Colby Covington fór vandræðalaust í gegnum Robbie Lawler og fékk símtal frá Donald Trump Pétur Marinó Jónsson skrifar 3. ágúst 2019 23:43 Vísir/Getty Colby Covington mætti Robbie Lawler á UFC bardagakvöldinu í Newark fyrr í kvöld. Covington náði öruggum sigri á Lawler og tryggði sér titilbardaga. Colby Covington byrjaði bardagann af krafti og var ekki lengi að taka Robbie Lawler niður. Lawler reyndi að standa upp en Covington létti ekki af pressunni. Covinton náði að stjórna Lawler með fellum fyrstu tvær loturnar og var lítil ógn í Lawler. Covington var með endalausa pressu og gaf Lawler lítinn tíma til að ná andanum. Síðustu þrjár loturnar stóð Covington mikið með Lawler og hafði betur. Lawler rúllaði með höggunum en átti erfitt með að svara fyrir sig. Að lokum var það samblanda af ótrúlegum fjölda högga, hraða og glímu Covington sem skilaði honum sigri. Covington vann allar fimm loturnar og lét ríkjandi veltivigtarmeistara Kamaru Usman heyra það eftir bardagann en Usman var í höllinni. Eftir bardagann fékk Covington símtal frá forsetanum Donald Trump en þeir Donald Trump Jr. og Eric Trump voru viðstaddir bardagann. Jim Miller barðist sinn 32. bardaga í UFC fyrr í kvöld þegar hann sigraði Clay Guida í næstsíðasta bardaga kvöldsins. Enginn hefur barist oftar í sögu UFC en Miller kláraði Guida eftir 58 sekúndur í 1. lotu. Öll önnur úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér. MMA Tengdar fréttir Hataðasti maðurinn í UFC stígur loksins aftur inn í búrið Colby Covington mun stíga inn í búrið þann 3. ágúst næstkomandi gegn fyrrum veltivigtarmeistaranum, Robbie Lawler. 25. júní 2019 19:30 Covington ruddist inn á opna æfingu hjá Usman | Myndband Hirðfíflið hjá UFC, Colby Covington, reyndi að stela senunni í Las Vegas í gær er kapparnir í aðalbardögum UFC 235 voru með opna æfingu í borginni. 1. mars 2019 14:00 Usman og Colby í átökum í spilavíti | Myndband Fyrsta titilvörn Kamaru Usman í veltivigt UFC verður væntanlega gegn Colby Covington en þeir tóku smá forskot á sæluna í spilavíti í Las Vegas í gær. 4. mars 2019 23:30 Einn sá umdeildasti berst fyrir framan Trump fjölskyldumeðlimi í kvöld Einn umdeildasti bardagamaður UFC í dag, Colby Covington, snýr aftur í búrið í kvöld tæpum 14 mánuðum eftir sinn síðasta bardaga. Covington mun fá góðan stuðning frá meðlimum Trump fjölskyldunnar sem verða viðstaddir bardagann. 3. ágúst 2019 08:00 Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Luke Shaw segist vera „algjörlega niðurbrotinn“ Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Handbolti Annar leikmaður liðsins sem missir barn á síðustu mánuðum Sport Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Draumabyrjun hjá Nistelrooy Enski boltinn Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn Handbolti Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Fótbolti „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Handbolti Fleiri fréttir Amma, Anníe og hinar eftirminnilegustu stundirnar á ferli Katrínar Tönju Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Luke Shaw segist vera „algjörlega niðurbrotinn“ Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Annar leikmaður liðsins sem missir barn á síðustu mánuðum Dagskráin í dag: Körfubolti og bestu lið Skotlands Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn Tveir nýliðar í hópi þjóða sem Ísland gæti mætt á EM í Sviss Draumabyrjun hjá Nistelrooy „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ „Er bara ekkert hjarta í liðinu til að klára svona“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Stórkostlegt svar Stólanna gegn toppliðinu Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Uppgjörið: Keflavík - Aþena 74-59 | Meistararnir stungu af í seinni Stórsigur eftir erfiða tíma hjá Barcelona Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir „Við sjáum möguleika þarna“ Fær meira fyrir að tala í hálftíma en fyrir heilt tímabil í WNBA „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Sjá meira
Colby Covington mætti Robbie Lawler á UFC bardagakvöldinu í Newark fyrr í kvöld. Covington náði öruggum sigri á Lawler og tryggði sér titilbardaga. Colby Covington byrjaði bardagann af krafti og var ekki lengi að taka Robbie Lawler niður. Lawler reyndi að standa upp en Covington létti ekki af pressunni. Covinton náði að stjórna Lawler með fellum fyrstu tvær loturnar og var lítil ógn í Lawler. Covington var með endalausa pressu og gaf Lawler lítinn tíma til að ná andanum. Síðustu þrjár loturnar stóð Covington mikið með Lawler og hafði betur. Lawler rúllaði með höggunum en átti erfitt með að svara fyrir sig. Að lokum var það samblanda af ótrúlegum fjölda högga, hraða og glímu Covington sem skilaði honum sigri. Covington vann allar fimm loturnar og lét ríkjandi veltivigtarmeistara Kamaru Usman heyra það eftir bardagann en Usman var í höllinni. Eftir bardagann fékk Covington símtal frá forsetanum Donald Trump en þeir Donald Trump Jr. og Eric Trump voru viðstaddir bardagann. Jim Miller barðist sinn 32. bardaga í UFC fyrr í kvöld þegar hann sigraði Clay Guida í næstsíðasta bardaga kvöldsins. Enginn hefur barist oftar í sögu UFC en Miller kláraði Guida eftir 58 sekúndur í 1. lotu. Öll önnur úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér.
MMA Tengdar fréttir Hataðasti maðurinn í UFC stígur loksins aftur inn í búrið Colby Covington mun stíga inn í búrið þann 3. ágúst næstkomandi gegn fyrrum veltivigtarmeistaranum, Robbie Lawler. 25. júní 2019 19:30 Covington ruddist inn á opna æfingu hjá Usman | Myndband Hirðfíflið hjá UFC, Colby Covington, reyndi að stela senunni í Las Vegas í gær er kapparnir í aðalbardögum UFC 235 voru með opna æfingu í borginni. 1. mars 2019 14:00 Usman og Colby í átökum í spilavíti | Myndband Fyrsta titilvörn Kamaru Usman í veltivigt UFC verður væntanlega gegn Colby Covington en þeir tóku smá forskot á sæluna í spilavíti í Las Vegas í gær. 4. mars 2019 23:30 Einn sá umdeildasti berst fyrir framan Trump fjölskyldumeðlimi í kvöld Einn umdeildasti bardagamaður UFC í dag, Colby Covington, snýr aftur í búrið í kvöld tæpum 14 mánuðum eftir sinn síðasta bardaga. Covington mun fá góðan stuðning frá meðlimum Trump fjölskyldunnar sem verða viðstaddir bardagann. 3. ágúst 2019 08:00 Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Luke Shaw segist vera „algjörlega niðurbrotinn“ Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Handbolti Annar leikmaður liðsins sem missir barn á síðustu mánuðum Sport Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Draumabyrjun hjá Nistelrooy Enski boltinn Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn Handbolti Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Fótbolti „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Handbolti Fleiri fréttir Amma, Anníe og hinar eftirminnilegustu stundirnar á ferli Katrínar Tönju Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Luke Shaw segist vera „algjörlega niðurbrotinn“ Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Annar leikmaður liðsins sem missir barn á síðustu mánuðum Dagskráin í dag: Körfubolti og bestu lið Skotlands Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn Tveir nýliðar í hópi þjóða sem Ísland gæti mætt á EM í Sviss Draumabyrjun hjá Nistelrooy „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ „Er bara ekkert hjarta í liðinu til að klára svona“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Stórkostlegt svar Stólanna gegn toppliðinu Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Uppgjörið: Keflavík - Aþena 74-59 | Meistararnir stungu af í seinni Stórsigur eftir erfiða tíma hjá Barcelona Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir „Við sjáum möguleika þarna“ Fær meira fyrir að tala í hálftíma en fyrir heilt tímabil í WNBA „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Sjá meira
Hataðasti maðurinn í UFC stígur loksins aftur inn í búrið Colby Covington mun stíga inn í búrið þann 3. ágúst næstkomandi gegn fyrrum veltivigtarmeistaranum, Robbie Lawler. 25. júní 2019 19:30
Covington ruddist inn á opna æfingu hjá Usman | Myndband Hirðfíflið hjá UFC, Colby Covington, reyndi að stela senunni í Las Vegas í gær er kapparnir í aðalbardögum UFC 235 voru með opna æfingu í borginni. 1. mars 2019 14:00
Usman og Colby í átökum í spilavíti | Myndband Fyrsta titilvörn Kamaru Usman í veltivigt UFC verður væntanlega gegn Colby Covington en þeir tóku smá forskot á sæluna í spilavíti í Las Vegas í gær. 4. mars 2019 23:30
Einn sá umdeildasti berst fyrir framan Trump fjölskyldumeðlimi í kvöld Einn umdeildasti bardagamaður UFC í dag, Colby Covington, snýr aftur í búrið í kvöld tæpum 14 mánuðum eftir sinn síðasta bardaga. Covington mun fá góðan stuðning frá meðlimum Trump fjölskyldunnar sem verða viðstaddir bardagann. 3. ágúst 2019 08:00