Býður fólki að greiða um 300 krónur fyrir að gægjast inn um gluggann hjá sér Gígja Hilmarsdóttir skrifar 3. ágúst 2019 13:29 Björgu langaði til að uppfylla gægjuþarfir“ fólks sjá hvort einhver myndi taka þátt í því og kíkja undir gluggatjöldin sem hún hefur fært út fyrir gluggann. Björg Elínar Sveinbjörnsdóttir Björg Elínar Sveinbjörnsdóttir hefur séð viðskiptatækifæri í því að búa á fyrstu hæð við fjölfarnar götur. Hugmyndina fékk hún eftir að hún varð vör við fjölda ferðamanna sem gægðust inn um gluggann hjá henni að heimili hennar í Ísafjarðarbæ. Björg greip til sinna ráða og færði gluggatjöldin út fyrir húsið og útfærði skilti sem hún límdi á staur fyrir utan heimili sitt en á því stendur, „Everyday life, peep Show“, eða Hversdagslíf, gægjusýning“ og býður fólki að greiða tvær evrur, tvo dollara eða tvö pund fyrir að gægjast. „Oft þegar margir eru í bænum á fólk til að hnýsast aðeins of mikið og kíkja inn. Mig langaði til að uppfylla þessar „gægjuþarfir“ fólks og langaði að athuga hvort fólk myndi taka þátt í því,“ segir Björg. Björg setur upp gægjusýninguna þegar hún nennir og segist aðallega gera þetta til að skemmta sjálfri sér.Björg Elínar SveinbjörnsdóttirBjörg rekur Hversdagssafnið á Ísafirði og segir hún hugmyndina sennilega sprottna þaðan. „Með miklum ferðamannastraumi er svakaleg gróðavon sem grípur landann og það er ekki endilega að fólk finni leið sýna inn í ferðamannaflauminn þá er þetta einföld og góð hugmynd,“ segir Björg. Hún hvetur fólk sem býr í miðbænum eða við fjölfarnar götur að gera slíkt hið sama. „Manni líður stundum eins og maður sér dýr í dýragarð og mér fannst betra að gera þetta svona formlegt. Þetta er náttúrulega til gamans gert og það er alveg ótrúlega fyndin athöfn þegar fólk er að gægjast. Ég geri þetta aðallega til að skemmta sjálfri mér,“ segir Björg. Hún segir sig hins vegar ekki enn hafa haft neitt upp úr þessu enn þá en bindur vonir við að græða kannski eitthvað í dag en þrjú skemmtiferðaskip eru nú í höfninni í firðinum.Björg stillti upp þessari skúffuköku þegar hún setti sýningun fyrst upp. Hún segist ætla að stilla upp annarri köku og jafnvel lasagna fyrir fólk sem vill gægjast í dag.Björg Elínar SveinbjörnsdóttirAlmenn ánægja með ferðamannafjöldann en mengunin gagnrýnd Björg segir flesta bæjarbúa sem hún hefur talað við almennt ánægða með að fá fólk í bæinn með skipunum en því finnist svolítið mikið af fólki koma í einu. Þetta sé hins vegar gott fyrir verslun og þjónustu í bænum. „Aðalgagnrýnin er mengunin sem hlýst af skipunum en nú eru þrjú skip og þau eru öll í gangi. Það fer ekki eins vel bæjarbúa,“ segir Björg. Ísafjarðarbær Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lögreglan leitar manns Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Fleiri fréttir Forstöðumenn Sólheima lýsa yfir stuðningi við stjórnendur Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Grunaður um að hafa farið inn á heimili og brotið á barni Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Sjá meira
Björg Elínar Sveinbjörnsdóttir hefur séð viðskiptatækifæri í því að búa á fyrstu hæð við fjölfarnar götur. Hugmyndina fékk hún eftir að hún varð vör við fjölda ferðamanna sem gægðust inn um gluggann hjá henni að heimili hennar í Ísafjarðarbæ. Björg greip til sinna ráða og færði gluggatjöldin út fyrir húsið og útfærði skilti sem hún límdi á staur fyrir utan heimili sitt en á því stendur, „Everyday life, peep Show“, eða Hversdagslíf, gægjusýning“ og býður fólki að greiða tvær evrur, tvo dollara eða tvö pund fyrir að gægjast. „Oft þegar margir eru í bænum á fólk til að hnýsast aðeins of mikið og kíkja inn. Mig langaði til að uppfylla þessar „gægjuþarfir“ fólks og langaði að athuga hvort fólk myndi taka þátt í því,“ segir Björg. Björg setur upp gægjusýninguna þegar hún nennir og segist aðallega gera þetta til að skemmta sjálfri sér.Björg Elínar SveinbjörnsdóttirBjörg rekur Hversdagssafnið á Ísafirði og segir hún hugmyndina sennilega sprottna þaðan. „Með miklum ferðamannastraumi er svakaleg gróðavon sem grípur landann og það er ekki endilega að fólk finni leið sýna inn í ferðamannaflauminn þá er þetta einföld og góð hugmynd,“ segir Björg. Hún hvetur fólk sem býr í miðbænum eða við fjölfarnar götur að gera slíkt hið sama. „Manni líður stundum eins og maður sér dýr í dýragarð og mér fannst betra að gera þetta svona formlegt. Þetta er náttúrulega til gamans gert og það er alveg ótrúlega fyndin athöfn þegar fólk er að gægjast. Ég geri þetta aðallega til að skemmta sjálfri mér,“ segir Björg. Hún segir sig hins vegar ekki enn hafa haft neitt upp úr þessu enn þá en bindur vonir við að græða kannski eitthvað í dag en þrjú skemmtiferðaskip eru nú í höfninni í firðinum.Björg stillti upp þessari skúffuköku þegar hún setti sýningun fyrst upp. Hún segist ætla að stilla upp annarri köku og jafnvel lasagna fyrir fólk sem vill gægjast í dag.Björg Elínar SveinbjörnsdóttirAlmenn ánægja með ferðamannafjöldann en mengunin gagnrýnd Björg segir flesta bæjarbúa sem hún hefur talað við almennt ánægða með að fá fólk í bæinn með skipunum en því finnist svolítið mikið af fólki koma í einu. Þetta sé hins vegar gott fyrir verslun og þjónustu í bænum. „Aðalgagnrýnin er mengunin sem hlýst af skipunum en nú eru þrjú skip og þau eru öll í gangi. Það fer ekki eins vel bæjarbúa,“ segir Björg.
Ísafjarðarbær Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lögreglan leitar manns Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Fleiri fréttir Forstöðumenn Sólheima lýsa yfir stuðningi við stjórnendur Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Grunaður um að hafa farið inn á heimili og brotið á barni Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Sjá meira