Mun auðveldara að fá læknistíma á Selfossi með tilkomu teymisvinnu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 18. ágúst 2019 12:30 Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands en hún var ein af frummælendum á opnum fundi þar sem Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra kynnti heilbrigðisstefnu til ársins 2030. Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga var fundarstjóri. Vísir/Magnús Hlynur Teymisvinna lækna og hjúkrunarfræðinga á heilsugæslustöð Selfoss hefur tekist svo vel að nú komast nánast allir í viðtalstíma hjá lækni innan tveggja daga en áður þurfti fólk að bíða vikum saman eftir að komast til læknis. Eftir símtal við hjúkrunarfræðing fá um sextíu prósent úrlausn sinna mála án þess að þurfa viðtalstíma hjá lækni. Verkefnið um teymisvinnu lækna og hjúkrunarfræðinga á heilsugæslustöð Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Selfossi hefur heppnast einstaklega vel en það hófst 1. febrúar á þessu ári. Tilgangur teymisvinnunnar er að forgangsraða og dreifa verkefnum á þann fagaðila sem er hæfastur eða best til þess fallinn að sinna þeim hverju sinni. Allir hjúkrunarfræðingar og læknar á heilsugæslustöðinni á Selfossi koma að teymisvinnunni. Inn í teymið fléttast svo starfskraftar sjúkraliða, sálfræðinga, sjúkraþjálfara, iðjuþjálfara, auk annarra sérfræðinga þegar við á. Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands kynnti teymisvinnuna á opnum fundi með heilbrigðisráðherra á Selfossi í vikunni. „Í stað þess að allir séu að hringja inn á morgnanna í kappi við að fá tíma hjá lækni þá hringja hjúkrunarfræðingarnir til baka í alla þá sem óska þess að koma með erindi á heilsugæsluna og sjá til þess að koma erindum í réttan farveg. Þannig að hjúkrunarfræðingarnir eftir eðli erindis geta bókað sjúkling í tíma hjá lækni, annað hvort í tíu mínútur, tuttugu mínútur eða þrjátíu mínútur, eftir því hversu stórt og viðamikið erindið er,“ segir Herdís. Thelma Dröfn Ásmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur að sinna teymisvinnu með því að taka á móti símtali frá skjólstæðingi heilsugæslunnar á Selfossi og aðstoða viðkomandi með sín mál.Vísir/Magnús HlynurHerdís segir að hjúkrunarfræðingarnir séu að hringja daglega um 110 til 200 símtöl. „Það er skemmst frá því að segja að í sextíu prósent tilfella þá geta hjúkrunarfræðingarnir leyst erindið án þess að þú þurfir að panta tíma hjá lækninum og þá ýmist eru erindin leyst af hjúkrunarfræðingnum sjálfum eða í samvinnu að sjálfsögðu við lækni eða þá að erindið fer inn til læknaritara eða leyst með öðrum hætti,“ segir forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Herdís segir að með nýja fyrirkomulagi þá komist skjólstæðingar heilsugæslustöðvarinnar miklu fyrr til læknis en áður og þjónustan er orðin mjög markviss og skýr, sem sé mjög ánægjuleg þróun í bættri þjónustu heilsugæslustöðvarinnar á Selfossi. Um 15-18% fleiri komast nú að í hefðbundinn viðtalstíma hjá lækni innan tveggja daga en áður var, sem þakka má teymisvinnunni. Árborg Heilbrigðismál Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Fleiri fréttir Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Sjá meira
Teymisvinna lækna og hjúkrunarfræðinga á heilsugæslustöð Selfoss hefur tekist svo vel að nú komast nánast allir í viðtalstíma hjá lækni innan tveggja daga en áður þurfti fólk að bíða vikum saman eftir að komast til læknis. Eftir símtal við hjúkrunarfræðing fá um sextíu prósent úrlausn sinna mála án þess að þurfa viðtalstíma hjá lækni. Verkefnið um teymisvinnu lækna og hjúkrunarfræðinga á heilsugæslustöð Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Selfossi hefur heppnast einstaklega vel en það hófst 1. febrúar á þessu ári. Tilgangur teymisvinnunnar er að forgangsraða og dreifa verkefnum á þann fagaðila sem er hæfastur eða best til þess fallinn að sinna þeim hverju sinni. Allir hjúkrunarfræðingar og læknar á heilsugæslustöðinni á Selfossi koma að teymisvinnunni. Inn í teymið fléttast svo starfskraftar sjúkraliða, sálfræðinga, sjúkraþjálfara, iðjuþjálfara, auk annarra sérfræðinga þegar við á. Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands kynnti teymisvinnuna á opnum fundi með heilbrigðisráðherra á Selfossi í vikunni. „Í stað þess að allir séu að hringja inn á morgnanna í kappi við að fá tíma hjá lækni þá hringja hjúkrunarfræðingarnir til baka í alla þá sem óska þess að koma með erindi á heilsugæsluna og sjá til þess að koma erindum í réttan farveg. Þannig að hjúkrunarfræðingarnir eftir eðli erindis geta bókað sjúkling í tíma hjá lækni, annað hvort í tíu mínútur, tuttugu mínútur eða þrjátíu mínútur, eftir því hversu stórt og viðamikið erindið er,“ segir Herdís. Thelma Dröfn Ásmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur að sinna teymisvinnu með því að taka á móti símtali frá skjólstæðingi heilsugæslunnar á Selfossi og aðstoða viðkomandi með sín mál.Vísir/Magnús HlynurHerdís segir að hjúkrunarfræðingarnir séu að hringja daglega um 110 til 200 símtöl. „Það er skemmst frá því að segja að í sextíu prósent tilfella þá geta hjúkrunarfræðingarnir leyst erindið án þess að þú þurfir að panta tíma hjá lækninum og þá ýmist eru erindin leyst af hjúkrunarfræðingnum sjálfum eða í samvinnu að sjálfsögðu við lækni eða þá að erindið fer inn til læknaritara eða leyst með öðrum hætti,“ segir forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Herdís segir að með nýja fyrirkomulagi þá komist skjólstæðingar heilsugæslustöðvarinnar miklu fyrr til læknis en áður og þjónustan er orðin mjög markviss og skýr, sem sé mjög ánægjuleg þróun í bættri þjónustu heilsugæslustöðvarinnar á Selfossi. Um 15-18% fleiri komast nú að í hefðbundinn viðtalstíma hjá lækni innan tveggja daga en áður var, sem þakka má teymisvinnunni.
Árborg Heilbrigðismál Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Fleiri fréttir Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Sjá meira