Óhress með borgina en sáttur við settjarnir Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 2. ágúst 2019 14:06 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út í morgun til að hreinsa upp hátt í þrjú hundruð lítra af díselolíu til að reyna að koma í veg fyrir að hún færi ofan í Elliðaár. Vísir/vilhelm Formaður Stangveiðifélags Reykjavíkur er afar óhress með að Reykjavíkurborg hafi ekki haft samband við félagið í gær eftir að diselolía lak úr vörubíl við Elliðaárnar. Það komi á óvart að félagið þurfi að frétta af slíku úr fjölmiðlum. Slysið hafi þó sýnt að settjarnir við ánna hafi sannað gildi sitt.Mengunaróhapp varð í gærmorgun þegar díselolía fór niður við Valshóla í Breiðholti. Óhappið varð með þeim hætti að gat kom á olíutank vörubíls eftir að hann hafði keyrt utan í stein. Að mati slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu fóru um 250 – 300 lítrar af díselolíu niður og náðist að hreinsa upp meirihluta hennar. Mögulegt er að um 100 lítrar hafi farið niður um niðurfall á götunni og í ofanvatnskerfi borgarinnar, sem liggur í settjörn í Elliðaárdal og þaðan í Elliðaár. Töluverð mengun var í settjörnum í gær en hreinsun gekk vel og hægt var að koma í veg fyrir að olían bærist í árnar að sögn Rósu Magnúsdóttir, deildarstjóra umhverfiseftirlits hjá Heilbrigðiseftirliti. Þá verður haldið áfram að hreinsa settjarnirnar í dag. Jón Þór Ólason, formaður Stangveiðifélags Reykjavíkur, hafði ekki frétt af óhappinu þegar fréttastofa hafði samband í morgun. „Við höfum ekkert heyrt af þessu slysi og ekki heyrt að olíufnykur hafi fundist verið árnar. Það verður auðvitað að kanna þetta,“ segir Jón. Hann er afar ósáttur með að Reykjavíkurborg hafi ekki haft samband við félagið beint í gær. „Þegar svona upplýsingar berast er okkur að sjálfsögðu brugðið, en það sem kemur okkur sérstaklega á óvart er að við þurfum að lesa það í fjölmiðlum að það hafi átt sér stað mengunaróhapp - og það í gærmorgun. Við fáum í rauninni engar upplýsingar um það fyrr en í dag.“ Jón Þór segir að settjarnir við árnar hafi sannað gildi sitt þar sem olían hafi sest þar í stað þess að berast í árnar. Bensín og olía Reykjavík Umhverfismál Tengdar fréttir Telja að 100 lítrar af díselolíu hafi lekið ofan í ofanvatnskerfið Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út í morgun til að hreinsa upp hátt í þrjú hundruð lítra af díselolíu til að reyna að koma í veg fyrir að hún færi ofan í Elliðaár. 1. ágúst 2019 17:37 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Formaður Stangveiðifélags Reykjavíkur er afar óhress með að Reykjavíkurborg hafi ekki haft samband við félagið í gær eftir að diselolía lak úr vörubíl við Elliðaárnar. Það komi á óvart að félagið þurfi að frétta af slíku úr fjölmiðlum. Slysið hafi þó sýnt að settjarnir við ánna hafi sannað gildi sitt.Mengunaróhapp varð í gærmorgun þegar díselolía fór niður við Valshóla í Breiðholti. Óhappið varð með þeim hætti að gat kom á olíutank vörubíls eftir að hann hafði keyrt utan í stein. Að mati slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu fóru um 250 – 300 lítrar af díselolíu niður og náðist að hreinsa upp meirihluta hennar. Mögulegt er að um 100 lítrar hafi farið niður um niðurfall á götunni og í ofanvatnskerfi borgarinnar, sem liggur í settjörn í Elliðaárdal og þaðan í Elliðaár. Töluverð mengun var í settjörnum í gær en hreinsun gekk vel og hægt var að koma í veg fyrir að olían bærist í árnar að sögn Rósu Magnúsdóttir, deildarstjóra umhverfiseftirlits hjá Heilbrigðiseftirliti. Þá verður haldið áfram að hreinsa settjarnirnar í dag. Jón Þór Ólason, formaður Stangveiðifélags Reykjavíkur, hafði ekki frétt af óhappinu þegar fréttastofa hafði samband í morgun. „Við höfum ekkert heyrt af þessu slysi og ekki heyrt að olíufnykur hafi fundist verið árnar. Það verður auðvitað að kanna þetta,“ segir Jón. Hann er afar ósáttur með að Reykjavíkurborg hafi ekki haft samband við félagið beint í gær. „Þegar svona upplýsingar berast er okkur að sjálfsögðu brugðið, en það sem kemur okkur sérstaklega á óvart er að við þurfum að lesa það í fjölmiðlum að það hafi átt sér stað mengunaróhapp - og það í gærmorgun. Við fáum í rauninni engar upplýsingar um það fyrr en í dag.“ Jón Þór segir að settjarnir við árnar hafi sannað gildi sitt þar sem olían hafi sest þar í stað þess að berast í árnar.
Bensín og olía Reykjavík Umhverfismál Tengdar fréttir Telja að 100 lítrar af díselolíu hafi lekið ofan í ofanvatnskerfið Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út í morgun til að hreinsa upp hátt í þrjú hundruð lítra af díselolíu til að reyna að koma í veg fyrir að hún færi ofan í Elliðaár. 1. ágúst 2019 17:37 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Telja að 100 lítrar af díselolíu hafi lekið ofan í ofanvatnskerfið Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út í morgun til að hreinsa upp hátt í þrjú hundruð lítra af díselolíu til að reyna að koma í veg fyrir að hún færi ofan í Elliðaár. 1. ágúst 2019 17:37