Indverjar afnema sérstöðu Kasmír-héraðs Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. ágúst 2019 09:33 Hermenn á vegum Indlands í Jammu-borg. AP/Channi Anand Ríkisstjórn Indlands hefur í hyggju að fella úr gildi ákvæði í stjórnarskrá ríkisins sem kveður á um sérstöðu Kasmír-héraðs. Yfirvöld í Indlandi hafa á undanförnum dögum flutt þúsundir hermanna til Kasmír-héraðs. Amit Shah, innanríkisráðherra Indlands, kynnti áformin á indverska þinginu en þau fela í sér að 370. grein indversku stjórnarskrárinnar verður afturkölluð. Greinin veitir indverska hluta Kasmír töluverða sjálfstjórn í öllum málum nema utanríkismálum, varnarmálum og samskiptamálum. Um 12 milljónir búa í indverska hluta Kasmír, mikill meirihluti þeirra eru múslimar og er fastlega gert ráð fyrir því að fyrirhugaðar aðgerðir Indlandsstjórnar verði mótmælt af íbúum héraðsins. Það hefur lengi verið draumur indverska þjóðernissinna að afnema sjálfsstjórn héraðsins, en þangað til nú hefur engin ríkisstjórn Indlands látið undan kröfum þeirra. Eitt helsta kosningaloforð BJP-flokksins í Indlandi, sem fer með völdin, fyrir síðustu kosningar, sem haldnar voru fyrr í sumar, var að afnema þetta tiltekna stjórnarskrárákvæði. Flokkurinn vann mikinn kosningasigur. Forseti Indlands þarf að skrifa undir tillögu ríkisstjórnarinnar til þess að hún verði að veruleika. Umræða um hana mun fara fram á þinginu en ekki er búist við því að greidd verði atkvæði um hana, stjórnarandstöðunni í Indlandi til mikillar gremju. Búið er að setja hömlur á net- og símaaðgang í héraðinu og segir Mehbooba Mufti, fyrrverandi ríkisstjóri héraðsins, að ákvörðun ríkistjórnarinnar þýði í raun að Indland hafi tekið héraði hernámi. Um myrkasta dag í sögu lýðræðis í Indlandi sé að ræða. Indland og Pakistan hafa lengi deilt um Kasmír-hérað, bæði ríki gera tilkall til alls héraðsins, en stjórna hvort sínum helmingi þess. Búist er við því að yfirvöld í Pakistan muni bregðast harkalega við tillögu Indlandsstjórnar, en tvö af þremur stríðum sem ríkin hafa háð hafa verið vegna Kasmír-héraðs. Indland Pakistan Tengdar fréttir Sagðir brjóta samkomulag Talsmaður bandaríska sendiráðsins í Islamabad, höfuðborg Pakistan, staðfesti í samtali við fréttastofu Reuters að verið væri að skoða ásakanir þess efnis. 4. mars 2019 07:45 Áratugalöng átök um Kasmírsvæðið Indverjar og Pakistanar hafa tekist á í Kasmír undanfarna viku. Forsætisráðherra Pakistans leysti Indverja úr haldi í gær. Átök um Kasmír eiga sér langa sögu, stríð hefur brotist út áður. Heimsbyggðin stendur á öndinni enda búa ríkin yfir kjarnorkuvopnum. 2. mars 2019 09:00 Segja Indverja hyggja á árás gegn Pakistan Shah Mehmood Qureshi, utanríkisráðherra Pakistan, segir yfirvöld ríkisins búa yfir upplýsingum um að Indverjar ætli sér að gera árás á Pakistan. 7. apríl 2019 19:53 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Ríkisstjórn Indlands hefur í hyggju að fella úr gildi ákvæði í stjórnarskrá ríkisins sem kveður á um sérstöðu Kasmír-héraðs. Yfirvöld í Indlandi hafa á undanförnum dögum flutt þúsundir hermanna til Kasmír-héraðs. Amit Shah, innanríkisráðherra Indlands, kynnti áformin á indverska þinginu en þau fela í sér að 370. grein indversku stjórnarskrárinnar verður afturkölluð. Greinin veitir indverska hluta Kasmír töluverða sjálfstjórn í öllum málum nema utanríkismálum, varnarmálum og samskiptamálum. Um 12 milljónir búa í indverska hluta Kasmír, mikill meirihluti þeirra eru múslimar og er fastlega gert ráð fyrir því að fyrirhugaðar aðgerðir Indlandsstjórnar verði mótmælt af íbúum héraðsins. Það hefur lengi verið draumur indverska þjóðernissinna að afnema sjálfsstjórn héraðsins, en þangað til nú hefur engin ríkisstjórn Indlands látið undan kröfum þeirra. Eitt helsta kosningaloforð BJP-flokksins í Indlandi, sem fer með völdin, fyrir síðustu kosningar, sem haldnar voru fyrr í sumar, var að afnema þetta tiltekna stjórnarskrárákvæði. Flokkurinn vann mikinn kosningasigur. Forseti Indlands þarf að skrifa undir tillögu ríkisstjórnarinnar til þess að hún verði að veruleika. Umræða um hana mun fara fram á þinginu en ekki er búist við því að greidd verði atkvæði um hana, stjórnarandstöðunni í Indlandi til mikillar gremju. Búið er að setja hömlur á net- og símaaðgang í héraðinu og segir Mehbooba Mufti, fyrrverandi ríkisstjóri héraðsins, að ákvörðun ríkistjórnarinnar þýði í raun að Indland hafi tekið héraði hernámi. Um myrkasta dag í sögu lýðræðis í Indlandi sé að ræða. Indland og Pakistan hafa lengi deilt um Kasmír-hérað, bæði ríki gera tilkall til alls héraðsins, en stjórna hvort sínum helmingi þess. Búist er við því að yfirvöld í Pakistan muni bregðast harkalega við tillögu Indlandsstjórnar, en tvö af þremur stríðum sem ríkin hafa háð hafa verið vegna Kasmír-héraðs.
Indland Pakistan Tengdar fréttir Sagðir brjóta samkomulag Talsmaður bandaríska sendiráðsins í Islamabad, höfuðborg Pakistan, staðfesti í samtali við fréttastofu Reuters að verið væri að skoða ásakanir þess efnis. 4. mars 2019 07:45 Áratugalöng átök um Kasmírsvæðið Indverjar og Pakistanar hafa tekist á í Kasmír undanfarna viku. Forsætisráðherra Pakistans leysti Indverja úr haldi í gær. Átök um Kasmír eiga sér langa sögu, stríð hefur brotist út áður. Heimsbyggðin stendur á öndinni enda búa ríkin yfir kjarnorkuvopnum. 2. mars 2019 09:00 Segja Indverja hyggja á árás gegn Pakistan Shah Mehmood Qureshi, utanríkisráðherra Pakistan, segir yfirvöld ríkisins búa yfir upplýsingum um að Indverjar ætli sér að gera árás á Pakistan. 7. apríl 2019 19:53 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Sagðir brjóta samkomulag Talsmaður bandaríska sendiráðsins í Islamabad, höfuðborg Pakistan, staðfesti í samtali við fréttastofu Reuters að verið væri að skoða ásakanir þess efnis. 4. mars 2019 07:45
Áratugalöng átök um Kasmírsvæðið Indverjar og Pakistanar hafa tekist á í Kasmír undanfarna viku. Forsætisráðherra Pakistans leysti Indverja úr haldi í gær. Átök um Kasmír eiga sér langa sögu, stríð hefur brotist út áður. Heimsbyggðin stendur á öndinni enda búa ríkin yfir kjarnorkuvopnum. 2. mars 2019 09:00
Segja Indverja hyggja á árás gegn Pakistan Shah Mehmood Qureshi, utanríkisráðherra Pakistan, segir yfirvöld ríkisins búa yfir upplýsingum um að Indverjar ætli sér að gera árás á Pakistan. 7. apríl 2019 19:53