Fyrrverandi ráðherra fékk 8,7 milljónir króna fyrir skýrsluskrif Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 19. ágúst 2019 07:00 Ragnheiður Elín Árnadóttir. Fréttablaðið/Ernir Ragnheiður Elín Árnadóttir, fyrrverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra, fékk 8,7 milljónir króna fyrir skýrslu um stefnu norrænna stjórnvalda í ferðamálum. Heildarkostnaður við skýrsluna var um 12,2 milljónir. Þetta kemur fram í svari atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins við fyrirspurn Fréttablaðsins. Skýrslan var greidd af norrænu ráðherranefndinni en starfsemi hennar er fjármögnuð með framlögum frá norrænu ríkjunum. Framlag Íslands fyrir árið 2019 er um 204 milljónir króna. Ragnheiður Elín naut aðstoðar Berglindar Hallgrímsdóttur, forstöðumanns hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands, sem fékk 1 milljón fyrir sitt framlag. Ferðuðust þær um Norðurlöndin, hittu sérfræðinga, ráðherra, forstöðumenn stofnana og fleiri sem koma að stefnumótun í ferðamálum. Ferðakostnaðurinn nam 1,3 milljónum en þar af námu fargjöld 587 þúsundum, dagpeningar 172 þúsundum, dvalarkostnaður 417 þúsundum, keyptar máltíðir 59 þúsundum og útgjöld vegna leigubifreiða 71 þúsund krónum. Þá var tæplega 1,2 milljónum varið í ljósmyndir, hönnun og þýðingarvinnu. Helsta niðurstaða skýrslunnar er að Norðurlönd hafi til mikils að vinna með samstarfi í ferðamálum. Meðal annars gæti borgað sig að eiga samstarf á sviði nýsköpunar, stafrænnar þróunar og markaðsmála. Efni skýrslunnar var ætlað að nýtast í vinnu að norrænni ferðamálaáætlun sem kynnt var í júlí. Lagt er til í nýju ferðamálaáætluninni að auka áherslu á stafræna væðingu og þróun svonefndra snjallra áfangastaða, auk þess að auka skilvirkni í samstarfi um tölfræði og greiningar. Áhersla er lögð á mikilvægi aukins samráðs milli áhrifafólks í samfélögum okkar og aðila ferðaþjónustunnar. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Stjórnsýsla Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Sjá meira
Ragnheiður Elín Árnadóttir, fyrrverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra, fékk 8,7 milljónir króna fyrir skýrslu um stefnu norrænna stjórnvalda í ferðamálum. Heildarkostnaður við skýrsluna var um 12,2 milljónir. Þetta kemur fram í svari atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins við fyrirspurn Fréttablaðsins. Skýrslan var greidd af norrænu ráðherranefndinni en starfsemi hennar er fjármögnuð með framlögum frá norrænu ríkjunum. Framlag Íslands fyrir árið 2019 er um 204 milljónir króna. Ragnheiður Elín naut aðstoðar Berglindar Hallgrímsdóttur, forstöðumanns hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands, sem fékk 1 milljón fyrir sitt framlag. Ferðuðust þær um Norðurlöndin, hittu sérfræðinga, ráðherra, forstöðumenn stofnana og fleiri sem koma að stefnumótun í ferðamálum. Ferðakostnaðurinn nam 1,3 milljónum en þar af námu fargjöld 587 þúsundum, dagpeningar 172 þúsundum, dvalarkostnaður 417 þúsundum, keyptar máltíðir 59 þúsundum og útgjöld vegna leigubifreiða 71 þúsund krónum. Þá var tæplega 1,2 milljónum varið í ljósmyndir, hönnun og þýðingarvinnu. Helsta niðurstaða skýrslunnar er að Norðurlönd hafi til mikils að vinna með samstarfi í ferðamálum. Meðal annars gæti borgað sig að eiga samstarf á sviði nýsköpunar, stafrænnar þróunar og markaðsmála. Efni skýrslunnar var ætlað að nýtast í vinnu að norrænni ferðamálaáætlun sem kynnt var í júlí. Lagt er til í nýju ferðamálaáætluninni að auka áherslu á stafræna væðingu og þróun svonefndra snjallra áfangastaða, auk þess að auka skilvirkni í samstarfi um tölfræði og greiningar. Áhersla er lögð á mikilvægi aukins samráðs milli áhrifafólks í samfélögum okkar og aðila ferðaþjónustunnar.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Stjórnsýsla Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum