Hvíta húsið staðfestir Íslandsför Mike Pence Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. ágúst 2019 00:42 Mike Pence er varaforseti Bandaríkjanna. AP/Mike Shulz Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, mun koma í opinbera heimsókn hingað til lands þann 4. september næstkomandi. Þetta kemur fram á vef Hvíta hússins.Íslenska utanríkisráðuneytið hefur að undanförnu unnið að komu varaforsetans hingað til lands, líkt og kom framí kvöldfréttum Stöðvar 2 á dögunum.Þá gat Guðlaugur Þór Þórðarsson, utanríkisráðherra, ekki staðfest að von væri á Pence en sagði að vonir stæðu til að heimsókn hans gæti orðið að veruleika, fyrr en síðar.Heimsókn Pence hingað til lands hefur nú verið staðfest af Hvíta húsinu og verður hún hluti af Evrópureisu varaforsetans, en hann mun einnig heimsækja Bretland og Írland.Á vef Hvíta hússins segir að í viðræðum sínum við íslenska ráðamenn muni hann leggja áherslu á mikilvægi Íslands þegar kemur að Norðurslóðamálum, leiðir til að stemma stigu við hernaðarumsvifum Rússa á svæðinu, sem og leiðir til að auka viðskipti og fjárfestingar á milli Íslands og Bandaríkjanna.Þetta rímar ágætlega við orð Guðlaugs Þórs um að aðalumræðuefni í heimsókn varaforsetans yrði samstarf á sviði efnahags- og viðskiptamála til að fylgja eftir því sem lagt var upp með í Íslandsheimsókn utanríkisráðherra Bandaríkjanna fyrr á árinu. Búast má við mótmælum vegna komu Pence hingað til lands enSamtökin 78' hafa sagt að þau muni ekki sitja þegjandiundir því komi Pence hingað til lands, vegna baráttu hans gegn hinsegin réttindum í Bandaríkjunum. Uppfært eftir að leiðrétting barst á upprunalegri fréttatilkynningu Hvíta hússins þar sem stóð að Pence kæmi til landsins þann 3. september. Bandaríkin Heimsókn Mike Pence Utanríkismál Tengdar fréttir Undirbúa heimsókn Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, til Íslands Verið er að undirbúa opinbera heimsókn Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, til Íslands. Þetta staðfestir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. 7. ágúst 2019 12:00 Ekki séns, Mike Pence Í fréttum undanfarið hefur farið töluvert fyrir fyrirhugaðri en þó óstaðfestri komu varaforseta Bandaríkjanna, Mike Pence, til Íslands. Lítið hefur þó verið fjallað um þá staðreynd að hann er mótfallinn sjálfsögðum mannréttindum hluta íslensku þjóðarinnar. 11. ágúst 2019 08:00 Segir komu Mike Pence til Íslands hreina og klára vanvirðingu Samtökin '78 munu ekki sitja undir því þegjandi verði Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, boðinn velkominn hingað til lands af stjórnvöldum. 12. ágúst 2019 14:30 Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Innlent Fleiri fréttir Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Sendu inn tilnefningu til manns ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Sjá meira
Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, mun koma í opinbera heimsókn hingað til lands þann 4. september næstkomandi. Þetta kemur fram á vef Hvíta hússins.Íslenska utanríkisráðuneytið hefur að undanförnu unnið að komu varaforsetans hingað til lands, líkt og kom framí kvöldfréttum Stöðvar 2 á dögunum.Þá gat Guðlaugur Þór Þórðarsson, utanríkisráðherra, ekki staðfest að von væri á Pence en sagði að vonir stæðu til að heimsókn hans gæti orðið að veruleika, fyrr en síðar.Heimsókn Pence hingað til lands hefur nú verið staðfest af Hvíta húsinu og verður hún hluti af Evrópureisu varaforsetans, en hann mun einnig heimsækja Bretland og Írland.Á vef Hvíta hússins segir að í viðræðum sínum við íslenska ráðamenn muni hann leggja áherslu á mikilvægi Íslands þegar kemur að Norðurslóðamálum, leiðir til að stemma stigu við hernaðarumsvifum Rússa á svæðinu, sem og leiðir til að auka viðskipti og fjárfestingar á milli Íslands og Bandaríkjanna.Þetta rímar ágætlega við orð Guðlaugs Þórs um að aðalumræðuefni í heimsókn varaforsetans yrði samstarf á sviði efnahags- og viðskiptamála til að fylgja eftir því sem lagt var upp með í Íslandsheimsókn utanríkisráðherra Bandaríkjanna fyrr á árinu. Búast má við mótmælum vegna komu Pence hingað til lands enSamtökin 78' hafa sagt að þau muni ekki sitja þegjandiundir því komi Pence hingað til lands, vegna baráttu hans gegn hinsegin réttindum í Bandaríkjunum. Uppfært eftir að leiðrétting barst á upprunalegri fréttatilkynningu Hvíta hússins þar sem stóð að Pence kæmi til landsins þann 3. september.
Bandaríkin Heimsókn Mike Pence Utanríkismál Tengdar fréttir Undirbúa heimsókn Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, til Íslands Verið er að undirbúa opinbera heimsókn Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, til Íslands. Þetta staðfestir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. 7. ágúst 2019 12:00 Ekki séns, Mike Pence Í fréttum undanfarið hefur farið töluvert fyrir fyrirhugaðri en þó óstaðfestri komu varaforseta Bandaríkjanna, Mike Pence, til Íslands. Lítið hefur þó verið fjallað um þá staðreynd að hann er mótfallinn sjálfsögðum mannréttindum hluta íslensku þjóðarinnar. 11. ágúst 2019 08:00 Segir komu Mike Pence til Íslands hreina og klára vanvirðingu Samtökin '78 munu ekki sitja undir því þegjandi verði Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, boðinn velkominn hingað til lands af stjórnvöldum. 12. ágúst 2019 14:30 Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Innlent Fleiri fréttir Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Sendu inn tilnefningu til manns ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Sjá meira
Undirbúa heimsókn Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, til Íslands Verið er að undirbúa opinbera heimsókn Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, til Íslands. Þetta staðfestir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. 7. ágúst 2019 12:00
Ekki séns, Mike Pence Í fréttum undanfarið hefur farið töluvert fyrir fyrirhugaðri en þó óstaðfestri komu varaforseta Bandaríkjanna, Mike Pence, til Íslands. Lítið hefur þó verið fjallað um þá staðreynd að hann er mótfallinn sjálfsögðum mannréttindum hluta íslensku þjóðarinnar. 11. ágúst 2019 08:00
Segir komu Mike Pence til Íslands hreina og klára vanvirðingu Samtökin '78 munu ekki sitja undir því þegjandi verði Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, boðinn velkominn hingað til lands af stjórnvöldum. 12. ágúst 2019 14:30