Horfði á eftir ástvinum í líkpokum eftir eigið brúðkaup Sylvía Hall skrifar 18. ágúst 2019 23:21 Byrjað var að grafa fórnarlömb sjálfsmorðsárásarinnar strax í dag. Vísir/AP Það sem átti að vera hamingjusamasti dagur í lífi Mirwais Elmi endaði með hryllingi þegar 63 manns, þar á meðal vinir og ættingjar, létu lífið af völdum sjálfsmorðssprengju í brúðkaupsveislu hans og eiginkonu hans í gær. Hryðjuverkasamtökin Ríki íslams hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni. Á vef BBC kemur fram að yfir 180 særðust í sprengingunni sem átti sér stað í veislunni sem fram fór í Kabul, höfuðborg Afganistan, á svæði þar sem flestir íbúar eru sjía-múslimar. Í yfirlýsingu frá Ríki íslams segir að liðsmaður þess hafi sprengt sjálfan sig upp á „fjölmennri samkomu“ og í kjölfarið hafi aðrir sprengt upp bifreið fulla af sprengiefnum þegar viðbragðsaðilar mættu á staðinn.Sjá einnig: Á sjöunda tug féll í sprengingunni í brúðkaupi í Afganistan „Ég hef misst alla von. Ég missti bróður minn, ég missti vini mína, ég missti ættingja mína. Ég mun aldrei upplifa hamingju aftur í lífi mínu,“ sagði Elmi í viðtali við við Tolo News. Hann segir eiginkonu sína í slæmu ástandi eftir árásina og hún falli stanslaust í yfirlið sökum áfalls. Hann sjái jafnframt ekki fram á að geta mætt í jarðarfarir ástvina sinna því hann sé of veikburða eftir atburði gærdagsins. Það hafi verið hræðilegt að sjá á eftir fólki í líkpokum aðeins nokkrum klukkustundum eftir að hafa tekið á móti brosandi veislugestum.63 létust í árásinni.Vísir/APGestir að dansa og fagna þegar sprengingin átti sér stað Faðir eiginkonu Elmi segir fjórtán ættingja þeirra hafa látist í sprengingunni. Einn veislugestanna, hinn 23 ára gamli Munir Ahmad, missti frænda sinn í sprengingunni sem átti sér stað þegar fögnuðurinn stóð sem hæst. „Veislugestirnir voru að dansa og fagna þegar sprengingin varð,“ sagði Elmi í samtali við AFP, en hann liggur nú alvarlega slasaður á spítala eftir árásina. Á meðan viðtalinu stóð var verið að búa um sár hans en hann fékk í sig sprengjubrot. „Eftir sprenginguna varð algjör ringulreið. Allir voru öskrandi og að kalla á ástvini sína.“ Annar veislugestur, Hameed Quresh, sagðist hafa fallið í yfirlið eftir sprenginguna. Hann viti því ekki hvernig hann komst á sjúkrahús. Hann missti einn bróður sinn í árásinni og særðist sjálfur alvarlega. Talsmaður innanríkisráðuneytisins hefur staðfest að meðal þeirra særðu séu konur og börn. Brúðkaup í Afganistan eru alla jafna íburðarmikil en einn veislugesta sagði að um 1.200 manns höfðu verið boðin til veislunnar. Þar sem öryggisgæsla er í lágmarki við slíka viðburði séu þeir auðvelt skotmark fyrir slík voðaverk.Fjöldi fólks var fluttur á sjúkrahús eftir sprenginguna.Vísir/APTalsmaður Talíbana fordæmir árásina Forseti Afganistan, Ashraf Gani, sagði árásina villimannslega og sakaði Talíbana um að hafa greitt veginn fyrir hryðjuverkamenn og lagt grundvöllinn að hryðjuverkum. Talíbarnar hafa hafnað allri aðild að ódæðinu og fordæmt það. „Það er ekkert sem réttlætir svo úthugsuð og hrottafengin morð og árás á konur og börn,“ sagði Zabiullah Mujaheed, einn talsmanna Talíbana, í yfirlýsingu til fjölmiðla. Árásin hefur vakið hörð viðbrögð og hefur Abdullah Abdullah, framkvæmdastjóri Afganistan, lýst árásinni sem glæp gegn mannkyninu. John Bass, sendiherra Bandaríkjanna í Afganistan, sagði hana vera ofsafengið fólskuverk. Afganistan Tengdar fréttir Á sjöunda tug féll í sprengingunni í brúðkaupi í Afganistan Sjálfsmorðsárásarmaður sprengdi sjálfan sig upp í miðri brúðkaupsathöfn. 18. ágúst 2019 07:28 Ríki íslams lýsir yfir ábyrgð á árás á brúðkaup Brúðguminn segist aldrei eiga eftir að upplifa hamingju aftur eftir að 63 létust í sjálfsmorðsárás á brúðkaupið hans í gærkvöldi. 18. ágúst 2019 14:18 Óttast að margir hafi látist í sprengjuárás á brúðkaup Yfirvöld í Afganistan óttast að fjölmargir hafi látist eða særst í sprengjuárás sem gerð var á brúðkaup í Kabúl, höfuðborg Afganistan í kvöld. 17. ágúst 2019 20:38 Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Það sem átti að vera hamingjusamasti dagur í lífi Mirwais Elmi endaði með hryllingi þegar 63 manns, þar á meðal vinir og ættingjar, létu lífið af völdum sjálfsmorðssprengju í brúðkaupsveislu hans og eiginkonu hans í gær. Hryðjuverkasamtökin Ríki íslams hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni. Á vef BBC kemur fram að yfir 180 særðust í sprengingunni sem átti sér stað í veislunni sem fram fór í Kabul, höfuðborg Afganistan, á svæði þar sem flestir íbúar eru sjía-múslimar. Í yfirlýsingu frá Ríki íslams segir að liðsmaður þess hafi sprengt sjálfan sig upp á „fjölmennri samkomu“ og í kjölfarið hafi aðrir sprengt upp bifreið fulla af sprengiefnum þegar viðbragðsaðilar mættu á staðinn.Sjá einnig: Á sjöunda tug féll í sprengingunni í brúðkaupi í Afganistan „Ég hef misst alla von. Ég missti bróður minn, ég missti vini mína, ég missti ættingja mína. Ég mun aldrei upplifa hamingju aftur í lífi mínu,“ sagði Elmi í viðtali við við Tolo News. Hann segir eiginkonu sína í slæmu ástandi eftir árásina og hún falli stanslaust í yfirlið sökum áfalls. Hann sjái jafnframt ekki fram á að geta mætt í jarðarfarir ástvina sinna því hann sé of veikburða eftir atburði gærdagsins. Það hafi verið hræðilegt að sjá á eftir fólki í líkpokum aðeins nokkrum klukkustundum eftir að hafa tekið á móti brosandi veislugestum.63 létust í árásinni.Vísir/APGestir að dansa og fagna þegar sprengingin átti sér stað Faðir eiginkonu Elmi segir fjórtán ættingja þeirra hafa látist í sprengingunni. Einn veislugestanna, hinn 23 ára gamli Munir Ahmad, missti frænda sinn í sprengingunni sem átti sér stað þegar fögnuðurinn stóð sem hæst. „Veislugestirnir voru að dansa og fagna þegar sprengingin varð,“ sagði Elmi í samtali við AFP, en hann liggur nú alvarlega slasaður á spítala eftir árásina. Á meðan viðtalinu stóð var verið að búa um sár hans en hann fékk í sig sprengjubrot. „Eftir sprenginguna varð algjör ringulreið. Allir voru öskrandi og að kalla á ástvini sína.“ Annar veislugestur, Hameed Quresh, sagðist hafa fallið í yfirlið eftir sprenginguna. Hann viti því ekki hvernig hann komst á sjúkrahús. Hann missti einn bróður sinn í árásinni og særðist sjálfur alvarlega. Talsmaður innanríkisráðuneytisins hefur staðfest að meðal þeirra særðu séu konur og börn. Brúðkaup í Afganistan eru alla jafna íburðarmikil en einn veislugesta sagði að um 1.200 manns höfðu verið boðin til veislunnar. Þar sem öryggisgæsla er í lágmarki við slíka viðburði séu þeir auðvelt skotmark fyrir slík voðaverk.Fjöldi fólks var fluttur á sjúkrahús eftir sprenginguna.Vísir/APTalsmaður Talíbana fordæmir árásina Forseti Afganistan, Ashraf Gani, sagði árásina villimannslega og sakaði Talíbana um að hafa greitt veginn fyrir hryðjuverkamenn og lagt grundvöllinn að hryðjuverkum. Talíbarnar hafa hafnað allri aðild að ódæðinu og fordæmt það. „Það er ekkert sem réttlætir svo úthugsuð og hrottafengin morð og árás á konur og börn,“ sagði Zabiullah Mujaheed, einn talsmanna Talíbana, í yfirlýsingu til fjölmiðla. Árásin hefur vakið hörð viðbrögð og hefur Abdullah Abdullah, framkvæmdastjóri Afganistan, lýst árásinni sem glæp gegn mannkyninu. John Bass, sendiherra Bandaríkjanna í Afganistan, sagði hana vera ofsafengið fólskuverk.
Afganistan Tengdar fréttir Á sjöunda tug féll í sprengingunni í brúðkaupi í Afganistan Sjálfsmorðsárásarmaður sprengdi sjálfan sig upp í miðri brúðkaupsathöfn. 18. ágúst 2019 07:28 Ríki íslams lýsir yfir ábyrgð á árás á brúðkaup Brúðguminn segist aldrei eiga eftir að upplifa hamingju aftur eftir að 63 létust í sjálfsmorðsárás á brúðkaupið hans í gærkvöldi. 18. ágúst 2019 14:18 Óttast að margir hafi látist í sprengjuárás á brúðkaup Yfirvöld í Afganistan óttast að fjölmargir hafi látist eða særst í sprengjuárás sem gerð var á brúðkaup í Kabúl, höfuðborg Afganistan í kvöld. 17. ágúst 2019 20:38 Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Á sjöunda tug féll í sprengingunni í brúðkaupi í Afganistan Sjálfsmorðsárásarmaður sprengdi sjálfan sig upp í miðri brúðkaupsathöfn. 18. ágúst 2019 07:28
Ríki íslams lýsir yfir ábyrgð á árás á brúðkaup Brúðguminn segist aldrei eiga eftir að upplifa hamingju aftur eftir að 63 létust í sjálfsmorðsárás á brúðkaupið hans í gærkvöldi. 18. ágúst 2019 14:18
Óttast að margir hafi látist í sprengjuárás á brúðkaup Yfirvöld í Afganistan óttast að fjölmargir hafi látist eða særst í sprengjuárás sem gerð var á brúðkaup í Kabúl, höfuðborg Afganistan í kvöld. 17. ágúst 2019 20:38