Eldri borgarar sæta afarkostum Hrefna Lind Ásgeirsdóttir skrifar 4. ágúst 2019 20:01 Í síðustu viku voru foreldrar mínir full tilhlökkunar að flytja inn í nýju íbúðina sína. Í dag eru þau brotin og húsnæðislaus. Forsaga málsins er sú að þau festu sér kaup á íbúð í Árskógum sem Félag eldri borgara (FEB) lét byggja fyrir félagsmenn sína. Degi eftir loka afhendingardag samkvæmt þinglýstum kaupsamningi, boðaði félagið þau á fund. Þar var þeim tilkynnt að ekki yrði að afhendingu íbúðarinnar nema þau skrifuðu undir einhliða viðauka við kaupsamning þess efnis að verð íbúðarinnar hækkaði um rúmar 6 milljónir króna og fengju þá lyklana afhenta samdægurs eða féllu frá kaupunum. Lyklum haldið í gíslingu Eftir að upphaflegri afhendingardagsetningu í júní var frestað fram í miðjan júlí var ljóst að allt þyrfti að ganga upp til að foreldrar mínir enduðu ekki á götunni. Þau voru búin að selja sína íbúð með afhendingu 1. ágúst að ráðleggingum fasteignasalans sem sá bæði um sölu á þeirra íbúð og Árskóga. Eftir ítrekaðar tilraunir til að fá svör um afhendingu fengu þau loks boð á fund, degi eftir að þau áttu að fá íbúðina afhenta í síðasta lagi samkvæmt kaupsamningi. Þegar fasteignasalinn var spurður hvort að lyklarnir yrðu afhentir sagði hún að svo yrði með ákveðnum skilyrðum án þess þó að vilja að tilgreina hver þau skilyrði væru. Á þessum tímapunkti virðist fasteignasalinn hafa vitað hvernig í pottinn var búið án þess að upplýsa neitt um stöðuna og ganga foreldrar mínir því grunlaus inn á fundinn og töldu ekki tilefni til að hafa með sér lögfræðing og fengu ekki tækifæri til að undirbúa sig fyrir það sem koma skildi. Á fundinum skýrði Gísli Jafetsson, framkvæmdastjóri FEB, frá því að kostnaður við byggingarframkvæmd Árskóga væri rúmlega 400 milljónum króna hærri en upphaflega var áætlað. Í bréfi sem þeim var afhent á fundinum var ástæða hækkunarinnar sögð vera tafir á afhendingu lóðar frá Reykjavíkurborg, vandamál við lagningu röra og önnur ófyrirséð atriði. Það varð hins vegar ljóst á fundinum að mistök höfðu verið gerð við útreikning á fjármagnskostnaði og vísitölutengingu og væri það stærsti þátturinn í því sem útaf stæði. FEB sæi því enga aðra leið en að velta þessum umframkostnaði, rúmlega 400 milljónum, yfir á kaupendur þessara 68 fasteigna. Það var ekki fyrr en að Gísli og ráðgjafi á vegum FEB voru spurðir að því hver lagalegi réttur foreldra minna væri að þeir viðurkenndu að rétturinn væri þeirra. Þeir gætu hins vegar ekki afhent lyklana nema að þau skrifuðu undir viðaukann. Samningurinn yrði þá sendur verktakanum MótX sem myndi leysa lyklana úr gíslingu samdægurs. Það má taka það fram að samningurinn um kaup á íbúðinni er alfarið á milli foreldra minna og Félags eldri borgara. Það er því afar skrítinn gjörningur að MótX og FEB séu í kúgunarsamkomulagi um að afhenta ekki lyklana nema að fólk hafi skrifað undir þennan viðauka. Þarna eru menn í mjög vafasömum gjörningi. Ég og bræður mínir ráðlögðum foreldrum okkar að bíða með að skrifa undir samninginn enda rétturinn algjörlega þeirra. Þau eru með þinglýstan kaupsamning um kaup á eigninni og hafa staðið við allar sínar skuldbindingar samkvæmt honum, meira að segja greitt af henni fasteignagjöld. Þau eiga ekki að þurfa að borga sex milljónir í viðbót til þess að fá lykla að íbúðinni sinni afhenta sem er réttilega þeirra. Framúrkeyrslu einhliða varpað yfir á kaupendur Ég skil það vel að brúa þurfi þetta 400 milljón króna gat. Hins vegar eru aðilar þeirra samninga sem þar eru undir FEB, Landsbankinn sem fjármagnar framkvæmdina og MótX sem framkvæmir verkið. Þessir aðilar þurfa að koma að borðinu með einhvern samningsvilja í stað þess að framúrkeyrslunni sé einhliða varpað yfir á einstaka kaupendur sem í þessu tilviki eru eldri borgarar sem ekki allir hafa djúpa vasa eða tök á því að taka á sig auknar skuldbindingar. Það hafa engin gögn eða útreikningar verið lagðir fram til þess að varpa ljósi á hvernig þessi 400 milljón króna aukakostnaður er til kominn og hvort að sú upphæð dugi til að bjarga félaginu frá gjaldþroti. Hvað gerist ef sumir kaupandana samþykkja hækkun kaupverðsins en aðrir ekki? Mun félagið samt sem áður fara í þrot? Má þá líta á þennan gjörning sem frjáls framlög íbúa til að minnka skaða gjaldþrotsins fyrir Landsbankann og verktakann MótX? Það hafa heldur engin gögn verið lögð fram hvaða forsendur FEB gaf sér við útreikning á verði íbúðanna og hvernig þær forsendur breyttust á örfáum mánuðum frá undirritun kaupsamninga og ekki síst hvenær mönnum var það ljóst.Óljós loforð Landsbankans um aðstoð við fjármögnun í bréfinu sem foreldrum mínum var afhent á áðurnefndum fundi kemur fram að fasteignasalan Torg og Landsbankinn muni vinna með félaginu og félagsmönnum að fjármögnun til að mæta þessari hækkun kaupverðsins. Það liggja þó engin gögn fyrir um þessa fjármögnun á sex milljónum sem greiða skal við afsal nema þessi óljósu loforð. Hvernig lán verður þeim boðið, á hvaða kjörum og verður það með skilyrðum sem þau geta mætt? Hvernig er hægt að ætlast til þess að fólk skrifi undir þessar auknu skuldbindingar án þess að þau gögn liggi fyrir? Annað sem kemur fram í bréfinu er að FEB muni hefja viðræður við aðra hagsmunaaðila í verkefninu til að lækka kostnaðinn og verði ábatanum skilað aftur til kaupenda. Það kemur hvergi fram með hvaða leiðum þeir ætla að reyna að ná niður þeim kostnaði og hver tímalína þeirra gjörninga verður. Ég spyr mig, hver verður samstarfsvilji hagsmunaaðila í málinu, Landsbankans og MótX, ef allir hafa samþykkt kröfurnar? Trúa menn því virkilega að þessir aðilar muni að góðvild sinni gefa kaupendum eitthvað eftir? Foreldrar mínir voru að kaupa sér griðarstað til að eyða elliárum sínum. Í stað þess að vera að koma sér fyrir í nýju íbúðinni sinni sofa þau á dýnu í herbergi barnabarna sinna og búslóðin þeirra í geymslu. Foreldrar mínir eru heiðarlegt fólk, hafa alla tíð staðið sína plikt í lifinu og vilja engum illt. Er til of mikið ætlast að aðrir sem koma að þessu máli komi fram af heiðarleika og standi við sína samninga? Það vill enginn standa í málaferlum eða leiðindum á sínum efri árum.Höfundur er hugbúnaðarsérfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagsmál Mest lesið Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Sjá meira
Í síðustu viku voru foreldrar mínir full tilhlökkunar að flytja inn í nýju íbúðina sína. Í dag eru þau brotin og húsnæðislaus. Forsaga málsins er sú að þau festu sér kaup á íbúð í Árskógum sem Félag eldri borgara (FEB) lét byggja fyrir félagsmenn sína. Degi eftir loka afhendingardag samkvæmt þinglýstum kaupsamningi, boðaði félagið þau á fund. Þar var þeim tilkynnt að ekki yrði að afhendingu íbúðarinnar nema þau skrifuðu undir einhliða viðauka við kaupsamning þess efnis að verð íbúðarinnar hækkaði um rúmar 6 milljónir króna og fengju þá lyklana afhenta samdægurs eða féllu frá kaupunum. Lyklum haldið í gíslingu Eftir að upphaflegri afhendingardagsetningu í júní var frestað fram í miðjan júlí var ljóst að allt þyrfti að ganga upp til að foreldrar mínir enduðu ekki á götunni. Þau voru búin að selja sína íbúð með afhendingu 1. ágúst að ráðleggingum fasteignasalans sem sá bæði um sölu á þeirra íbúð og Árskóga. Eftir ítrekaðar tilraunir til að fá svör um afhendingu fengu þau loks boð á fund, degi eftir að þau áttu að fá íbúðina afhenta í síðasta lagi samkvæmt kaupsamningi. Þegar fasteignasalinn var spurður hvort að lyklarnir yrðu afhentir sagði hún að svo yrði með ákveðnum skilyrðum án þess þó að vilja að tilgreina hver þau skilyrði væru. Á þessum tímapunkti virðist fasteignasalinn hafa vitað hvernig í pottinn var búið án þess að upplýsa neitt um stöðuna og ganga foreldrar mínir því grunlaus inn á fundinn og töldu ekki tilefni til að hafa með sér lögfræðing og fengu ekki tækifæri til að undirbúa sig fyrir það sem koma skildi. Á fundinum skýrði Gísli Jafetsson, framkvæmdastjóri FEB, frá því að kostnaður við byggingarframkvæmd Árskóga væri rúmlega 400 milljónum króna hærri en upphaflega var áætlað. Í bréfi sem þeim var afhent á fundinum var ástæða hækkunarinnar sögð vera tafir á afhendingu lóðar frá Reykjavíkurborg, vandamál við lagningu röra og önnur ófyrirséð atriði. Það varð hins vegar ljóst á fundinum að mistök höfðu verið gerð við útreikning á fjármagnskostnaði og vísitölutengingu og væri það stærsti þátturinn í því sem útaf stæði. FEB sæi því enga aðra leið en að velta þessum umframkostnaði, rúmlega 400 milljónum, yfir á kaupendur þessara 68 fasteigna. Það var ekki fyrr en að Gísli og ráðgjafi á vegum FEB voru spurðir að því hver lagalegi réttur foreldra minna væri að þeir viðurkenndu að rétturinn væri þeirra. Þeir gætu hins vegar ekki afhent lyklana nema að þau skrifuðu undir viðaukann. Samningurinn yrði þá sendur verktakanum MótX sem myndi leysa lyklana úr gíslingu samdægurs. Það má taka það fram að samningurinn um kaup á íbúðinni er alfarið á milli foreldra minna og Félags eldri borgara. Það er því afar skrítinn gjörningur að MótX og FEB séu í kúgunarsamkomulagi um að afhenta ekki lyklana nema að fólk hafi skrifað undir þennan viðauka. Þarna eru menn í mjög vafasömum gjörningi. Ég og bræður mínir ráðlögðum foreldrum okkar að bíða með að skrifa undir samninginn enda rétturinn algjörlega þeirra. Þau eru með þinglýstan kaupsamning um kaup á eigninni og hafa staðið við allar sínar skuldbindingar samkvæmt honum, meira að segja greitt af henni fasteignagjöld. Þau eiga ekki að þurfa að borga sex milljónir í viðbót til þess að fá lykla að íbúðinni sinni afhenta sem er réttilega þeirra. Framúrkeyrslu einhliða varpað yfir á kaupendur Ég skil það vel að brúa þurfi þetta 400 milljón króna gat. Hins vegar eru aðilar þeirra samninga sem þar eru undir FEB, Landsbankinn sem fjármagnar framkvæmdina og MótX sem framkvæmir verkið. Þessir aðilar þurfa að koma að borðinu með einhvern samningsvilja í stað þess að framúrkeyrslunni sé einhliða varpað yfir á einstaka kaupendur sem í þessu tilviki eru eldri borgarar sem ekki allir hafa djúpa vasa eða tök á því að taka á sig auknar skuldbindingar. Það hafa engin gögn eða útreikningar verið lagðir fram til þess að varpa ljósi á hvernig þessi 400 milljón króna aukakostnaður er til kominn og hvort að sú upphæð dugi til að bjarga félaginu frá gjaldþroti. Hvað gerist ef sumir kaupandana samþykkja hækkun kaupverðsins en aðrir ekki? Mun félagið samt sem áður fara í þrot? Má þá líta á þennan gjörning sem frjáls framlög íbúa til að minnka skaða gjaldþrotsins fyrir Landsbankann og verktakann MótX? Það hafa heldur engin gögn verið lögð fram hvaða forsendur FEB gaf sér við útreikning á verði íbúðanna og hvernig þær forsendur breyttust á örfáum mánuðum frá undirritun kaupsamninga og ekki síst hvenær mönnum var það ljóst.Óljós loforð Landsbankans um aðstoð við fjármögnun í bréfinu sem foreldrum mínum var afhent á áðurnefndum fundi kemur fram að fasteignasalan Torg og Landsbankinn muni vinna með félaginu og félagsmönnum að fjármögnun til að mæta þessari hækkun kaupverðsins. Það liggja þó engin gögn fyrir um þessa fjármögnun á sex milljónum sem greiða skal við afsal nema þessi óljósu loforð. Hvernig lán verður þeim boðið, á hvaða kjörum og verður það með skilyrðum sem þau geta mætt? Hvernig er hægt að ætlast til þess að fólk skrifi undir þessar auknu skuldbindingar án þess að þau gögn liggi fyrir? Annað sem kemur fram í bréfinu er að FEB muni hefja viðræður við aðra hagsmunaaðila í verkefninu til að lækka kostnaðinn og verði ábatanum skilað aftur til kaupenda. Það kemur hvergi fram með hvaða leiðum þeir ætla að reyna að ná niður þeim kostnaði og hver tímalína þeirra gjörninga verður. Ég spyr mig, hver verður samstarfsvilji hagsmunaaðila í málinu, Landsbankans og MótX, ef allir hafa samþykkt kröfurnar? Trúa menn því virkilega að þessir aðilar muni að góðvild sinni gefa kaupendum eitthvað eftir? Foreldrar mínir voru að kaupa sér griðarstað til að eyða elliárum sínum. Í stað þess að vera að koma sér fyrir í nýju íbúðinni sinni sofa þau á dýnu í herbergi barnabarna sinna og búslóðin þeirra í geymslu. Foreldrar mínir eru heiðarlegt fólk, hafa alla tíð staðið sína plikt í lifinu og vilja engum illt. Er til of mikið ætlast að aðrir sem koma að þessu máli komi fram af heiðarleika og standi við sína samninga? Það vill enginn standa í málaferlum eða leiðindum á sínum efri árum.Höfundur er hugbúnaðarsérfræðingur.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun