Knattspyrnusamband Argentínu staðfesti í gær að fyrrum varnarmaðurinn væri látinn auk þess sem fyrrum samherji hans hjá Argentínu, Gabriel Batistuta, sendi samúðarkveðjur.
Brown gerði garðinn frægan með CB Estudiantes í heimalandinu og spilaði nærri 300 deildarleiki fyrir félagið en lék einnig með Deportivo Espanyol.
1986 World Cup winner and Final goalscorer Jose Luis Brown has passed away.
Rest in Peace campeón del mundo. pic.twitter.com/2x885hSv00
— FIFA World Cup (@FIFAWorldCup) August 13, 2019
Undir lok tímabilsins 1985/1986 var hann leystur undan samningi en var samt valinn í HM-hóp Mexíkó fyrir mótið í heimalandinu. Hann þakkaði heldur betur traustið síðar í mótinu.
Daniel Passarella, helsti varnarmaður liðsins, veiktist og gat ekki tekið þátt í mótinu og því var Brown hent inn. Hann skoraði svo fyrsta mark Argentínu í 3-2 sigri Argentínu á Vestur-Þýskalandi í úrslitaleiknum í Mexíkóborg.
Síðar í leiknum fór Brown úr axlarlið en neitaði að yfirgefa völlinn. Brown kláraði leikinn með verkinn í öxlinni og hjálpaði Argentínu að tryggja sér annan HM-titilinn sinn.

