Japan hefur ákveðið að fjarlægja Suður-Kóreu af lista sínum yfir viðskiptafélaga sem er treystandi. Mikil spenna hefur verið á milli ríkjanna undanfarið. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins.
Ákvörðuninni til að fjarlægja Suður-Kóreu af svokölluðum „hvítum lista“ munu fylgja viðskiptahömlur við landið.
Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, gagnrýndi á föstudag „sjálfselska“ ákvörðun yfirvalda í Tókýó og hótaði mögulegum hefndaraðgerðum.
Deilurnar hafa valdið truflun í viðskiptum á tæknivörum og hafa margir í tæknigeiranum áhyggjur af því að hann muni líða fyrir það.
Deilurnar kviknuðu vegna diplómatískrar spennu sem orsakaðist af dómi sem féll sem skyldaði Japan til að greið Suður-Kóreu bætur fyrir þrælkunarvinnu Suður-Kóreumanna fyrir Japan í seinni heimsstyrjöld.
Japan segir að ráðstafanirnar séu vegna áhyggja yfir þjóðaröryggi landsins og nefndu einnig ófullnægjandi takmarkanir í útflutningi.
Á ríkisstjórnarfundi sem var sjónvarpað sagði Moon að „sjálfselsk ákvörðun [Tókýó] muni hafa alvarleg áhrif á hagkerfi heimsins vegna truflunar á alþjóðlegum flutningsleiðum.“
„Ábyrgðin á því sem kemur næst liggur bara á herðum japanskra yfirvalda.“
Ráðandi flokkurinn í Suður-Kóreu, Demókrataflokkurinn, lýsti ákvörðun Japan sem „alhliða yfirlýsingu efnahagslegs stríðs.“
Suður-Kórea ekki lengur á „hvítum lista“ Japans
Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
