Segir framkomu dómara við kjörna fulltrúa umhugsunarefni Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 16. ágúst 2019 21:00 Upp úr sauð á fundi utanríkismálanefndar Alþingis í dag þegar Arnar Þór Jónsson héraðsdómari kom fyrir nefndina til að ræða þriðja orkupakkann. Þingmaður Vinstri grænna segir umhugsunarvert hvernig dómarinn hafi komið fram við þingnefndina en með orðum sínum hafi hann lýst miklu vantrausti á löggjafarþingið. Arnar Þór hefur lýst verulegum efasemdum um orkupakkann. „Það er lögfræðileg óvissa uppi og þess vegna er það ábyrgðarhlutur núna og boltinn er hjá þinginu, að stýra þessu þannig að enginn skaði verði á íslenskum þjóðarhagsmunum,“ segir Arnar Þór. „Ég get ekki sagt að ég hafi fengið mikinn meðbyr inni á þessum fundi, það var þannig að það stóðu fremur öll spjót á mér.“ Á fundinum í morgun dreifði hann minnisblaði til nefndarmanna þar sem hann segir meðal annars að „það [megi] teljast lágmarkskrafa, út frá sjónarmiðum um réttaröryggi borgaranna og fyrirsjáanleika í lögum og lagaframkvæmd, að lögin séu grundvölluð á staðreyndum en ekki heimatilbúnum kenningum, spádómum eða óskhyggju.“ Að hans mati brjóti innleiðing þriðja orkupakkans alvarlega gegn þessum undirstöðum íslensks réttar. Rósu Björk Brynjólfsdóttur, þingmanni Vinstri grænna og varaformanns utanríkismálanefndar, stendur ekki á sama um þessi orð Arnars Þórs. „Mér finnst það vera verulegt umhugsunarefni, með fullri virðingu fyrir tjáningarfrelsi allra í þessu landi, að dómari við héraðsdóm lýsi yfir þvílíku vantrausti á löggjafarþingi Íslands og okkur sem kjörnum fulltrúum, eins og hann gerði í minnisblaði sem hann dreifði hér á opnum fundi fyrir fjölmiðlum. Arnar Þór Jónsson héraðsdómariVísir/ÞÞSkúli Magnússon héraðsdómari og sérfræðingur í orkurétti var einnig meðal gesta sem komu fyrir nefndina í dag en hann segir umræðuna um hugsanlega lagningu sæstrengs vera á algjörum villigötum. „Það er verið að spá í bolla um að eitthvað kunni að gerast og eitthvað kunni að þróast með ákveðnum hætti. Og þá er jafnframt ekki tekið með inn í reikninginn að ef þetta þróast á versta veg getum við sagt, þá er Ísland náttúrlega með úrræði til að bregðast við því. Og hér mun það aldrei gerast að einhver evrópsk stofnun geti bara gefið hér út eitthvað leyfi og menn séu byrjaðir að leggja sæstreng daginn eftir,“ segir Skúli. Alþingi Dómstólar Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir „EES-samningurinn er til fyrir Íslendinga“ Arnar Þór Jónsson héraðsdómari segir að Alþingi ætti að hafna þingsályktunartillögu um innleiðingu þriðja orkupakkans þegar það kemur saman í ágúst. Þá segir hann að íslensk stjórnvöld verði að gæta hagsmuna Íslendinga betur við upptöku gerða í EES-samninginn. 29. júlí 2019 18:30 „Það stóðu öll spjót á mér“ Til harðra orðaskipta kom á fundi utanríkismálanefndar í morgun þegar Arnar Þór Jónsson héraðsdómari kom fyrir nefndina. Fundurinn var opinn fjölmiðlum en ekki var streymt frá honum á vef Alþingis og hljóð- og myndbandsupptökur ekki leyfðar. 16. ágúst 2019 14:57 Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Sjá meira
Upp úr sauð á fundi utanríkismálanefndar Alþingis í dag þegar Arnar Þór Jónsson héraðsdómari kom fyrir nefndina til að ræða þriðja orkupakkann. Þingmaður Vinstri grænna segir umhugsunarvert hvernig dómarinn hafi komið fram við þingnefndina en með orðum sínum hafi hann lýst miklu vantrausti á löggjafarþingið. Arnar Þór hefur lýst verulegum efasemdum um orkupakkann. „Það er lögfræðileg óvissa uppi og þess vegna er það ábyrgðarhlutur núna og boltinn er hjá þinginu, að stýra þessu þannig að enginn skaði verði á íslenskum þjóðarhagsmunum,“ segir Arnar Þór. „Ég get ekki sagt að ég hafi fengið mikinn meðbyr inni á þessum fundi, það var þannig að það stóðu fremur öll spjót á mér.“ Á fundinum í morgun dreifði hann minnisblaði til nefndarmanna þar sem hann segir meðal annars að „það [megi] teljast lágmarkskrafa, út frá sjónarmiðum um réttaröryggi borgaranna og fyrirsjáanleika í lögum og lagaframkvæmd, að lögin séu grundvölluð á staðreyndum en ekki heimatilbúnum kenningum, spádómum eða óskhyggju.“ Að hans mati brjóti innleiðing þriðja orkupakkans alvarlega gegn þessum undirstöðum íslensks réttar. Rósu Björk Brynjólfsdóttur, þingmanni Vinstri grænna og varaformanns utanríkismálanefndar, stendur ekki á sama um þessi orð Arnars Þórs. „Mér finnst það vera verulegt umhugsunarefni, með fullri virðingu fyrir tjáningarfrelsi allra í þessu landi, að dómari við héraðsdóm lýsi yfir þvílíku vantrausti á löggjafarþingi Íslands og okkur sem kjörnum fulltrúum, eins og hann gerði í minnisblaði sem hann dreifði hér á opnum fundi fyrir fjölmiðlum. Arnar Þór Jónsson héraðsdómariVísir/ÞÞSkúli Magnússon héraðsdómari og sérfræðingur í orkurétti var einnig meðal gesta sem komu fyrir nefndina í dag en hann segir umræðuna um hugsanlega lagningu sæstrengs vera á algjörum villigötum. „Það er verið að spá í bolla um að eitthvað kunni að gerast og eitthvað kunni að þróast með ákveðnum hætti. Og þá er jafnframt ekki tekið með inn í reikninginn að ef þetta þróast á versta veg getum við sagt, þá er Ísland náttúrlega með úrræði til að bregðast við því. Og hér mun það aldrei gerast að einhver evrópsk stofnun geti bara gefið hér út eitthvað leyfi og menn séu byrjaðir að leggja sæstreng daginn eftir,“ segir Skúli.
Alþingi Dómstólar Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir „EES-samningurinn er til fyrir Íslendinga“ Arnar Þór Jónsson héraðsdómari segir að Alþingi ætti að hafna þingsályktunartillögu um innleiðingu þriðja orkupakkans þegar það kemur saman í ágúst. Þá segir hann að íslensk stjórnvöld verði að gæta hagsmuna Íslendinga betur við upptöku gerða í EES-samninginn. 29. júlí 2019 18:30 „Það stóðu öll spjót á mér“ Til harðra orðaskipta kom á fundi utanríkismálanefndar í morgun þegar Arnar Þór Jónsson héraðsdómari kom fyrir nefndina. Fundurinn var opinn fjölmiðlum en ekki var streymt frá honum á vef Alþingis og hljóð- og myndbandsupptökur ekki leyfðar. 16. ágúst 2019 14:57 Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Sjá meira
„EES-samningurinn er til fyrir Íslendinga“ Arnar Þór Jónsson héraðsdómari segir að Alþingi ætti að hafna þingsályktunartillögu um innleiðingu þriðja orkupakkans þegar það kemur saman í ágúst. Þá segir hann að íslensk stjórnvöld verði að gæta hagsmuna Íslendinga betur við upptöku gerða í EES-samninginn. 29. júlí 2019 18:30
„Það stóðu öll spjót á mér“ Til harðra orðaskipta kom á fundi utanríkismálanefndar í morgun þegar Arnar Þór Jónsson héraðsdómari kom fyrir nefndina. Fundurinn var opinn fjölmiðlum en ekki var streymt frá honum á vef Alþingis og hljóð- og myndbandsupptökur ekki leyfðar. 16. ágúst 2019 14:57