Segir framkomu dómara við kjörna fulltrúa umhugsunarefni Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 16. ágúst 2019 21:00 Upp úr sauð á fundi utanríkismálanefndar Alþingis í dag þegar Arnar Þór Jónsson héraðsdómari kom fyrir nefndina til að ræða þriðja orkupakkann. Þingmaður Vinstri grænna segir umhugsunarvert hvernig dómarinn hafi komið fram við þingnefndina en með orðum sínum hafi hann lýst miklu vantrausti á löggjafarþingið. Arnar Þór hefur lýst verulegum efasemdum um orkupakkann. „Það er lögfræðileg óvissa uppi og þess vegna er það ábyrgðarhlutur núna og boltinn er hjá þinginu, að stýra þessu þannig að enginn skaði verði á íslenskum þjóðarhagsmunum,“ segir Arnar Þór. „Ég get ekki sagt að ég hafi fengið mikinn meðbyr inni á þessum fundi, það var þannig að það stóðu fremur öll spjót á mér.“ Á fundinum í morgun dreifði hann minnisblaði til nefndarmanna þar sem hann segir meðal annars að „það [megi] teljast lágmarkskrafa, út frá sjónarmiðum um réttaröryggi borgaranna og fyrirsjáanleika í lögum og lagaframkvæmd, að lögin séu grundvölluð á staðreyndum en ekki heimatilbúnum kenningum, spádómum eða óskhyggju.“ Að hans mati brjóti innleiðing þriðja orkupakkans alvarlega gegn þessum undirstöðum íslensks réttar. Rósu Björk Brynjólfsdóttur, þingmanni Vinstri grænna og varaformanns utanríkismálanefndar, stendur ekki á sama um þessi orð Arnars Þórs. „Mér finnst það vera verulegt umhugsunarefni, með fullri virðingu fyrir tjáningarfrelsi allra í þessu landi, að dómari við héraðsdóm lýsi yfir þvílíku vantrausti á löggjafarþingi Íslands og okkur sem kjörnum fulltrúum, eins og hann gerði í minnisblaði sem hann dreifði hér á opnum fundi fyrir fjölmiðlum. Arnar Þór Jónsson héraðsdómariVísir/ÞÞSkúli Magnússon héraðsdómari og sérfræðingur í orkurétti var einnig meðal gesta sem komu fyrir nefndina í dag en hann segir umræðuna um hugsanlega lagningu sæstrengs vera á algjörum villigötum. „Það er verið að spá í bolla um að eitthvað kunni að gerast og eitthvað kunni að þróast með ákveðnum hætti. Og þá er jafnframt ekki tekið með inn í reikninginn að ef þetta þróast á versta veg getum við sagt, þá er Ísland náttúrlega með úrræði til að bregðast við því. Og hér mun það aldrei gerast að einhver evrópsk stofnun geti bara gefið hér út eitthvað leyfi og menn séu byrjaðir að leggja sæstreng daginn eftir,“ segir Skúli. Alþingi Dómstólar Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir „EES-samningurinn er til fyrir Íslendinga“ Arnar Þór Jónsson héraðsdómari segir að Alþingi ætti að hafna þingsályktunartillögu um innleiðingu þriðja orkupakkans þegar það kemur saman í ágúst. Þá segir hann að íslensk stjórnvöld verði að gæta hagsmuna Íslendinga betur við upptöku gerða í EES-samninginn. 29. júlí 2019 18:30 „Það stóðu öll spjót á mér“ Til harðra orðaskipta kom á fundi utanríkismálanefndar í morgun þegar Arnar Þór Jónsson héraðsdómari kom fyrir nefndina. Fundurinn var opinn fjölmiðlum en ekki var streymt frá honum á vef Alþingis og hljóð- og myndbandsupptökur ekki leyfðar. 16. ágúst 2019 14:57 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira
Upp úr sauð á fundi utanríkismálanefndar Alþingis í dag þegar Arnar Þór Jónsson héraðsdómari kom fyrir nefndina til að ræða þriðja orkupakkann. Þingmaður Vinstri grænna segir umhugsunarvert hvernig dómarinn hafi komið fram við þingnefndina en með orðum sínum hafi hann lýst miklu vantrausti á löggjafarþingið. Arnar Þór hefur lýst verulegum efasemdum um orkupakkann. „Það er lögfræðileg óvissa uppi og þess vegna er það ábyrgðarhlutur núna og boltinn er hjá þinginu, að stýra þessu þannig að enginn skaði verði á íslenskum þjóðarhagsmunum,“ segir Arnar Þór. „Ég get ekki sagt að ég hafi fengið mikinn meðbyr inni á þessum fundi, það var þannig að það stóðu fremur öll spjót á mér.“ Á fundinum í morgun dreifði hann minnisblaði til nefndarmanna þar sem hann segir meðal annars að „það [megi] teljast lágmarkskrafa, út frá sjónarmiðum um réttaröryggi borgaranna og fyrirsjáanleika í lögum og lagaframkvæmd, að lögin séu grundvölluð á staðreyndum en ekki heimatilbúnum kenningum, spádómum eða óskhyggju.“ Að hans mati brjóti innleiðing þriðja orkupakkans alvarlega gegn þessum undirstöðum íslensks réttar. Rósu Björk Brynjólfsdóttur, þingmanni Vinstri grænna og varaformanns utanríkismálanefndar, stendur ekki á sama um þessi orð Arnars Þórs. „Mér finnst það vera verulegt umhugsunarefni, með fullri virðingu fyrir tjáningarfrelsi allra í þessu landi, að dómari við héraðsdóm lýsi yfir þvílíku vantrausti á löggjafarþingi Íslands og okkur sem kjörnum fulltrúum, eins og hann gerði í minnisblaði sem hann dreifði hér á opnum fundi fyrir fjölmiðlum. Arnar Þór Jónsson héraðsdómariVísir/ÞÞSkúli Magnússon héraðsdómari og sérfræðingur í orkurétti var einnig meðal gesta sem komu fyrir nefndina í dag en hann segir umræðuna um hugsanlega lagningu sæstrengs vera á algjörum villigötum. „Það er verið að spá í bolla um að eitthvað kunni að gerast og eitthvað kunni að þróast með ákveðnum hætti. Og þá er jafnframt ekki tekið með inn í reikninginn að ef þetta þróast á versta veg getum við sagt, þá er Ísland náttúrlega með úrræði til að bregðast við því. Og hér mun það aldrei gerast að einhver evrópsk stofnun geti bara gefið hér út eitthvað leyfi og menn séu byrjaðir að leggja sæstreng daginn eftir,“ segir Skúli.
Alþingi Dómstólar Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir „EES-samningurinn er til fyrir Íslendinga“ Arnar Þór Jónsson héraðsdómari segir að Alþingi ætti að hafna þingsályktunartillögu um innleiðingu þriðja orkupakkans þegar það kemur saman í ágúst. Þá segir hann að íslensk stjórnvöld verði að gæta hagsmuna Íslendinga betur við upptöku gerða í EES-samninginn. 29. júlí 2019 18:30 „Það stóðu öll spjót á mér“ Til harðra orðaskipta kom á fundi utanríkismálanefndar í morgun þegar Arnar Þór Jónsson héraðsdómari kom fyrir nefndina. Fundurinn var opinn fjölmiðlum en ekki var streymt frá honum á vef Alþingis og hljóð- og myndbandsupptökur ekki leyfðar. 16. ágúst 2019 14:57 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira
„EES-samningurinn er til fyrir Íslendinga“ Arnar Þór Jónsson héraðsdómari segir að Alþingi ætti að hafna þingsályktunartillögu um innleiðingu þriðja orkupakkans þegar það kemur saman í ágúst. Þá segir hann að íslensk stjórnvöld verði að gæta hagsmuna Íslendinga betur við upptöku gerða í EES-samninginn. 29. júlí 2019 18:30
„Það stóðu öll spjót á mér“ Til harðra orðaskipta kom á fundi utanríkismálanefndar í morgun þegar Arnar Þór Jónsson héraðsdómari kom fyrir nefndina. Fundurinn var opinn fjölmiðlum en ekki var streymt frá honum á vef Alþingis og hljóð- og myndbandsupptökur ekki leyfðar. 16. ágúst 2019 14:57