Fékk grátandi Serenu Williams til að brosa í gegnum tárin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. ágúst 2019 12:30 Bianca Andreescu talar við Serenu Williams. Getty/Vaughn Ridley Kanadíska tenniskonan Bianca Andreescu vann úrslitaleik Rogers bikarsins í tennis en ekki á þann hátt sem hún óskaði. Þessi nítján ára stelpa var að keppa við tennisgoðsögnina Serena Williams en Williams gat ekki klárað leikinn. Serena varð að gefa leikinn vegna bakmeiðsla. Þetta var strax í fyrsta setti en staðan var orðin 3-1 fyrir Biöncu Andreescu. Þegar Bianca Andreescu frétti af vandræðum Serenu þá fór hún til hennar og úr varð mjög hjartnæm stund sem náðist á myndband.Serena Williams had to retire from her match against Bianca Andreescu. Andreescu made sure to show her respect pic.twitter.com/sXRM0CPX7Z — Yahoo Sports (@YahooSports) August 11, 2019Serena Williams var grátandi og algjörlega miður sín yfir því að þurfa að gefa úrslitaleikinn. Bianca Andreescu sýndi mikinn þroska og mikla virðingu fyrir þessum margfalda meistara þegar hún hughreysti hana á þessari erfiðu stundu. Andreescu var að vinna titil á heimavelli en gaf sér tíma með Williams í stað þess að fagna titlinum. Á endanum fékk hún Serenu Williams til að brosa í gegnum tárin. Andreescu fékk líka mikið hrós fyrir framgöngu sína. „Ég táraðist af því að hún fór að gráta. Ég veit hvernig henni líður því það er ömurlegt að meiðast,“ sagði Bianca Andreescu á blaðamannafundi.A back injury forced Serena Williams to retire from her Rogers Cup final against Bianca Andreescu. Andreescu didn't think twice about showing the ultimate display of sportsmanship. https://t.co/YgRmOrLAXK — USA TODAY Sports (@usatodaysports) August 11, 2019Serena Williams hrósaði henni líka fyrir framgönguna. „Ég var mjög leið og hún fékk mig til að líða mun betur. Það var mjög almennilegt af henni. Hún er frábær persónuleiki,“ sagði Serena Williams um Biöncu Andreescu. „Hún er aðeins nítján ára gömul. Hún lítur ekki út fyrir það að vera nítján ára miðað við hvað hún segir og hvernig hún spilar það er ekki að heyra á hennar orðum eða sjá á hennar hugarfari,“ sagði Serena.“I’m not a crier,” Serena Williams said, “but ... thank you all” https://t.co/39SZRelVgb — Post Sports (@PostSports) August 11, 2019 Tennis Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Gerði nýjan NFL samning og fær frían bjór ævilangt Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Í beinni: Tottenham - Ipswich | Nýliðarnir reyna sig gegn liðinu sem skorar mest Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Whoopi Goldberg stofnar sjónvarpsstöð sem sýnir bara kvennaíþróttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Sjá meira
Kanadíska tenniskonan Bianca Andreescu vann úrslitaleik Rogers bikarsins í tennis en ekki á þann hátt sem hún óskaði. Þessi nítján ára stelpa var að keppa við tennisgoðsögnina Serena Williams en Williams gat ekki klárað leikinn. Serena varð að gefa leikinn vegna bakmeiðsla. Þetta var strax í fyrsta setti en staðan var orðin 3-1 fyrir Biöncu Andreescu. Þegar Bianca Andreescu frétti af vandræðum Serenu þá fór hún til hennar og úr varð mjög hjartnæm stund sem náðist á myndband.Serena Williams had to retire from her match against Bianca Andreescu. Andreescu made sure to show her respect pic.twitter.com/sXRM0CPX7Z — Yahoo Sports (@YahooSports) August 11, 2019Serena Williams var grátandi og algjörlega miður sín yfir því að þurfa að gefa úrslitaleikinn. Bianca Andreescu sýndi mikinn þroska og mikla virðingu fyrir þessum margfalda meistara þegar hún hughreysti hana á þessari erfiðu stundu. Andreescu var að vinna titil á heimavelli en gaf sér tíma með Williams í stað þess að fagna titlinum. Á endanum fékk hún Serenu Williams til að brosa í gegnum tárin. Andreescu fékk líka mikið hrós fyrir framgöngu sína. „Ég táraðist af því að hún fór að gráta. Ég veit hvernig henni líður því það er ömurlegt að meiðast,“ sagði Bianca Andreescu á blaðamannafundi.A back injury forced Serena Williams to retire from her Rogers Cup final against Bianca Andreescu. Andreescu didn't think twice about showing the ultimate display of sportsmanship. https://t.co/YgRmOrLAXK — USA TODAY Sports (@usatodaysports) August 11, 2019Serena Williams hrósaði henni líka fyrir framgönguna. „Ég var mjög leið og hún fékk mig til að líða mun betur. Það var mjög almennilegt af henni. Hún er frábær persónuleiki,“ sagði Serena Williams um Biöncu Andreescu. „Hún er aðeins nítján ára gömul. Hún lítur ekki út fyrir það að vera nítján ára miðað við hvað hún segir og hvernig hún spilar það er ekki að heyra á hennar orðum eða sjá á hennar hugarfari,“ sagði Serena.“I’m not a crier,” Serena Williams said, “but ... thank you all” https://t.co/39SZRelVgb — Post Sports (@PostSports) August 11, 2019
Tennis Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Gerði nýjan NFL samning og fær frían bjór ævilangt Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Í beinni: Tottenham - Ipswich | Nýliðarnir reyna sig gegn liðinu sem skorar mest Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Whoopi Goldberg stofnar sjónvarpsstöð sem sýnir bara kvennaíþróttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Sjá meira