Íslendingar ekki lengur meðal eigenda Tiger í Noregi Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. ágúst 2019 11:45 Vöruúrvalið í Flying Tiger Copenhagen, sem hét áður Tiger, er fjölbreytt. Getty/Jeff Greenberg Sænski fjárfestingasjóðurinn EQT hefur keypt allt hlutafé í TGR Norway, félaginu sem rekur smávöruverslanirnar Flying Tiger Copenhagen í Noregi. Félagið var áður í helmings eigu Zebra A/S og hins íslenska FM Framtak ehf en ekki fylgir sögunni hvað EQT greiddi þeim Finni Magnússyni og Ástu Henriksdóttur, eigendum Framtaks, fyrir hlut þeirra í TGR Norway. Frá þessu greinir norski viðskiptavefurinn E24 og setur í samhengi við rektrarvanda Flying Tiger Copenhagen þar í landi. Reksturinn á að hafa gengið vel fram til ársins 2017, sem endurspeglaðist meðal annars í opnun tuga nýrra verslana, en síðan hafi syrt í álinn. Tvö síðustu ársuppgjör beri með sér taprekstur upp á næstum 50 milljónir norskra króna, um 670 milljónir íslenskra króna, og skammtímaskuldir upp á næstum 100 milljónir norskra. Nú er svo komið að Flying Tiger Copenhagen mun þurfa að loka útibúum í Noregi til að bregðast við stöðunni. Hversu mörgum liggur þó ekki fyrir á þessari stundu. Auk þess verður hluta skulda breytt í hlutafé, sem leiðir m.a. til þess að hlutur fyrrnefnds Zebra A/S, sem er í meirihlutaeigu sænska sjóðsins EQT, mun aukast. Samhliða þessum vendingum ber ársreikningur TGR Norway með sér að EQT hafi keypt FM Framtak út úr rekstrinum. TGR Norway, og um leið verslanir Flying Tiger Copenhagen í Noregi, eru þannig algjörlega í eigu sænska sjóðsins. Að sögn E24 liggur hins vegar ekki fyrir hvað EQT greiddi fyrir hlut FM Framtaks. Ársreikningur íslenska félagsins, sem átti sem fyrr segir helmingshlut í TGR Norway, gefur til kynna að TGR hafi verið metið á rúmar 467 milljónir króna. Tap Framtaks á síðasta ári nam tæplega 354 milljónum króna, eftir næstum 18 milljón króna hagnað árið áður. Mestu munar þar um breytingar á afkomu af eignarhlutum í hlutdeildarfélögum, sem var jákvæð um rúmar 53 milljónir árið 2017 en neikvæð um 480 milljónir í fyrra. Skýrist það einkum af hlutdeild FM Framtaks í TGR. Samkvæmt efnahagsreikningi félagsins námu eignir þess 298 milljónum króna og bókfært eigið fé í lok ársins var neikvætt 67 milljónir. Tiger Ísland ehf., sem fer með rekstur fimm verslana Flying Tiger Copenhagen á Íslandi, er sem fyrr í 100% eigu Zebra A/S. Hagnaður Tiger Íslands árið 2018 eftir reiknaða skatta voru næstum 4 milljónir króna og hrein eign í árslok nam um 217 milljónum. Noregur Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Fleiri fréttir Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Sjá meira
Sænski fjárfestingasjóðurinn EQT hefur keypt allt hlutafé í TGR Norway, félaginu sem rekur smávöruverslanirnar Flying Tiger Copenhagen í Noregi. Félagið var áður í helmings eigu Zebra A/S og hins íslenska FM Framtak ehf en ekki fylgir sögunni hvað EQT greiddi þeim Finni Magnússyni og Ástu Henriksdóttur, eigendum Framtaks, fyrir hlut þeirra í TGR Norway. Frá þessu greinir norski viðskiptavefurinn E24 og setur í samhengi við rektrarvanda Flying Tiger Copenhagen þar í landi. Reksturinn á að hafa gengið vel fram til ársins 2017, sem endurspeglaðist meðal annars í opnun tuga nýrra verslana, en síðan hafi syrt í álinn. Tvö síðustu ársuppgjör beri með sér taprekstur upp á næstum 50 milljónir norskra króna, um 670 milljónir íslenskra króna, og skammtímaskuldir upp á næstum 100 milljónir norskra. Nú er svo komið að Flying Tiger Copenhagen mun þurfa að loka útibúum í Noregi til að bregðast við stöðunni. Hversu mörgum liggur þó ekki fyrir á þessari stundu. Auk þess verður hluta skulda breytt í hlutafé, sem leiðir m.a. til þess að hlutur fyrrnefnds Zebra A/S, sem er í meirihlutaeigu sænska sjóðsins EQT, mun aukast. Samhliða þessum vendingum ber ársreikningur TGR Norway með sér að EQT hafi keypt FM Framtak út úr rekstrinum. TGR Norway, og um leið verslanir Flying Tiger Copenhagen í Noregi, eru þannig algjörlega í eigu sænska sjóðsins. Að sögn E24 liggur hins vegar ekki fyrir hvað EQT greiddi fyrir hlut FM Framtaks. Ársreikningur íslenska félagsins, sem átti sem fyrr segir helmingshlut í TGR Norway, gefur til kynna að TGR hafi verið metið á rúmar 467 milljónir króna. Tap Framtaks á síðasta ári nam tæplega 354 milljónum króna, eftir næstum 18 milljón króna hagnað árið áður. Mestu munar þar um breytingar á afkomu af eignarhlutum í hlutdeildarfélögum, sem var jákvæð um rúmar 53 milljónir árið 2017 en neikvæð um 480 milljónir í fyrra. Skýrist það einkum af hlutdeild FM Framtaks í TGR. Samkvæmt efnahagsreikningi félagsins námu eignir þess 298 milljónum króna og bókfært eigið fé í lok ársins var neikvætt 67 milljónir. Tiger Ísland ehf., sem fer með rekstur fimm verslana Flying Tiger Copenhagen á Íslandi, er sem fyrr í 100% eigu Zebra A/S. Hagnaður Tiger Íslands árið 2018 eftir reiknaða skatta voru næstum 4 milljónir króna og hrein eign í árslok nam um 217 milljónum.
Noregur Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Fleiri fréttir Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Sjá meira