Ekki talið að eldurinn hafi komið upp með saknæmum hætti Jóhann K. Jóhannsson skrifar 1. ágúst 2019 10:34 Hér sést umfang tjónsins að Fornubúðum vel. Vísir/Frikki Rannsókn er hafin á því hvers vegna mikill eldur kom upp í iðnaðarhúsnæði að Fórnubúðum í Hafnarfirði í gær. Altjón varð hjá tveimur fyrirtækjum í húsinu sem hleypur á hundruðum milljóna. Ekkert bendir til þess að eldurinn hafi komið upp með saknæmum hætti. Slökkvistarfi að Fornubúðum 3 í Hafnarfirði lauk formlega um klukkan ellefu í gærkvöldi og afhenti Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins lögreglu vettvanginn í kjölfarið. Slökkvistarf tók um tuttugu klukkustundir og á sjötta tug slökkviliðsmanna tóku þátt. Tæknideild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu mun nú ráðast í vettvangsrannsókn. Mikið verk er fyrir höndum að ráða fram úr hvers vegna eldurinn kom upp en stórvirk vinnuvél var fengin til þess að rjúfa þak byggingarinnar til þess að auðvelda slökkvistarf.Slökkvistarf tók um tuttugu klukkustundir.Vísir/Jói K.Helgi Gunnarsson, lögreglufulltrúi hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu fer fyrir rannsókn málsins. Hann segir í samtali við fréttastofu að gagnaöflun sé í fullum gangi. Rætt verði við vitni auk þess að lögreglan á von á að fá afrit af upptökum úr öryggismyndavélum á svæðinu. Inntur eftir því grunur sé um að eitthvað saknæmt hafi átt sér stað segir Helgi svo ekki vera. Birgir Finnsson, varaslökkviliðsstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að slökkviliðsmenn hafi áttað sig á því strax í gær að brunahólfun hússins hafi verið ábótavant þar sem eldurnn hafði náð deifa úr sér á skömmum tíma. Tjónið í brunanum í gær er talið hlaupa á hundruðum milljóna hjá þremur fyrirtækjum sem voru með starfsemi í húsinu. Tjónið varð að öllum líkindum minnst hjá Fiskmarkaði Suðurlands, en slökkviliðsmenn náðu að forða því að eldurinn náði þangað. Tjónið þar er mest vegna hita, reyks og vatns. Hjá hinum fyrirtækjunum, IC Core og IP-dreifingu varð altjón. Fjórða fyrirtækið Járnaborg, áformaði að hefja starfsemi í húsinu í dag en ljóst er að ekkert verði af því. Hafnarfjörður Slökkvilið Tengdar fréttir „Það er allt farið“ Altjón varð í húsnæði útgerðarfyrirtækisins IP-útgerðar, sem var með starfsemi í þeim hluta hússins að Fornubúðum 3 í Hafnarfirði sem brann í nótt. 31. júlí 2019 11:06 Brunavarnir hússins í ólagi Tugir slökkviliðsmanna hafa unnið sleitulaust að því í meira en hálfan sólarhring að slökkva mikinn eld sem kom upp í iðnaðarhúsi í Hafnarfirði í nótt. Nokkrar klukkustundir tók að ná yfirhöndinni á eldinum en gott veður átti þátt í því að það tókst. 31. júlí 2019 20:00 Búið að afhenda lögreglu brunavettvang Formlegu slökkvistarfi lauk um ellefu leytið í kvöld. 31. júlí 2019 23:46 Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Fleiri fréttir Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Sjá meira
Rannsókn er hafin á því hvers vegna mikill eldur kom upp í iðnaðarhúsnæði að Fórnubúðum í Hafnarfirði í gær. Altjón varð hjá tveimur fyrirtækjum í húsinu sem hleypur á hundruðum milljóna. Ekkert bendir til þess að eldurinn hafi komið upp með saknæmum hætti. Slökkvistarfi að Fornubúðum 3 í Hafnarfirði lauk formlega um klukkan ellefu í gærkvöldi og afhenti Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins lögreglu vettvanginn í kjölfarið. Slökkvistarf tók um tuttugu klukkustundir og á sjötta tug slökkviliðsmanna tóku þátt. Tæknideild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu mun nú ráðast í vettvangsrannsókn. Mikið verk er fyrir höndum að ráða fram úr hvers vegna eldurinn kom upp en stórvirk vinnuvél var fengin til þess að rjúfa þak byggingarinnar til þess að auðvelda slökkvistarf.Slökkvistarf tók um tuttugu klukkustundir.Vísir/Jói K.Helgi Gunnarsson, lögreglufulltrúi hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu fer fyrir rannsókn málsins. Hann segir í samtali við fréttastofu að gagnaöflun sé í fullum gangi. Rætt verði við vitni auk þess að lögreglan á von á að fá afrit af upptökum úr öryggismyndavélum á svæðinu. Inntur eftir því grunur sé um að eitthvað saknæmt hafi átt sér stað segir Helgi svo ekki vera. Birgir Finnsson, varaslökkviliðsstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að slökkviliðsmenn hafi áttað sig á því strax í gær að brunahólfun hússins hafi verið ábótavant þar sem eldurnn hafði náð deifa úr sér á skömmum tíma. Tjónið í brunanum í gær er talið hlaupa á hundruðum milljóna hjá þremur fyrirtækjum sem voru með starfsemi í húsinu. Tjónið varð að öllum líkindum minnst hjá Fiskmarkaði Suðurlands, en slökkviliðsmenn náðu að forða því að eldurinn náði þangað. Tjónið þar er mest vegna hita, reyks og vatns. Hjá hinum fyrirtækjunum, IC Core og IP-dreifingu varð altjón. Fjórða fyrirtækið Járnaborg, áformaði að hefja starfsemi í húsinu í dag en ljóst er að ekkert verði af því.
Hafnarfjörður Slökkvilið Tengdar fréttir „Það er allt farið“ Altjón varð í húsnæði útgerðarfyrirtækisins IP-útgerðar, sem var með starfsemi í þeim hluta hússins að Fornubúðum 3 í Hafnarfirði sem brann í nótt. 31. júlí 2019 11:06 Brunavarnir hússins í ólagi Tugir slökkviliðsmanna hafa unnið sleitulaust að því í meira en hálfan sólarhring að slökkva mikinn eld sem kom upp í iðnaðarhúsi í Hafnarfirði í nótt. Nokkrar klukkustundir tók að ná yfirhöndinni á eldinum en gott veður átti þátt í því að það tókst. 31. júlí 2019 20:00 Búið að afhenda lögreglu brunavettvang Formlegu slökkvistarfi lauk um ellefu leytið í kvöld. 31. júlí 2019 23:46 Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Fleiri fréttir Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Sjá meira
„Það er allt farið“ Altjón varð í húsnæði útgerðarfyrirtækisins IP-útgerðar, sem var með starfsemi í þeim hluta hússins að Fornubúðum 3 í Hafnarfirði sem brann í nótt. 31. júlí 2019 11:06
Brunavarnir hússins í ólagi Tugir slökkviliðsmanna hafa unnið sleitulaust að því í meira en hálfan sólarhring að slökkva mikinn eld sem kom upp í iðnaðarhúsi í Hafnarfirði í nótt. Nokkrar klukkustundir tók að ná yfirhöndinni á eldinum en gott veður átti þátt í því að það tókst. 31. júlí 2019 20:00
Búið að afhenda lögreglu brunavettvang Formlegu slökkvistarfi lauk um ellefu leytið í kvöld. 31. júlí 2019 23:46