Reyna að bjarga fimmtíu hvölum: „Ástandið er svart“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 2. ágúst 2019 23:28 Björgunarsveitarmenn eru í kapphlaupi við tímann og reyna að bjarga fimmtíu hvölum. Vísir/Sunna Sæmundsdóttir „Ástandið er svart. Þeir eru bara svo margir komnir svo langt og búið að fjara svo mikið undan þeim.“ Þetta segir Ingólfur Einar Sigurjónsson, formaður björgunarsveitarinnar Ægis í Garði í samtali við fréttastofu en hann er staddur ásamt fjölda björgunarsveitarmanna og lögreglu við Útskálakirkju í Garði. Unnið er að því að reyna að bjarga lífi um fimmtíu grindhvala sem óttast er að gætu strandað í fjörunni. Heimamenn hafa hjálpað til við björgunaraðgerðir en Ingólfur segir að þegar búið væri að ná nokkrum hvölum á flot biðu þeir eftir hinum og lentu aftur í vandræðum. „Þeir bíða eftir restinni af fjölskyldunni og þá fjarar bara undan þeim,“ útskýrir Ingólfur. Ingólfur segir að sjávarlíffræðingur hefði sagt að ekki væri ráðlegt að hreyfa mikið við þeim þótt gott væri að bleyta þá. Því hafi björgunarsveitarmenn gripið til þess ráðs að biðja almenning og fjölmiðla um að yfirgefa fjörunna. Sýkingarhætta sé af dýrunum og sjórinn orðinn rauður af blóði. Verið er að koma með stjórnstöðvarbíl úr Reykjavík fyrir aðgerðarstjórn á staðinn og ljóst er að björgunaraðgerðirnar muni að minnsta kosti standa fram á morgun. „Það nýjasta er að við erum að fá meiri mannskap á staðinn. Alls staðar frá höfuðborginni. Það eru margir í burtu þannig að það þarf að kalla út margar sveitir.“ Björgunarsveitir á Suðurnesjum og frá höfuðborgarsvæðinu voru kallaðar út á tíunda tímanum í kvöld vegna hvalavöðu í vandræðum. Hann segist ekki bjartsýnn á framhaldið. „Ég veit ekki hvað er hægt að halda lífinu í þeim lengi“. Uppfært klukkan 00:08. Sunna Sæmundsdóttir, fréttamaður okkar á vettvangi, segir að björgunarsveitirnar hefðu allar mætt laust fyrir miðnætti og nú væru björgunarsveitarmenn í óða önn að reyna að bleyta dýrin og nota til þess teppi og tuskur og hella vatsfötum yfir dýrin. Markmiðið er að halda hvölunum rökum í alla nótt en hækkun verður ekki á yfirborði sjávar fyrr en í fyrramálið. Heimamenn sem tóku þátt í björgunaraðgerðunum í fjörunni fyrr í kvöld þurfa að vera vakandi fyrir einkennum á borð við roða í augum og kláða því sýkingarhætta er af dýrunum. Kalla þurfti út björgunarsveitir frá höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Sunna SæmundsdóttirLjóst er að björgunaraðgerðir munu standa yfir langt fram á nótt.Vísir/Sunna Sæmundsdóttir Björgunarsveitir Dýr Suðurnesjabær Tengdar fréttir Hvalavaða í vandræðum við Útskálakirkju í Garði Talið er að fimmtíu hvalir séu í hvalavöðunni sem er komin ansi nærri landi og jafnvel talið að einhverjir séu strand. 2. ágúst 2019 22:21 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Sjá meira
„Ástandið er svart. Þeir eru bara svo margir komnir svo langt og búið að fjara svo mikið undan þeim.“ Þetta segir Ingólfur Einar Sigurjónsson, formaður björgunarsveitarinnar Ægis í Garði í samtali við fréttastofu en hann er staddur ásamt fjölda björgunarsveitarmanna og lögreglu við Útskálakirkju í Garði. Unnið er að því að reyna að bjarga lífi um fimmtíu grindhvala sem óttast er að gætu strandað í fjörunni. Heimamenn hafa hjálpað til við björgunaraðgerðir en Ingólfur segir að þegar búið væri að ná nokkrum hvölum á flot biðu þeir eftir hinum og lentu aftur í vandræðum. „Þeir bíða eftir restinni af fjölskyldunni og þá fjarar bara undan þeim,“ útskýrir Ingólfur. Ingólfur segir að sjávarlíffræðingur hefði sagt að ekki væri ráðlegt að hreyfa mikið við þeim þótt gott væri að bleyta þá. Því hafi björgunarsveitarmenn gripið til þess ráðs að biðja almenning og fjölmiðla um að yfirgefa fjörunna. Sýkingarhætta sé af dýrunum og sjórinn orðinn rauður af blóði. Verið er að koma með stjórnstöðvarbíl úr Reykjavík fyrir aðgerðarstjórn á staðinn og ljóst er að björgunaraðgerðirnar muni að minnsta kosti standa fram á morgun. „Það nýjasta er að við erum að fá meiri mannskap á staðinn. Alls staðar frá höfuðborginni. Það eru margir í burtu þannig að það þarf að kalla út margar sveitir.“ Björgunarsveitir á Suðurnesjum og frá höfuðborgarsvæðinu voru kallaðar út á tíunda tímanum í kvöld vegna hvalavöðu í vandræðum. Hann segist ekki bjartsýnn á framhaldið. „Ég veit ekki hvað er hægt að halda lífinu í þeim lengi“. Uppfært klukkan 00:08. Sunna Sæmundsdóttir, fréttamaður okkar á vettvangi, segir að björgunarsveitirnar hefðu allar mætt laust fyrir miðnætti og nú væru björgunarsveitarmenn í óða önn að reyna að bleyta dýrin og nota til þess teppi og tuskur og hella vatsfötum yfir dýrin. Markmiðið er að halda hvölunum rökum í alla nótt en hækkun verður ekki á yfirborði sjávar fyrr en í fyrramálið. Heimamenn sem tóku þátt í björgunaraðgerðunum í fjörunni fyrr í kvöld þurfa að vera vakandi fyrir einkennum á borð við roða í augum og kláða því sýkingarhætta er af dýrunum. Kalla þurfti út björgunarsveitir frá höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Sunna SæmundsdóttirLjóst er að björgunaraðgerðir munu standa yfir langt fram á nótt.Vísir/Sunna Sæmundsdóttir
Björgunarsveitir Dýr Suðurnesjabær Tengdar fréttir Hvalavaða í vandræðum við Útskálakirkju í Garði Talið er að fimmtíu hvalir séu í hvalavöðunni sem er komin ansi nærri landi og jafnvel talið að einhverjir séu strand. 2. ágúst 2019 22:21 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Sjá meira
Hvalavaða í vandræðum við Útskálakirkju í Garði Talið er að fimmtíu hvalir séu í hvalavöðunni sem er komin ansi nærri landi og jafnvel talið að einhverjir séu strand. 2. ágúst 2019 22:21