Ueno kemst á lista Inc. eftir hraðan vöxt Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 14. ágúst 2019 09:00 HaraldurÞorleifsson stofnaði fyrirtækið einn síns liðs árið 2014. fréttablaðið/valli Tækni- og hönnunarfyrirtækið Ueno er á lista bandaríska tímaritsins Inc. yfir þau 5000 óskráðu fyrirtæki í Bandaríkjunum sem hafa vaxið hvað hraðast á síðustu árum. Þetta segir Haraldur Þorleifsson, stofnandi og eigandi Ueno, í samtali við Fréttablaðið. Listinn verður birtur í dag en Ueno er númer 1189 á listanum. Haraldur Þorleifsson stofnaði fyrirtækið einn síns lið í íbúð sinni í Reykjavík árið 2014. Fimm árum seinna eru fleiri en 60 starfsmenn og skrifstofur Ueno eru í San Francisco, New York, Los Angeles og Reykjavík. Haraldur segir að þetta hafi komið honum á óvart enda séu hafi fá fyrirtæki í sambærilegum rekstri komist á listann á síðasta ári. Spurður hvernig hafi gengið að glíma við svo hraðan vöxt segir Haraldur að vextinum hafi fylgt ýmsar áskoranir. „Það hefur verið mjög skemmtilegt en einnig krefjandi og það koma upp ýmis vandamál sem maður bjóst ekki við. Mörg þeirra eru frekar týpísk, til dæmis það að vinna með fólki og búa til eitthvað á stórum skala er öðruvísi en þegar maður er að vinna einn eins og þetta var í byrjun. Ég þurfti að fá mikið af hjálp frá góðu fólki til að átta mig á hvað þurfti að gera til að komast úr því sem við vorum í það sem við erum að verða,“ segir Haraldur. „Það er persónulega krefjandi að vera í stöðu þar sem maður þarf stanslaust að horfa inn á við og maður kemst að því að persónulegu vankantarnirnir margfaldast þegar maður er kominn á stærra svið.“ Haraldur segir að síðustu tvö ár hafi hann lagt mikla áherslu á tvo þætti; annars vegar vörumerkið og hins vegar vinnustaðarmenninguna. „Þetta eru í rauninni tvær hliðar á sama peningnum. Það þarf að skapa sterkt vörumerki til þess að fólk átti sig á því hver við erum og hvernig er að vinna með okkur. Síðan þarf kúltúrinn að geta stuðst við vöxtinn þannig að áframhaldandi vöxtur geti staðið undir sérn. Í byrjun er auðvelt að hafa stjórn á gæðunum en eftir því sem fyrirtækið vex tekur kúltúrinn við og þá er gæðastjórnunin erfiðari. Ef kúltúrinn er sterkur þá geturðu vaxið án þess að fórna gæðum.“ Haraldur segir að útlit sé fyrir að tekjur þessa árs nemi um 2,5 milljörðum króna og vaxi um 20 prósent frá fyrra ári. Það er hægari vöxtur en undanfarin ár en Haraldur segir að það sé nauðsynlegt að staldra við og skoða hvort að fyrirtækið sé rétt stillt til að fara í áframhaldandi vöxt. Á síðustu þremur mánuðum hefur Ueno bætt við sig nýjum stórum kúnnum á borð við Walmart, Visa, Twitter , Discovery og LA Philharmonic. Birtist í Fréttablaðinu Tækni Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Tækni- og hönnunarfyrirtækið Ueno er á lista bandaríska tímaritsins Inc. yfir þau 5000 óskráðu fyrirtæki í Bandaríkjunum sem hafa vaxið hvað hraðast á síðustu árum. Þetta segir Haraldur Þorleifsson, stofnandi og eigandi Ueno, í samtali við Fréttablaðið. Listinn verður birtur í dag en Ueno er númer 1189 á listanum. Haraldur Þorleifsson stofnaði fyrirtækið einn síns lið í íbúð sinni í Reykjavík árið 2014. Fimm árum seinna eru fleiri en 60 starfsmenn og skrifstofur Ueno eru í San Francisco, New York, Los Angeles og Reykjavík. Haraldur segir að þetta hafi komið honum á óvart enda séu hafi fá fyrirtæki í sambærilegum rekstri komist á listann á síðasta ári. Spurður hvernig hafi gengið að glíma við svo hraðan vöxt segir Haraldur að vextinum hafi fylgt ýmsar áskoranir. „Það hefur verið mjög skemmtilegt en einnig krefjandi og það koma upp ýmis vandamál sem maður bjóst ekki við. Mörg þeirra eru frekar týpísk, til dæmis það að vinna með fólki og búa til eitthvað á stórum skala er öðruvísi en þegar maður er að vinna einn eins og þetta var í byrjun. Ég þurfti að fá mikið af hjálp frá góðu fólki til að átta mig á hvað þurfti að gera til að komast úr því sem við vorum í það sem við erum að verða,“ segir Haraldur. „Það er persónulega krefjandi að vera í stöðu þar sem maður þarf stanslaust að horfa inn á við og maður kemst að því að persónulegu vankantarnirnir margfaldast þegar maður er kominn á stærra svið.“ Haraldur segir að síðustu tvö ár hafi hann lagt mikla áherslu á tvo þætti; annars vegar vörumerkið og hins vegar vinnustaðarmenninguna. „Þetta eru í rauninni tvær hliðar á sama peningnum. Það þarf að skapa sterkt vörumerki til þess að fólk átti sig á því hver við erum og hvernig er að vinna með okkur. Síðan þarf kúltúrinn að geta stuðst við vöxtinn þannig að áframhaldandi vöxtur geti staðið undir sérn. Í byrjun er auðvelt að hafa stjórn á gæðunum en eftir því sem fyrirtækið vex tekur kúltúrinn við og þá er gæðastjórnunin erfiðari. Ef kúltúrinn er sterkur þá geturðu vaxið án þess að fórna gæðum.“ Haraldur segir að útlit sé fyrir að tekjur þessa árs nemi um 2,5 milljörðum króna og vaxi um 20 prósent frá fyrra ári. Það er hægari vöxtur en undanfarin ár en Haraldur segir að það sé nauðsynlegt að staldra við og skoða hvort að fyrirtækið sé rétt stillt til að fara í áframhaldandi vöxt. Á síðustu þremur mánuðum hefur Ueno bætt við sig nýjum stórum kúnnum á borð við Walmart, Visa, Twitter , Discovery og LA Philharmonic.
Birtist í Fréttablaðinu Tækni Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira