Brúin yfir gjána Bjarni Snæbjörn Jónsson skrifar 13. ágúst 2019 17:16 Stefnumótun finnst flestum ánægjuleg athöfn, þeim sem þátt taka í slíku ferli. Horft er til framtíðar, bjartsýnisgleraugun sett upp og spennandi framtíðarsýn skilgreind þar sem áherslan er á tækifærin og möguleikana. Stefnan er síðan útfærð með tilliti til þess hvernig þessi tækifæri verða best nýtt. Allt mjög skemmtilegt.Þegar síðan kemur að því að framkvæma öll þau áhugaverðu plön sem stefnumótunin framkallar, kemur gjarnan annað hljóð í strokkinn. Þá er eins og myndist gjá á milli mótunar og framkvæmdar stefnu; eiginlega líkt og verður á milli draums og veruleika. Þegar að framkvæmdinni kemur, þurfa stjórnendur og starfsmenn að hverfa frá daglegu amstri í lengri og skemmri tíma, til þess að búa í haginn fyrir breytingar sem nauðsynlegar eru til þess að koma planinu í framkvæmd. Slíkar breytingar taka tíma og valda oft sársauka og spennu.Fleiri þurfa að koma að málum sem hægir á þannig að framkvæmdahlutinn verður stjórnendum og starfsfólki meiriháttar stressvaldur í ljósi þess að mörg áríðandi mál í daglegu amstri bíða úrlausnar. Enda hefur það sýnt sig æ ofan í æ, að það sem klikkar gjarnan í stefnumótun, er að byggja brúna á milli mótunar og innleiðingar stefnu.Á ráðstefnu sem haldin verður 23. september næstkomandi verður einmitt áherslan á innleiðingu á stefnu. Um hanamá lesa nánar á www.boldstrategysummit.comSérstaklega verður litið til þess hvaða grundvallarþýðingu hin svokallaða 4. iðnbylting hefur á vinnubrögð við mótun og innleiðingu stefnu. Ekki er vanþörf á, því þessum hlutum hefur verið gefinn alltof lítill gaumur í umræðunni. Oft var þörf en nú er klárlega nauðsyn í ljósi þess að hraðvirk og ekki síður sveigjanleg innleiðing stefnu í sífellt flóknara og breytilegra umhverfi muni skera úr um lifendur og dauða.Tapað fé vegna skorts á innleiðingu Einn fyrirlesaranna á ráðstefnunni verður fulltrúi Brightline Inititave, www.brightline.org sem sérhæfir sig í rannsóknum og umfjöllun á bestu aðferðum og nýjungum á sviði innleiðingar á stefnu. Brightline gerði nýverið könnun á árangri í innleiðingu á stefnu meðal 500 stjórnenda stórfyrirtækja víða um heim. Niðurstöður komu ekki á óvart. Meirihluti svarenda töldu viðvarandi vandamál að innleiða fyrirliggjandi stefnu með árangri. 59% viðurkenndu að innan fyrirtækis þeirra „kæmu oft upp vandræði þegar brúa þyrfti bilið á milli stefnumótunar og daglegra verkefna og breytinga sem henni fylgja og krefjast athygli stjórnenda og starfsmanna“. Raunar hefur það einnig verið rannsakað að á hverri mínútu fara að meðaltali til spillis 3 milljónir dollara vegna misheppnaðrar innleiðingar á stefnu. Lítum á nokkrar niðurstöður úr rannsókn Brightline og fleiri aðila sem hafa rannsakað þessi mál nýlega: • Aðeins um 11% fyrirtækja nýta formleg og stafræn stjórntæki til þess að fylgja eftir innleiðingu á stefnuverkefnum og þeim árangri sem þeim er ætlað að skila, á sama tíma og þau nota öll þesskonar stjórntæki til eftirlits fjárhagsáætlana. • 92% fyrirtækja vakta ekki með heildrænum hætti þá lykilárangursmælikvarða sem eru leiðandi um framtíðarárangur. Flest láta sér nægja fjárhagslega mælikvarða og þá mælikvarða aðra sem eru aðgengilegir hverju sinni. Eigi að síður telja 85% stjórnenda að árangursrík framkvæmd stefnu sé lykilatriði til þess að tryggja samkeppnishæfni fyrirtækja og 80% stjórnenda telja þörf fyrir betri aðferðir og stjórntæki til þess að fylgja eftir innleiðingu stefnu og tilheyrandi árangri. Athyglisvert! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Vinnumarkaður Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Stefnumótun finnst flestum ánægjuleg athöfn, þeim sem þátt taka í slíku ferli. Horft er til framtíðar, bjartsýnisgleraugun sett upp og spennandi framtíðarsýn skilgreind þar sem áherslan er á tækifærin og möguleikana. Stefnan er síðan útfærð með tilliti til þess hvernig þessi tækifæri verða best nýtt. Allt mjög skemmtilegt.Þegar síðan kemur að því að framkvæma öll þau áhugaverðu plön sem stefnumótunin framkallar, kemur gjarnan annað hljóð í strokkinn. Þá er eins og myndist gjá á milli mótunar og framkvæmdar stefnu; eiginlega líkt og verður á milli draums og veruleika. Þegar að framkvæmdinni kemur, þurfa stjórnendur og starfsmenn að hverfa frá daglegu amstri í lengri og skemmri tíma, til þess að búa í haginn fyrir breytingar sem nauðsynlegar eru til þess að koma planinu í framkvæmd. Slíkar breytingar taka tíma og valda oft sársauka og spennu.Fleiri þurfa að koma að málum sem hægir á þannig að framkvæmdahlutinn verður stjórnendum og starfsfólki meiriháttar stressvaldur í ljósi þess að mörg áríðandi mál í daglegu amstri bíða úrlausnar. Enda hefur það sýnt sig æ ofan í æ, að það sem klikkar gjarnan í stefnumótun, er að byggja brúna á milli mótunar og innleiðingar stefnu.Á ráðstefnu sem haldin verður 23. september næstkomandi verður einmitt áherslan á innleiðingu á stefnu. Um hanamá lesa nánar á www.boldstrategysummit.comSérstaklega verður litið til þess hvaða grundvallarþýðingu hin svokallaða 4. iðnbylting hefur á vinnubrögð við mótun og innleiðingu stefnu. Ekki er vanþörf á, því þessum hlutum hefur verið gefinn alltof lítill gaumur í umræðunni. Oft var þörf en nú er klárlega nauðsyn í ljósi þess að hraðvirk og ekki síður sveigjanleg innleiðing stefnu í sífellt flóknara og breytilegra umhverfi muni skera úr um lifendur og dauða.Tapað fé vegna skorts á innleiðingu Einn fyrirlesaranna á ráðstefnunni verður fulltrúi Brightline Inititave, www.brightline.org sem sérhæfir sig í rannsóknum og umfjöllun á bestu aðferðum og nýjungum á sviði innleiðingar á stefnu. Brightline gerði nýverið könnun á árangri í innleiðingu á stefnu meðal 500 stjórnenda stórfyrirtækja víða um heim. Niðurstöður komu ekki á óvart. Meirihluti svarenda töldu viðvarandi vandamál að innleiða fyrirliggjandi stefnu með árangri. 59% viðurkenndu að innan fyrirtækis þeirra „kæmu oft upp vandræði þegar brúa þyrfti bilið á milli stefnumótunar og daglegra verkefna og breytinga sem henni fylgja og krefjast athygli stjórnenda og starfsmanna“. Raunar hefur það einnig verið rannsakað að á hverri mínútu fara að meðaltali til spillis 3 milljónir dollara vegna misheppnaðrar innleiðingar á stefnu. Lítum á nokkrar niðurstöður úr rannsókn Brightline og fleiri aðila sem hafa rannsakað þessi mál nýlega: • Aðeins um 11% fyrirtækja nýta formleg og stafræn stjórntæki til þess að fylgja eftir innleiðingu á stefnuverkefnum og þeim árangri sem þeim er ætlað að skila, á sama tíma og þau nota öll þesskonar stjórntæki til eftirlits fjárhagsáætlana. • 92% fyrirtækja vakta ekki með heildrænum hætti þá lykilárangursmælikvarða sem eru leiðandi um framtíðarárangur. Flest láta sér nægja fjárhagslega mælikvarða og þá mælikvarða aðra sem eru aðgengilegir hverju sinni. Eigi að síður telja 85% stjórnenda að árangursrík framkvæmd stefnu sé lykilatriði til þess að tryggja samkeppnishæfni fyrirtækja og 80% stjórnenda telja þörf fyrir betri aðferðir og stjórntæki til þess að fylgja eftir innleiðingu stefnu og tilheyrandi árangri. Athyglisvert!
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar