Fékk grátandi Serenu Williams til að brosa í gegnum tárin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. ágúst 2019 12:30 Bianca Andreescu talar við Serenu Williams. Getty/Vaughn Ridley Kanadíska tenniskonan Bianca Andreescu vann úrslitaleik Rogers bikarsins í tennis en ekki á þann hátt sem hún óskaði. Þessi nítján ára stelpa var að keppa við tennisgoðsögnina Serena Williams en Williams gat ekki klárað leikinn. Serena varð að gefa leikinn vegna bakmeiðsla. Þetta var strax í fyrsta setti en staðan var orðin 3-1 fyrir Biöncu Andreescu. Þegar Bianca Andreescu frétti af vandræðum Serenu þá fór hún til hennar og úr varð mjög hjartnæm stund sem náðist á myndband.Serena Williams had to retire from her match against Bianca Andreescu. Andreescu made sure to show her respect pic.twitter.com/sXRM0CPX7Z — Yahoo Sports (@YahooSports) August 11, 2019Serena Williams var grátandi og algjörlega miður sín yfir því að þurfa að gefa úrslitaleikinn. Bianca Andreescu sýndi mikinn þroska og mikla virðingu fyrir þessum margfalda meistara þegar hún hughreysti hana á þessari erfiðu stundu. Andreescu var að vinna titil á heimavelli en gaf sér tíma með Williams í stað þess að fagna titlinum. Á endanum fékk hún Serenu Williams til að brosa í gegnum tárin. Andreescu fékk líka mikið hrós fyrir framgöngu sína. „Ég táraðist af því að hún fór að gráta. Ég veit hvernig henni líður því það er ömurlegt að meiðast,“ sagði Bianca Andreescu á blaðamannafundi.A back injury forced Serena Williams to retire from her Rogers Cup final against Bianca Andreescu. Andreescu didn't think twice about showing the ultimate display of sportsmanship. https://t.co/YgRmOrLAXK — USA TODAY Sports (@usatodaysports) August 11, 2019Serena Williams hrósaði henni líka fyrir framgönguna. „Ég var mjög leið og hún fékk mig til að líða mun betur. Það var mjög almennilegt af henni. Hún er frábær persónuleiki,“ sagði Serena Williams um Biöncu Andreescu. „Hún er aðeins nítján ára gömul. Hún lítur ekki út fyrir það að vera nítján ára miðað við hvað hún segir og hvernig hún spilar það er ekki að heyra á hennar orðum eða sjá á hennar hugarfari,“ sagði Serena.“I’m not a crier,” Serena Williams said, “but ... thank you all” https://t.co/39SZRelVgb — Post Sports (@PostSports) August 11, 2019 Tennis Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Fleiri fréttir Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum Bjarni með tólf og KA vann meistarana „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Mbappé og félagar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu „Þetta er gjörsamlega galið“ Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Draumadeildin staðið undir væntingum Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Sjá meira
Kanadíska tenniskonan Bianca Andreescu vann úrslitaleik Rogers bikarsins í tennis en ekki á þann hátt sem hún óskaði. Þessi nítján ára stelpa var að keppa við tennisgoðsögnina Serena Williams en Williams gat ekki klárað leikinn. Serena varð að gefa leikinn vegna bakmeiðsla. Þetta var strax í fyrsta setti en staðan var orðin 3-1 fyrir Biöncu Andreescu. Þegar Bianca Andreescu frétti af vandræðum Serenu þá fór hún til hennar og úr varð mjög hjartnæm stund sem náðist á myndband.Serena Williams had to retire from her match against Bianca Andreescu. Andreescu made sure to show her respect pic.twitter.com/sXRM0CPX7Z — Yahoo Sports (@YahooSports) August 11, 2019Serena Williams var grátandi og algjörlega miður sín yfir því að þurfa að gefa úrslitaleikinn. Bianca Andreescu sýndi mikinn þroska og mikla virðingu fyrir þessum margfalda meistara þegar hún hughreysti hana á þessari erfiðu stundu. Andreescu var að vinna titil á heimavelli en gaf sér tíma með Williams í stað þess að fagna titlinum. Á endanum fékk hún Serenu Williams til að brosa í gegnum tárin. Andreescu fékk líka mikið hrós fyrir framgöngu sína. „Ég táraðist af því að hún fór að gráta. Ég veit hvernig henni líður því það er ömurlegt að meiðast,“ sagði Bianca Andreescu á blaðamannafundi.A back injury forced Serena Williams to retire from her Rogers Cup final against Bianca Andreescu. Andreescu didn't think twice about showing the ultimate display of sportsmanship. https://t.co/YgRmOrLAXK — USA TODAY Sports (@usatodaysports) August 11, 2019Serena Williams hrósaði henni líka fyrir framgönguna. „Ég var mjög leið og hún fékk mig til að líða mun betur. Það var mjög almennilegt af henni. Hún er frábær persónuleiki,“ sagði Serena Williams um Biöncu Andreescu. „Hún er aðeins nítján ára gömul. Hún lítur ekki út fyrir það að vera nítján ára miðað við hvað hún segir og hvernig hún spilar það er ekki að heyra á hennar orðum eða sjá á hennar hugarfari,“ sagði Serena.“I’m not a crier,” Serena Williams said, “but ... thank you all” https://t.co/39SZRelVgb — Post Sports (@PostSports) August 11, 2019
Tennis Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Fleiri fréttir Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum Bjarni með tólf og KA vann meistarana „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Mbappé og félagar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu „Þetta er gjörsamlega galið“ Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Draumadeildin staðið undir væntingum Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Sjá meira