Hendum ekki afmælisafgöngum – verslunum verði skylt að gefa Ellen Calmon skrifar 15. ágúst 2019 07:00 Ég fór eitt sinn í fínt afmælisboð þar sem boðið var upp á grillaða hamborgara og kjúkling úr betri kjötverslunum bæjarins. Með þessu var tilheyrandi brauð, ferskt salat og annað grænmeti. Þegar ljóst var að gestirnir höfðu borðað nægju sína tók gestgjafinn sig til og hreinsaði af öllum matarbökkunum afgangana sem voru heilu hamborgarabuffin, kjúklingalundirnar og nýskorið salat. Hann henti þessu öllu beint í ruslið. Mér varð ómótt þegar ég varð vitni að þessu, en sagði ekkert, því ég hafði heyrt að hann borðaði ekki afganga. Þegar ég er með afmæli og sé að við fjölskyldan komumst ekki yfir afgangana áður en þeir úldna þá býð ég gjarnan gestum að taka mat með sér heim eða ég frysti þá eða kem þeim út í önnur hús. Ég reyni að henda ekki mat ef ég mögulega kemst hjá því. Ástæðuna ættu flest allir í upplýstu samfélagi að þekkja. Hún er umhverfisins vegna, almenn sóun, auk þess er illa farið með þá fjármuni sem hefur verið varið í matvælin. Nú hafa nokkrar verslanir tekið það upp að selja matvæli og aðra dagvöru á niðursettu verði ef hún er að nálgast síðasta söludag sem er mjög jákvætt. Þó vitum við enn um læsta sorpgáma á bak við verslanir fulla af nýtanlegum matvælum. Gætum við ekki gert verslunum skylt að reyna fyrst að gefa matvæli sem þær telja sig þurfa að henda áður en þau lenda í sorpgámunum? Þetta er hægt að gera með því að láta matvælin standa í körfum fyrir utan eða í anddyri verslananna eða með því að gefa þau til hjálparstofnana eða félagasamtaka. Því síðasti söludagur þýðir oftast að framleiðslufyrirtækið geti ekki ábyrgst ferskleika vörunnar lengur en dagsetningin gefur til kynna en ekki að varan sé úldin eða ónýtanleg. Hendum ekki afmælisafgöngum, gefum gestum með sér heim. Gefum vörur sem eru útrunnar. Ég er viss um að fjölmargir myndu nýta sér það, umhverfinu og pyngjunni til góðs. Höfundur er varaborgarfulltrúi og fulltrúi í framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Matur Umhverfismál Ellen Jacqueline Calmon Mest lesið Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Við lifum í skjóli hvers annars Dagný Hængsdóttir Köhler Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Sjá meira
Ég fór eitt sinn í fínt afmælisboð þar sem boðið var upp á grillaða hamborgara og kjúkling úr betri kjötverslunum bæjarins. Með þessu var tilheyrandi brauð, ferskt salat og annað grænmeti. Þegar ljóst var að gestirnir höfðu borðað nægju sína tók gestgjafinn sig til og hreinsaði af öllum matarbökkunum afgangana sem voru heilu hamborgarabuffin, kjúklingalundirnar og nýskorið salat. Hann henti þessu öllu beint í ruslið. Mér varð ómótt þegar ég varð vitni að þessu, en sagði ekkert, því ég hafði heyrt að hann borðaði ekki afganga. Þegar ég er með afmæli og sé að við fjölskyldan komumst ekki yfir afgangana áður en þeir úldna þá býð ég gjarnan gestum að taka mat með sér heim eða ég frysti þá eða kem þeim út í önnur hús. Ég reyni að henda ekki mat ef ég mögulega kemst hjá því. Ástæðuna ættu flest allir í upplýstu samfélagi að þekkja. Hún er umhverfisins vegna, almenn sóun, auk þess er illa farið með þá fjármuni sem hefur verið varið í matvælin. Nú hafa nokkrar verslanir tekið það upp að selja matvæli og aðra dagvöru á niðursettu verði ef hún er að nálgast síðasta söludag sem er mjög jákvætt. Þó vitum við enn um læsta sorpgáma á bak við verslanir fulla af nýtanlegum matvælum. Gætum við ekki gert verslunum skylt að reyna fyrst að gefa matvæli sem þær telja sig þurfa að henda áður en þau lenda í sorpgámunum? Þetta er hægt að gera með því að láta matvælin standa í körfum fyrir utan eða í anddyri verslananna eða með því að gefa þau til hjálparstofnana eða félagasamtaka. Því síðasti söludagur þýðir oftast að framleiðslufyrirtækið geti ekki ábyrgst ferskleika vörunnar lengur en dagsetningin gefur til kynna en ekki að varan sé úldin eða ónýtanleg. Hendum ekki afmælisafgöngum, gefum gestum með sér heim. Gefum vörur sem eru útrunnar. Ég er viss um að fjölmargir myndu nýta sér það, umhverfinu og pyngjunni til góðs. Höfundur er varaborgarfulltrúi og fulltrúi í framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar
Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir Skoðun
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar
Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir Skoðun