Hlupu út í Jökulsárlón og klifruðu upp á ísjaka Sylvía Hall skrifar 3. ágúst 2019 21:39 Að sögn Adolfs Inga voru mennirnir ekkert að hugsa sig tvisvar um. Adolf Ingi Erlingsson Tveir ungir menn hugsuðu sig ekki tvisvar um þegar þeir hlupu á undirfötunum út í Jökulsárlón fyrr í kvöld. Þegar í lónið var komið færðu þeir sig að ísjaka sem flaut í lóninu og klifruðu upp á hann. Adolf Ingi Erlingsson birti myndir og myndband af atvikinu á síðu Facebook-hópsins Bakland ferðaþjónustunnar. Í samtali við Vísi segir Adolf Ingi mennina hafa líklega verið í kringum tvítugt og heldur að þarna hafi verið um erlenda ferðamenn að ræða. „Þetta eru kornungir strákar, kannski rétt um tvítugt. Ég hef aldrei séð svona áður, þeir komu keyrandi þarna, stukku út úr bílnum og hlupu út í. Svo bara syntu þeir út að jakanum og príluðu upp á hann,“ segir Adolf Ingi um atvikið.Á myndbandinu sjást mennirnir reyna að halda jafnvægi á jakanum á meðan hann flýtur að landi. Þeir virðast hæstánægðir með afrekið, ef svo má að orði komast, og steyta hnefann sigri hrósandi upp í loft. „Það náttúrulega flæddi að og það ýtti jakanum upp aftur og þeir krupu bara þarna á honum. Þeim fannst þetta alveg stórsniðugt.“ Töluverður fjöldi ferðamanna var við lónið þegar atvikið átti sér stað en segir Adolf fólk ekki hafa kippt sér mikið upp við þetta uppátæki.Feta í fótspor Bieber? Þetta er ekki í fyrsta sinn sem frakkir menn stinga sér til sunds í Jökulsárlóni. Árið 2015 gaf söngvarinn og stórstjarnan Justin Bieber út tónlistarmyndband við lagið I‘ll Show You þar sem hann, meðal annars, hleypur út í lónið á nærbuxum einum fata. Við lónið er skilti þar sem kemur fram að bannað sé að synda í lóninu en hingað til hafa þó ansi margir farið á svig við þær reglur. Í mars á síðasta ári vakti það athygli þegar ungur ferðamaður frá Kanada stökk á milli ísjaka til þess að ná betri mynd. Árið 2015 fækkuðu svo tveir ferðamenn fötum á ísnum og stilltu sér upp fyrir myndatöku. Ferðamennska á Íslandi Hornafjörður Vatnajökulsþjóðgarður Tengdar fréttir Steig línudans á brúnni við Jökulsárlón: „Síðasti hálfvitinn er sko ekki fæddur!“ Ferðamaður gerði sér að leik að ganga á milli kaplanna á brúnni við Jökulsárlón á öðrum tímanum í dag. 28. febrúar 2019 15:22 Sláandi munur á klettasnös við Fjaðrárgljúfur fyrir og eftir Bieber Umhverfisstofnun birti í dag færslu á Facebook-síðu sinni þar sem sjá má tvær myndir af sömu klettasnösinni við Fjaðrárgljúfur. 6. mars 2019 16:15 BBC fjallar um glæfralega hegðun og skeytingarleysi áhrifavalda á Íslandi Íslendingar eru langþreyttir á virðingarleysi erlendra áhrifavalda, að því er fram kemur í umfjöllun breska ríkisútvarpsins BBC um áhrifavaldastrauminn hingað til lands síðustu ár og vaxandi vinsældir Íslands á samfélagsmiðlum. 25. júní 2019 08:25 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Sjá meira
Tveir ungir menn hugsuðu sig ekki tvisvar um þegar þeir hlupu á undirfötunum út í Jökulsárlón fyrr í kvöld. Þegar í lónið var komið færðu þeir sig að ísjaka sem flaut í lóninu og klifruðu upp á hann. Adolf Ingi Erlingsson birti myndir og myndband af atvikinu á síðu Facebook-hópsins Bakland ferðaþjónustunnar. Í samtali við Vísi segir Adolf Ingi mennina hafa líklega verið í kringum tvítugt og heldur að þarna hafi verið um erlenda ferðamenn að ræða. „Þetta eru kornungir strákar, kannski rétt um tvítugt. Ég hef aldrei séð svona áður, þeir komu keyrandi þarna, stukku út úr bílnum og hlupu út í. Svo bara syntu þeir út að jakanum og príluðu upp á hann,“ segir Adolf Ingi um atvikið.Á myndbandinu sjást mennirnir reyna að halda jafnvægi á jakanum á meðan hann flýtur að landi. Þeir virðast hæstánægðir með afrekið, ef svo má að orði komast, og steyta hnefann sigri hrósandi upp í loft. „Það náttúrulega flæddi að og það ýtti jakanum upp aftur og þeir krupu bara þarna á honum. Þeim fannst þetta alveg stórsniðugt.“ Töluverður fjöldi ferðamanna var við lónið þegar atvikið átti sér stað en segir Adolf fólk ekki hafa kippt sér mikið upp við þetta uppátæki.Feta í fótspor Bieber? Þetta er ekki í fyrsta sinn sem frakkir menn stinga sér til sunds í Jökulsárlóni. Árið 2015 gaf söngvarinn og stórstjarnan Justin Bieber út tónlistarmyndband við lagið I‘ll Show You þar sem hann, meðal annars, hleypur út í lónið á nærbuxum einum fata. Við lónið er skilti þar sem kemur fram að bannað sé að synda í lóninu en hingað til hafa þó ansi margir farið á svig við þær reglur. Í mars á síðasta ári vakti það athygli þegar ungur ferðamaður frá Kanada stökk á milli ísjaka til þess að ná betri mynd. Árið 2015 fækkuðu svo tveir ferðamenn fötum á ísnum og stilltu sér upp fyrir myndatöku.
Ferðamennska á Íslandi Hornafjörður Vatnajökulsþjóðgarður Tengdar fréttir Steig línudans á brúnni við Jökulsárlón: „Síðasti hálfvitinn er sko ekki fæddur!“ Ferðamaður gerði sér að leik að ganga á milli kaplanna á brúnni við Jökulsárlón á öðrum tímanum í dag. 28. febrúar 2019 15:22 Sláandi munur á klettasnös við Fjaðrárgljúfur fyrir og eftir Bieber Umhverfisstofnun birti í dag færslu á Facebook-síðu sinni þar sem sjá má tvær myndir af sömu klettasnösinni við Fjaðrárgljúfur. 6. mars 2019 16:15 BBC fjallar um glæfralega hegðun og skeytingarleysi áhrifavalda á Íslandi Íslendingar eru langþreyttir á virðingarleysi erlendra áhrifavalda, að því er fram kemur í umfjöllun breska ríkisútvarpsins BBC um áhrifavaldastrauminn hingað til lands síðustu ár og vaxandi vinsældir Íslands á samfélagsmiðlum. 25. júní 2019 08:25 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Sjá meira
Steig línudans á brúnni við Jökulsárlón: „Síðasti hálfvitinn er sko ekki fæddur!“ Ferðamaður gerði sér að leik að ganga á milli kaplanna á brúnni við Jökulsárlón á öðrum tímanum í dag. 28. febrúar 2019 15:22
Sláandi munur á klettasnös við Fjaðrárgljúfur fyrir og eftir Bieber Umhverfisstofnun birti í dag færslu á Facebook-síðu sinni þar sem sjá má tvær myndir af sömu klettasnösinni við Fjaðrárgljúfur. 6. mars 2019 16:15
BBC fjallar um glæfralega hegðun og skeytingarleysi áhrifavalda á Íslandi Íslendingar eru langþreyttir á virðingarleysi erlendra áhrifavalda, að því er fram kemur í umfjöllun breska ríkisútvarpsins BBC um áhrifavaldastrauminn hingað til lands síðustu ár og vaxandi vinsældir Íslands á samfélagsmiðlum. 25. júní 2019 08:25