Gjaldskylda yfir nýja Ölfusárbrú Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. ágúst 2019 09:45 Svona gæti nyja brúin yfir Ölfusá litið út. Ráðgert er að ný brú yfir Ölfusá verði samvinnuverkefni ríkis og einkaaðila, í anda Hvalfjarðarganga. Því má vænta þess að það verði gjaldskylda við brúnna. Frá þessu greindi Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Greint hefur verið frá því að ný brú yfir Ölfusá verði stagbrú með sextíu metra háum turni. Áætlað er að hún muni létta á umferð á núverandi brú sem er orðinn rúmlega 70 ára gömul og farin að láta á sjá. Í samgönguáætlun fyrir árin 2019-2033 fellur framkvæmdin inn í „annað tímabilið,“ sem er frá árinu 2024 til 2028. Áætlaður kostnaður er um 5,5 milljarðar króna. Sigurður Ingi segir stjórnvöld nú leita leiða til að greiða fyrir margvíslegum samgöngubótum, en uppsöfnð fjárfestingaþörf í samgönguinnviðum er talin nema um 160 milljörðum króna. Fyrrnefnd samvinnuleið og gjaldtaka á stofnbrautum, vegtollar, séu meðal þeirra aðgerða sem litið sé til. Sjá einnig: Bæjarstjórar fagna „leið út úr óboðlegu ástandi“ Ráðherrann segir að fyrirhugað sé að frumvarp sem „heimili þessa hluti“ verði lagt fyrir Alþingi í haust, eftir að hafa verið í Samráðsgátt stjórnvalda undanfarna mánuði. Sigurður Ingi segir aukinheldur að nú sé rétti tíminn til að ráðast í innviðauppbyggingu. Sjaldan hafi verið hagstæðara að taka lán til að fjármagna framkvæmdirnar, auk þess sem farið er að hægja á í hagkerfinu og því kjörið að „auka framkvæmdastigið í landinu,“ eins og Sigurður kemst að orði. Samtök Atvinnulífsins birtu í gær ákall til stjórnvalda sem rímar við ummæli ráðherrans. Þar hvetja samtökin til þess að fleiri innviðafjárfestingar verði samvinnuverkefni ríkis og einkaaðila. Þrátt fyrir að stjórnvöld hyggist verja auknum fjármunum til samgönguframkvæmda á komandi árum dugi það skammt til að mæta uppsafnaðri áætlaðri þörf. „Reynsla Íslands af byggingu Hvalfjarðarganga og reynsla annarra þjóða af sambærilegum verkefnum sýnir að kostir samvinnuverkefna eru ótvíræðir,“ segir á vef SA. Árborg Bítið Samgöngur Vegtollar Ný Ölfusárbrú Tengdar fréttir Ný brú yfir Ölfusá fyrir fimm milljarða Ný brú yfir Ölfusá verður stagbrú með sextíu metra háum turni. Brúin mun létta á umferð á núverandi brú sem er orðinn rúmlega 70 ára gömul og farin að láta á sjá. 24. september 2017 22:45 Hugmyndafræði Hvalfjarðarganga gæti nýst í stórum vegaframkvæmdum Stjórnarformaður Spalar segir hugmyndafræðina á bak við fjármögnun Hvalfjarðarganga geti verið fyrirmynd til stórframkvæmda og nauðsynlegrar uppbyggingar á vegakerfinu eins og á Kjalarnesvegi sem kominn sé í ruslflokk. 26. júní 2018 10:30 Stjórnvöld geri ekki sömu mistökin og í síðustu niðursveiflu Samtök atvinnulífsins telja að nú séu kjöraðstæður til þess að stjórnvöld ráðist í uppbyggingu innviða. 16. ágúst 2019 06:00 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Sjá meira
Ráðgert er að ný brú yfir Ölfusá verði samvinnuverkefni ríkis og einkaaðila, í anda Hvalfjarðarganga. Því má vænta þess að það verði gjaldskylda við brúnna. Frá þessu greindi Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Greint hefur verið frá því að ný brú yfir Ölfusá verði stagbrú með sextíu metra háum turni. Áætlað er að hún muni létta á umferð á núverandi brú sem er orðinn rúmlega 70 ára gömul og farin að láta á sjá. Í samgönguáætlun fyrir árin 2019-2033 fellur framkvæmdin inn í „annað tímabilið,“ sem er frá árinu 2024 til 2028. Áætlaður kostnaður er um 5,5 milljarðar króna. Sigurður Ingi segir stjórnvöld nú leita leiða til að greiða fyrir margvíslegum samgöngubótum, en uppsöfnð fjárfestingaþörf í samgönguinnviðum er talin nema um 160 milljörðum króna. Fyrrnefnd samvinnuleið og gjaldtaka á stofnbrautum, vegtollar, séu meðal þeirra aðgerða sem litið sé til. Sjá einnig: Bæjarstjórar fagna „leið út úr óboðlegu ástandi“ Ráðherrann segir að fyrirhugað sé að frumvarp sem „heimili þessa hluti“ verði lagt fyrir Alþingi í haust, eftir að hafa verið í Samráðsgátt stjórnvalda undanfarna mánuði. Sigurður Ingi segir aukinheldur að nú sé rétti tíminn til að ráðast í innviðauppbyggingu. Sjaldan hafi verið hagstæðara að taka lán til að fjármagna framkvæmdirnar, auk þess sem farið er að hægja á í hagkerfinu og því kjörið að „auka framkvæmdastigið í landinu,“ eins og Sigurður kemst að orði. Samtök Atvinnulífsins birtu í gær ákall til stjórnvalda sem rímar við ummæli ráðherrans. Þar hvetja samtökin til þess að fleiri innviðafjárfestingar verði samvinnuverkefni ríkis og einkaaðila. Þrátt fyrir að stjórnvöld hyggist verja auknum fjármunum til samgönguframkvæmda á komandi árum dugi það skammt til að mæta uppsafnaðri áætlaðri þörf. „Reynsla Íslands af byggingu Hvalfjarðarganga og reynsla annarra þjóða af sambærilegum verkefnum sýnir að kostir samvinnuverkefna eru ótvíræðir,“ segir á vef SA.
Árborg Bítið Samgöngur Vegtollar Ný Ölfusárbrú Tengdar fréttir Ný brú yfir Ölfusá fyrir fimm milljarða Ný brú yfir Ölfusá verður stagbrú með sextíu metra háum turni. Brúin mun létta á umferð á núverandi brú sem er orðinn rúmlega 70 ára gömul og farin að láta á sjá. 24. september 2017 22:45 Hugmyndafræði Hvalfjarðarganga gæti nýst í stórum vegaframkvæmdum Stjórnarformaður Spalar segir hugmyndafræðina á bak við fjármögnun Hvalfjarðarganga geti verið fyrirmynd til stórframkvæmda og nauðsynlegrar uppbyggingar á vegakerfinu eins og á Kjalarnesvegi sem kominn sé í ruslflokk. 26. júní 2018 10:30 Stjórnvöld geri ekki sömu mistökin og í síðustu niðursveiflu Samtök atvinnulífsins telja að nú séu kjöraðstæður til þess að stjórnvöld ráðist í uppbyggingu innviða. 16. ágúst 2019 06:00 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Sjá meira
Ný brú yfir Ölfusá fyrir fimm milljarða Ný brú yfir Ölfusá verður stagbrú með sextíu metra háum turni. Brúin mun létta á umferð á núverandi brú sem er orðinn rúmlega 70 ára gömul og farin að láta á sjá. 24. september 2017 22:45
Hugmyndafræði Hvalfjarðarganga gæti nýst í stórum vegaframkvæmdum Stjórnarformaður Spalar segir hugmyndafræðina á bak við fjármögnun Hvalfjarðarganga geti verið fyrirmynd til stórframkvæmda og nauðsynlegrar uppbyggingar á vegakerfinu eins og á Kjalarnesvegi sem kominn sé í ruslflokk. 26. júní 2018 10:30
Stjórnvöld geri ekki sömu mistökin og í síðustu niðursveiflu Samtök atvinnulífsins telja að nú séu kjöraðstæður til þess að stjórnvöld ráðist í uppbyggingu innviða. 16. ágúst 2019 06:00