Eignaðist draumabarnið með gjafasæði Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. ágúst 2019 10:33 Mæðginin, Sigga Lena og Hákon Orri. Stöð 2 Sigríður Lena Sigurbjarnadóttir, sem vakti athygli margra fyrir um tveimur árum síðan þegar hún kom fram í fjölmiðlum og talaði opinberlega um löngun sína til þess að eignast barn, hvort sem karlmaður væri í spilinu eða ekki, segist nú, tveimur árum síðar, hafa eignast draumabarnið. Sonur hennar, Hákon Orri, kom í heiminn fyrir tveimur mánuðum og var getinn með hjálp gjafasæðis. Í júlí 2017 var Sigríður, eða Sigga Lena eins og hún er oft kölluð, til viðtals í Íslandi í dag. Þar ræddi hún um drauminn um að eignast barn og sagðist ekki nenna að stressa sig á því að ná sér í mann. Barnið væri aðalatriðið. Hún var þá búin að ákveða að ef hún væri ekki búin að finna mann innan árs, myndi hún sjá um þessi mál ein, maðurinn kæmi bara seinna. Sindri Sindrason tók stöðuna hjá Siggu Lenu og Hákoni Orra í þætti gærkvöldsins og ræddu þau hverjar væntingar hennar voru, efasemdir og hugmyndir um ferlið en einnig hvernig ferlið var svo í raun og veru og hvort hún myndi fara þessa leið aftur. Einnig var viðtalið við Siggu Lenu frá því fyrir tveimur árum rifjað upp. „Ég fór í smá sjálfsskoðun og reyndi að átta mig á hvort að þetta væri eitthvað sem ég virkilega vildi, að vera ein með barn,“ segir Sigga Lena sem segist aldrei hafa verið efins um hvernig hún vildi haga sínum barnamálum. „Þetta var svona, ókei, jú. Ég ætla að gera þetta. Það tók svolítinn tíma að ákveða þetta alveg fullkomlega, hundrað prósent að þetta væri það sem ég ætlaði að gera. En ég sé ekki eftir því í dag.“ Sigga Lena fór í almenna skoðun hjá Livio til þess að athuga hvort allt væri í lagi og hvort hægt væri að halda út í ferlið. „Ég fékk þá niðurstöðu að ég væri með lítið af eggjum, svona miðað við hvað ég er gömul. Þau sögðu að ég ætti alveg að geta orðið ólétt þó að ég væri með fá egg. Þannig að ég bara prófaði þetta.“ Hálfu ári síðar tók Sigga Lena slaginn, prófaði eina uppsetningu og varð ólétt í fyrstu tilraun. Í viðtalinu sem sjá má hér að neðan talar Sigga Lena meðal annars um nafnavalið, hvernig hún valdi sæðisgjafa, hlutverk sitt sem einstæð móðir og viðhorf samfélagsins til ákvörðunar hennar, sem hún segir einkennast af stuðningi og gleði. Börn og uppeldi Ísland í dag Tímamót Tengdar fréttir Ætlar að eignast barn með gjafasæði: Fær að ráða hárlit, hæð, húðlit og menntun Ég er 32 ára og bý hérna ein í Árbænum, segir Sigríður Lena Sigurbjarnardóttir, flugfreyja, sem er einhleyp og langar í barn. Hún ætlar að öllum líkindum í tæknifrjóvgun með gjafasæði eftir um eitt ár. 19. september 2017 10:30 Íhugar að eignast barn með gjafasæði Sigríður Lena er 32 ára og barnlaus. Hún er ekki í sambandi en finnur fyrir löngun til að eignast börn. Hún íhugar að stofna fjölskyldu ein með því að þiggja gjafasæði og veit um konur í sömu pælingum. 20. júlí 2017 10:15 Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Kristján Guðmundsson látinn Lífið Sporðdreki (24.okt - 21.nóv) Menning Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira
Sigríður Lena Sigurbjarnadóttir, sem vakti athygli margra fyrir um tveimur árum síðan þegar hún kom fram í fjölmiðlum og talaði opinberlega um löngun sína til þess að eignast barn, hvort sem karlmaður væri í spilinu eða ekki, segist nú, tveimur árum síðar, hafa eignast draumabarnið. Sonur hennar, Hákon Orri, kom í heiminn fyrir tveimur mánuðum og var getinn með hjálp gjafasæðis. Í júlí 2017 var Sigríður, eða Sigga Lena eins og hún er oft kölluð, til viðtals í Íslandi í dag. Þar ræddi hún um drauminn um að eignast barn og sagðist ekki nenna að stressa sig á því að ná sér í mann. Barnið væri aðalatriðið. Hún var þá búin að ákveða að ef hún væri ekki búin að finna mann innan árs, myndi hún sjá um þessi mál ein, maðurinn kæmi bara seinna. Sindri Sindrason tók stöðuna hjá Siggu Lenu og Hákoni Orra í þætti gærkvöldsins og ræddu þau hverjar væntingar hennar voru, efasemdir og hugmyndir um ferlið en einnig hvernig ferlið var svo í raun og veru og hvort hún myndi fara þessa leið aftur. Einnig var viðtalið við Siggu Lenu frá því fyrir tveimur árum rifjað upp. „Ég fór í smá sjálfsskoðun og reyndi að átta mig á hvort að þetta væri eitthvað sem ég virkilega vildi, að vera ein með barn,“ segir Sigga Lena sem segist aldrei hafa verið efins um hvernig hún vildi haga sínum barnamálum. „Þetta var svona, ókei, jú. Ég ætla að gera þetta. Það tók svolítinn tíma að ákveða þetta alveg fullkomlega, hundrað prósent að þetta væri það sem ég ætlaði að gera. En ég sé ekki eftir því í dag.“ Sigga Lena fór í almenna skoðun hjá Livio til þess að athuga hvort allt væri í lagi og hvort hægt væri að halda út í ferlið. „Ég fékk þá niðurstöðu að ég væri með lítið af eggjum, svona miðað við hvað ég er gömul. Þau sögðu að ég ætti alveg að geta orðið ólétt þó að ég væri með fá egg. Þannig að ég bara prófaði þetta.“ Hálfu ári síðar tók Sigga Lena slaginn, prófaði eina uppsetningu og varð ólétt í fyrstu tilraun. Í viðtalinu sem sjá má hér að neðan talar Sigga Lena meðal annars um nafnavalið, hvernig hún valdi sæðisgjafa, hlutverk sitt sem einstæð móðir og viðhorf samfélagsins til ákvörðunar hennar, sem hún segir einkennast af stuðningi og gleði.
Börn og uppeldi Ísland í dag Tímamót Tengdar fréttir Ætlar að eignast barn með gjafasæði: Fær að ráða hárlit, hæð, húðlit og menntun Ég er 32 ára og bý hérna ein í Árbænum, segir Sigríður Lena Sigurbjarnardóttir, flugfreyja, sem er einhleyp og langar í barn. Hún ætlar að öllum líkindum í tæknifrjóvgun með gjafasæði eftir um eitt ár. 19. september 2017 10:30 Íhugar að eignast barn með gjafasæði Sigríður Lena er 32 ára og barnlaus. Hún er ekki í sambandi en finnur fyrir löngun til að eignast börn. Hún íhugar að stofna fjölskyldu ein með því að þiggja gjafasæði og veit um konur í sömu pælingum. 20. júlí 2017 10:15 Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Kristján Guðmundsson látinn Lífið Sporðdreki (24.okt - 21.nóv) Menning Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira
Ætlar að eignast barn með gjafasæði: Fær að ráða hárlit, hæð, húðlit og menntun Ég er 32 ára og bý hérna ein í Árbænum, segir Sigríður Lena Sigurbjarnardóttir, flugfreyja, sem er einhleyp og langar í barn. Hún ætlar að öllum líkindum í tæknifrjóvgun með gjafasæði eftir um eitt ár. 19. september 2017 10:30
Íhugar að eignast barn með gjafasæði Sigríður Lena er 32 ára og barnlaus. Hún er ekki í sambandi en finnur fyrir löngun til að eignast börn. Hún íhugar að stofna fjölskyldu ein með því að þiggja gjafasæði og veit um konur í sömu pælingum. 20. júlí 2017 10:15