Búið er að birta götuskipulag fyrir Menningarnótt þar sem hægt er að sjá hvaða götur veða lokaðar. Flestar götur í miðbæ Reykjavíkur verða lokaðar frá klukkan 7 um morguninn.
Strætóvagnar munu fara frá Hlemmi upp Snorrabraut og Eiríksgötu að Hallgrímskirkju.
Menningarnótt fer fram laugardaginn 24. ágúst og verða mikil hátíðarhöld allan daginn. Fólk er hvatt til að kynna sér götulokanir vel fyrir hátíðina.
Hægt er að skoða kortið betur hér.

