Gjaldskylda yfir nýja Ölfusárbrú Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. ágúst 2019 09:45 Svona gæti nyja brúin yfir Ölfusá litið út. Ráðgert er að ný brú yfir Ölfusá verði samvinnuverkefni ríkis og einkaaðila, í anda Hvalfjarðarganga. Því má vænta þess að það verði gjaldskylda við brúnna. Frá þessu greindi Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Greint hefur verið frá því að ný brú yfir Ölfusá verði stagbrú með sextíu metra háum turni. Áætlað er að hún muni létta á umferð á núverandi brú sem er orðinn rúmlega 70 ára gömul og farin að láta á sjá. Í samgönguáætlun fyrir árin 2019-2033 fellur framkvæmdin inn í „annað tímabilið,“ sem er frá árinu 2024 til 2028. Áætlaður kostnaður er um 5,5 milljarðar króna. Sigurður Ingi segir stjórnvöld nú leita leiða til að greiða fyrir margvíslegum samgöngubótum, en uppsöfnð fjárfestingaþörf í samgönguinnviðum er talin nema um 160 milljörðum króna. Fyrrnefnd samvinnuleið og gjaldtaka á stofnbrautum, vegtollar, séu meðal þeirra aðgerða sem litið sé til. Sjá einnig: Bæjarstjórar fagna „leið út úr óboðlegu ástandi“ Ráðherrann segir að fyrirhugað sé að frumvarp sem „heimili þessa hluti“ verði lagt fyrir Alþingi í haust, eftir að hafa verið í Samráðsgátt stjórnvalda undanfarna mánuði. Sigurður Ingi segir aukinheldur að nú sé rétti tíminn til að ráðast í innviðauppbyggingu. Sjaldan hafi verið hagstæðara að taka lán til að fjármagna framkvæmdirnar, auk þess sem farið er að hægja á í hagkerfinu og því kjörið að „auka framkvæmdastigið í landinu,“ eins og Sigurður kemst að orði. Samtök Atvinnulífsins birtu í gær ákall til stjórnvalda sem rímar við ummæli ráðherrans. Þar hvetja samtökin til þess að fleiri innviðafjárfestingar verði samvinnuverkefni ríkis og einkaaðila. Þrátt fyrir að stjórnvöld hyggist verja auknum fjármunum til samgönguframkvæmda á komandi árum dugi það skammt til að mæta uppsafnaðri áætlaðri þörf. „Reynsla Íslands af byggingu Hvalfjarðarganga og reynsla annarra þjóða af sambærilegum verkefnum sýnir að kostir samvinnuverkefna eru ótvíræðir,“ segir á vef SA. Árborg Bítið Samgöngur Vegtollar Ný Ölfusárbrú Tengdar fréttir Ný brú yfir Ölfusá fyrir fimm milljarða Ný brú yfir Ölfusá verður stagbrú með sextíu metra háum turni. Brúin mun létta á umferð á núverandi brú sem er orðinn rúmlega 70 ára gömul og farin að láta á sjá. 24. september 2017 22:45 Hugmyndafræði Hvalfjarðarganga gæti nýst í stórum vegaframkvæmdum Stjórnarformaður Spalar segir hugmyndafræðina á bak við fjármögnun Hvalfjarðarganga geti verið fyrirmynd til stórframkvæmda og nauðsynlegrar uppbyggingar á vegakerfinu eins og á Kjalarnesvegi sem kominn sé í ruslflokk. 26. júní 2018 10:30 Stjórnvöld geri ekki sömu mistökin og í síðustu niðursveiflu Samtök atvinnulífsins telja að nú séu kjöraðstæður til þess að stjórnvöld ráðist í uppbyggingu innviða. 16. ágúst 2019 06:00 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Ráðgert er að ný brú yfir Ölfusá verði samvinnuverkefni ríkis og einkaaðila, í anda Hvalfjarðarganga. Því má vænta þess að það verði gjaldskylda við brúnna. Frá þessu greindi Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Greint hefur verið frá því að ný brú yfir Ölfusá verði stagbrú með sextíu metra háum turni. Áætlað er að hún muni létta á umferð á núverandi brú sem er orðinn rúmlega 70 ára gömul og farin að láta á sjá. Í samgönguáætlun fyrir árin 2019-2033 fellur framkvæmdin inn í „annað tímabilið,“ sem er frá árinu 2024 til 2028. Áætlaður kostnaður er um 5,5 milljarðar króna. Sigurður Ingi segir stjórnvöld nú leita leiða til að greiða fyrir margvíslegum samgöngubótum, en uppsöfnð fjárfestingaþörf í samgönguinnviðum er talin nema um 160 milljörðum króna. Fyrrnefnd samvinnuleið og gjaldtaka á stofnbrautum, vegtollar, séu meðal þeirra aðgerða sem litið sé til. Sjá einnig: Bæjarstjórar fagna „leið út úr óboðlegu ástandi“ Ráðherrann segir að fyrirhugað sé að frumvarp sem „heimili þessa hluti“ verði lagt fyrir Alþingi í haust, eftir að hafa verið í Samráðsgátt stjórnvalda undanfarna mánuði. Sigurður Ingi segir aukinheldur að nú sé rétti tíminn til að ráðast í innviðauppbyggingu. Sjaldan hafi verið hagstæðara að taka lán til að fjármagna framkvæmdirnar, auk þess sem farið er að hægja á í hagkerfinu og því kjörið að „auka framkvæmdastigið í landinu,“ eins og Sigurður kemst að orði. Samtök Atvinnulífsins birtu í gær ákall til stjórnvalda sem rímar við ummæli ráðherrans. Þar hvetja samtökin til þess að fleiri innviðafjárfestingar verði samvinnuverkefni ríkis og einkaaðila. Þrátt fyrir að stjórnvöld hyggist verja auknum fjármunum til samgönguframkvæmda á komandi árum dugi það skammt til að mæta uppsafnaðri áætlaðri þörf. „Reynsla Íslands af byggingu Hvalfjarðarganga og reynsla annarra þjóða af sambærilegum verkefnum sýnir að kostir samvinnuverkefna eru ótvíræðir,“ segir á vef SA.
Árborg Bítið Samgöngur Vegtollar Ný Ölfusárbrú Tengdar fréttir Ný brú yfir Ölfusá fyrir fimm milljarða Ný brú yfir Ölfusá verður stagbrú með sextíu metra háum turni. Brúin mun létta á umferð á núverandi brú sem er orðinn rúmlega 70 ára gömul og farin að láta á sjá. 24. september 2017 22:45 Hugmyndafræði Hvalfjarðarganga gæti nýst í stórum vegaframkvæmdum Stjórnarformaður Spalar segir hugmyndafræðina á bak við fjármögnun Hvalfjarðarganga geti verið fyrirmynd til stórframkvæmda og nauðsynlegrar uppbyggingar á vegakerfinu eins og á Kjalarnesvegi sem kominn sé í ruslflokk. 26. júní 2018 10:30 Stjórnvöld geri ekki sömu mistökin og í síðustu niðursveiflu Samtök atvinnulífsins telja að nú séu kjöraðstæður til þess að stjórnvöld ráðist í uppbyggingu innviða. 16. ágúst 2019 06:00 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Ný brú yfir Ölfusá fyrir fimm milljarða Ný brú yfir Ölfusá verður stagbrú með sextíu metra háum turni. Brúin mun létta á umferð á núverandi brú sem er orðinn rúmlega 70 ára gömul og farin að láta á sjá. 24. september 2017 22:45
Hugmyndafræði Hvalfjarðarganga gæti nýst í stórum vegaframkvæmdum Stjórnarformaður Spalar segir hugmyndafræðina á bak við fjármögnun Hvalfjarðarganga geti verið fyrirmynd til stórframkvæmda og nauðsynlegrar uppbyggingar á vegakerfinu eins og á Kjalarnesvegi sem kominn sé í ruslflokk. 26. júní 2018 10:30
Stjórnvöld geri ekki sömu mistökin og í síðustu niðursveiflu Samtök atvinnulífsins telja að nú séu kjöraðstæður til þess að stjórnvöld ráðist í uppbyggingu innviða. 16. ágúst 2019 06:00