Vilja fækka sveitarfélögum um 40 á sjö árum Birgir Olgeirsson skrifar 13. ágúst 2019 16:31 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Vísir/Vilhelm Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur birt stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2019 til 2033 en þar er gert ráð fyrir að sveitarfélögum fækki um allt að 40 á sjö árum. Hefur áætlunin verið birt á Samráðsgáttinni og er óskað eftir umsögnum. Markmið áætlunarinnar er að auka sjálfbærni sveitarfélaganna og lýðræðislega starfsemi þeirra en það seinna lýtur að sjálfsstjórn sveitarfélaga og ábyrgð þeirra, meðal annars við að tryggja sem jöfnust réttindi og aðgengi íbúa að þjónustu. Í aðgerðaáætluninni eru lagðar til ellefu skilgreindar aðgerðir sem eiga að tryggja framgang markmiða áætlunarinnar.Fyrsta aðgerðin miðar að því að auka sjálfbærni sveitarfélaga og tryggja getu þeirra til að annast lögbundin verkefni. Sett er fram tillaga um að lágmarksíbúafjöldi verði 250 frá almennum sveitarstjórnarkosningum árið 2022, en 1.000 frá almennum sveitarstjórnarkosningum árið 2026. Sveitarfélög eru nú 72 talsins en 40, eða 55,6%, eru með færri en eitt þúsund íbúa. Þar búa hins vegar innan við 5% þjóðarinnar. Sjö fámennustu sveitarfélögin eru með íbúafjölda á bilinu 40–91 en það fjölmennasta, Reykjavíkurborg, er með tæplega 129 þúsund íbúa. Einvörðungu sjö sveitarfélög eru með fleiri en 10 þúsund íbúa. Meðalíbúafjöldi sveitarfélaga á Íslandi er 4.958 íbúar, en 3.214 íbúar ef Reykjavíkurborg er ekki talin með. Áhrifin af þessari tillögu yrðu því þau að frá og með árinu 2022 myndi sveitarfélögum fækka um allt að 14, en allt að 40 frá og með árinu 2026. Fjöldi sveitarfélaga gæti því farið niður í um 30 talsins. Til að koma þessari aðgerð í framkvæmd þarf að breyta sveitarstjórnarlögum þar sem ákvæði um lágmarksfjölda íbúa var fellt út úr sveitarstjórnarlögum árið 2011 en hafði verið í sveitarstjórnarlögum frá 1961. Þrátt fyrir þau sjónarmið að það sé andstætt stjórnarskrárbundnum sjálfstjórnarrétti sveitarfélaga að þvinga fram sameiningar án þess að bera tillögu þar að lútandi undir íbúa, sem m.a. komu fram í samráðsferlinu, telur starfshópurinn að fordæmið sýni að það sé viðurkennd leið að lögfesta lágmarksíbúafjölda. Það þarf hins vegar að ákveða með lögum frá Alþingi, sbr. 1. mgr. 78. gr. Stjórnarskrárinnar. Sveitarstjórnarmál Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Fleiri fréttir Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjá meira
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur birt stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2019 til 2033 en þar er gert ráð fyrir að sveitarfélögum fækki um allt að 40 á sjö árum. Hefur áætlunin verið birt á Samráðsgáttinni og er óskað eftir umsögnum. Markmið áætlunarinnar er að auka sjálfbærni sveitarfélaganna og lýðræðislega starfsemi þeirra en það seinna lýtur að sjálfsstjórn sveitarfélaga og ábyrgð þeirra, meðal annars við að tryggja sem jöfnust réttindi og aðgengi íbúa að þjónustu. Í aðgerðaáætluninni eru lagðar til ellefu skilgreindar aðgerðir sem eiga að tryggja framgang markmiða áætlunarinnar.Fyrsta aðgerðin miðar að því að auka sjálfbærni sveitarfélaga og tryggja getu þeirra til að annast lögbundin verkefni. Sett er fram tillaga um að lágmarksíbúafjöldi verði 250 frá almennum sveitarstjórnarkosningum árið 2022, en 1.000 frá almennum sveitarstjórnarkosningum árið 2026. Sveitarfélög eru nú 72 talsins en 40, eða 55,6%, eru með færri en eitt þúsund íbúa. Þar búa hins vegar innan við 5% þjóðarinnar. Sjö fámennustu sveitarfélögin eru með íbúafjölda á bilinu 40–91 en það fjölmennasta, Reykjavíkurborg, er með tæplega 129 þúsund íbúa. Einvörðungu sjö sveitarfélög eru með fleiri en 10 þúsund íbúa. Meðalíbúafjöldi sveitarfélaga á Íslandi er 4.958 íbúar, en 3.214 íbúar ef Reykjavíkurborg er ekki talin með. Áhrifin af þessari tillögu yrðu því þau að frá og með árinu 2022 myndi sveitarfélögum fækka um allt að 14, en allt að 40 frá og með árinu 2026. Fjöldi sveitarfélaga gæti því farið niður í um 30 talsins. Til að koma þessari aðgerð í framkvæmd þarf að breyta sveitarstjórnarlögum þar sem ákvæði um lágmarksfjölda íbúa var fellt út úr sveitarstjórnarlögum árið 2011 en hafði verið í sveitarstjórnarlögum frá 1961. Þrátt fyrir þau sjónarmið að það sé andstætt stjórnarskrárbundnum sjálfstjórnarrétti sveitarfélaga að þvinga fram sameiningar án þess að bera tillögu þar að lútandi undir íbúa, sem m.a. komu fram í samráðsferlinu, telur starfshópurinn að fordæmið sýni að það sé viðurkennd leið að lögfesta lágmarksíbúafjölda. Það þarf hins vegar að ákveða með lögum frá Alþingi, sbr. 1. mgr. 78. gr. Stjórnarskrárinnar.
Sveitarstjórnarmál Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Fleiri fréttir Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjá meira