Gunnar leitaði til sálfræðings eftir „blackout-ið“ Birgir Olgeirsson skrifar 4. ágúst 2019 12:37 Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins. Vísir/Vilhelm Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, leitaði til sálfræðings eftir að Klaustur-málið kom upp. Frá þessu greindi Gunnar Bragi í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun þar sem hann sagðist hafa gert það til að komast að því hvað hefði gerst þegar hann fór í svokallað „blackout“ umrætt kvöld þegar ummælin á Klaustur bar voru látin falla.Í janúar síðastliðnum mætti Gunnar Bragi í sjónvarpsþáttinn 21 á Hringbraut þar sem hann hélt því fram að hann hefði fallið í algjört óminni um leið og hann kom inn á Klaustur. Minnisleysið hafi varað í einn og hálfan sólarhring eftir heimsóknina á barinn. „„Það sem situr einna verst í mér eftir þetta kvöld er í fyrsta lagi það að muna ekki neitt frá því að ég kem inn á barinn og einum og hálfum sólarhring eftir. Það er algjört „blackout“. Algjört minnisleysi. Ég hvorki veit hvað ég gerði, ég þurfti að hlusta á upptökurnar, ég týndi fötunum mínum þessa nótt. Það er algjört „blackout“. Það hefur ekki komið fyrir mig áður. Þannig að ég velti því fyrir mér hvað í fjandanum gengur á þarna,“ segir Gunnar Bragi í þættinum. Í Sprengisandi í morgun gerði Gunnar Bragi upp það ferli sem tók við hjá honum eftir að Klaustur-málið hafði staðið sem hæst. Hann sagðist hafa rætt við sitt nánast fólk, fjölskyldu og samstarfsfólk, þar sem honum varð ljóst að hann hafði valdið þeim miklum vonbrigðum. Gunnar fékk þó að heyra frá sínu nánast fólki að það vissi að þetta væri ekki sá sem hann er í raun og veru og hann yrði að biðjast afsökunar á ummælum sínum. „Ég fór til sálfræðings í þó nokkurn tíma til að reyna að komast að því hvað þarna var að gerast. Það var ákveðið „blackout“ sem þarna varð eins og frægt er orðið,“ sagði Gunnar Bragi í Sprengisandi.Sjá einnig: Segir 36 stunda „blackout“ Gunnars Braga geta bent til heilabilunar Hann sagðist þurfa að vinna sér inn traust hjá þeim sem eru hans nánast samstarfsfólk, traust þarf hann ekki frá Samfylkingunni heldur kjósendum Miðflokksins. Kristján Kristjánsson, stjórnandi Sprengisands, spurði Gunnar hvort hann hefði einhvern tímann íhugað að hætta á Alþingi eftir að málið kom upp. Gunnar Bragi viðurkenndi að hann hefði efast um tíma hvort hann ætti að snúa aftur og velt því fyrir sér hvort hann ætti að vera lengur í leyfi. Alþingi sé vinnustaður þar sem andrúmsloftið sé ekkert sérstaklega skemmtilegt, burtséð frá Klausturmálinu, og var það ákveðin áskorun fyrir hann að fara aftur á þing eftir leyfi. Alþingi Miðflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Afsökunarbeiðnirnar standa enn þó tónninn sé orðinn grimmari Gunnar Bragi fór um víðan völl í viðtali um Klausturmálið. 4. ágúst 2019 12:08 Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, leitaði til sálfræðings eftir að Klaustur-málið kom upp. Frá þessu greindi Gunnar Bragi í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun þar sem hann sagðist hafa gert það til að komast að því hvað hefði gerst þegar hann fór í svokallað „blackout“ umrætt kvöld þegar ummælin á Klaustur bar voru látin falla.Í janúar síðastliðnum mætti Gunnar Bragi í sjónvarpsþáttinn 21 á Hringbraut þar sem hann hélt því fram að hann hefði fallið í algjört óminni um leið og hann kom inn á Klaustur. Minnisleysið hafi varað í einn og hálfan sólarhring eftir heimsóknina á barinn. „„Það sem situr einna verst í mér eftir þetta kvöld er í fyrsta lagi það að muna ekki neitt frá því að ég kem inn á barinn og einum og hálfum sólarhring eftir. Það er algjört „blackout“. Algjört minnisleysi. Ég hvorki veit hvað ég gerði, ég þurfti að hlusta á upptökurnar, ég týndi fötunum mínum þessa nótt. Það er algjört „blackout“. Það hefur ekki komið fyrir mig áður. Þannig að ég velti því fyrir mér hvað í fjandanum gengur á þarna,“ segir Gunnar Bragi í þættinum. Í Sprengisandi í morgun gerði Gunnar Bragi upp það ferli sem tók við hjá honum eftir að Klaustur-málið hafði staðið sem hæst. Hann sagðist hafa rætt við sitt nánast fólk, fjölskyldu og samstarfsfólk, þar sem honum varð ljóst að hann hafði valdið þeim miklum vonbrigðum. Gunnar fékk þó að heyra frá sínu nánast fólki að það vissi að þetta væri ekki sá sem hann er í raun og veru og hann yrði að biðjast afsökunar á ummælum sínum. „Ég fór til sálfræðings í þó nokkurn tíma til að reyna að komast að því hvað þarna var að gerast. Það var ákveðið „blackout“ sem þarna varð eins og frægt er orðið,“ sagði Gunnar Bragi í Sprengisandi.Sjá einnig: Segir 36 stunda „blackout“ Gunnars Braga geta bent til heilabilunar Hann sagðist þurfa að vinna sér inn traust hjá þeim sem eru hans nánast samstarfsfólk, traust þarf hann ekki frá Samfylkingunni heldur kjósendum Miðflokksins. Kristján Kristjánsson, stjórnandi Sprengisands, spurði Gunnar hvort hann hefði einhvern tímann íhugað að hætta á Alþingi eftir að málið kom upp. Gunnar Bragi viðurkenndi að hann hefði efast um tíma hvort hann ætti að snúa aftur og velt því fyrir sér hvort hann ætti að vera lengur í leyfi. Alþingi sé vinnustaður þar sem andrúmsloftið sé ekkert sérstaklega skemmtilegt, burtséð frá Klausturmálinu, og var það ákveðin áskorun fyrir hann að fara aftur á þing eftir leyfi.
Alþingi Miðflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Afsökunarbeiðnirnar standa enn þó tónninn sé orðinn grimmari Gunnar Bragi fór um víðan völl í viðtali um Klausturmálið. 4. ágúst 2019 12:08 Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira
Afsökunarbeiðnirnar standa enn þó tónninn sé orðinn grimmari Gunnar Bragi fór um víðan völl í viðtali um Klausturmálið. 4. ágúst 2019 12:08