Þetta var þriðja skiptið í vikunni sem Norður Kórea prófar vopn utan af strönd sinni, en þessi vopnaprófun fór fram undan austurströnd landsins snemma í morgun.
Talið er að þetta sé svar við skipulögðum heræfingum Suðurkóreska hersins og bandaríska hersins.
Á fimmtudag hvöttu Bretland, Frakkland og Þýskaland Norður-Kóreu til að taka þátt í „þýðingarmiklum“ viðræðum við Bandaríkin.

Þessar nýjustu vopnaprófanir fóru fram klukkan 2:59 og 3:23 að staðartíma á Yonghung svæðinu í suður Hamgyong hérði og inn á Japanshaf samkvæmt herforingjaráði Suður Kóreu.
Herforingjaráðið segir flaugina hafa flogið mjög lágt við jörðu, í 25 km. hæð, og hafi ferðast um 220 km. Sérfræðingar segja hana hafa ferðast óeðlilega hratt yfir.
Talsmaður forsetaskrifstofu Suður-Kóreu segir miklar líkur á að þetta hafi verið ný tegund stuttdrægra eldflauga, svipaðar þeim sem var skotið í síðustu viku.
Donald Trump, Bandaríkjaforseti segist ekki vera áhyggjufullur vegna eldflaugatilrauna sem hafa verið framkvæmdar síðustu vikur þar sem þær hafi verið „mjög eðlilegar.“