins og gert hefur verið með utanvegaakstur bifreiða. Sú umræða verður að taka til bæði útlendinga og Íslendinga, en því miður grunar mig að í þessu tilfelli sé ekki endilega hægt að skella skuldinni á erlenda ferðamenn.“
Ferðamennska á Íslandi Rangárþing ytra Umhverfismál Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Sjá meira