Slasaður maður á Fimmvörðuhálsi Gígja Hilmarsdóttir skrifar 5. ágúst 2019 17:25 Þyrlan er á vettvangi með björgunarsveitarfólk til að flytja það nær manninum Slysavarnarfélagið Landsbjörg Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út á fjórða tímanum í dag vegna manns á Fimmvörðuhálsi sem er slasaður á fæti. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Landsbjörg. Þar kemur jafnframt fram að þoka sé á slysstað og að heilbrigðisfólk á vettvangi hlúi nú að manninum. Ekki hefur verið ákveðið hvort maðurinn verði fluttur með bíl eða þyrlu til Reykjavíkur en björgunarsveitarmenn aki nú upp hálsinn með frekari búnað til að undirbúa þann slasaða fyrir flutning. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir þyrluna hafa verið kallaða á vettvang hún geti hins vegar ekki athafnað sig á vettvangi vegna þoku. „Þyrlan er á vettvangi með björgunarsveitarfólk til að flytja það nær manninum. Að öllum líkindum verður björgunarfólk flutt aðeins neðar á gönguleiðinni og munu björgunarmenn ganga að staðnum sem maðurinn er. Þokan er eitthvað að trufla okkur svo fólk er á leið upp á bílum og sexhjólum frá skógum,“ segir Davíð. Þá segir hann upplýsingar hafa borist frá göngumönnum á vettvangi um að maðurinn væri mögulega lærbrotinn, það sé hins vegar óstaðfest.Eins og sjá má var skyggni mjög slæmtBjörgunarsveitinUppfært kl. 18:10 Björgunarsveitarmenn ásamt lækni komu að manninum rétt fyrir klukkan 18 í kvöld. Óku þeir að Fimmvörðuhálsskála og gengu þaðan þar sem maðurinn er. Þyrla Landhelgisgæslunnar er lent með björgunarsveitarfólk aðeins norðar en þar sem maðurinn er og eru á leiðinni til hans fótgangandi. Að sögn upplýsingafulltrúa eru næstu skref að verkjastilla manninn og bera hann að þyrlunni.Uppfært kl. 21:43 Maðurinn er kominn um borð í þyrlu landhelgisgæslunnar eftir sjö tíma björgunaraðgerðir.Kona í sjálfheldu í Námafjalli og aðstoð við umferðarstjórnun Í tilkynningunni kemur fram að björgunarsveit hafi verið kölluð út vegna konu í sjálfheldu í Námafjalli norðan við Mývatn. Þegar björgunarsveitarmenn komu á svæðið fengu þeir upplýsingar um að aðrir ferðamenn höfðu aðstoðað konuna við að komast niður. Stuttu seinna náðu þeir tali af konunni neðar í hlíðinni, hún var þá orðin róleg og hélt ferðalagi sínu áfram að því er kemur fram í tilkynningunni. Á fjórða tímanum óskað lögreglan á Norðurlandi eftir aðstoð björgunarsveita við umferðastjórnun í Strákagöngum. Umferðarflækjan er nú að leysast að sögn björgunarsveitamanna á staðnum.Fréttin hefur verið uppfærð. Björgunarsveitir Rangárþing eystra Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út á fjórða tímanum í dag vegna manns á Fimmvörðuhálsi sem er slasaður á fæti. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Landsbjörg. Þar kemur jafnframt fram að þoka sé á slysstað og að heilbrigðisfólk á vettvangi hlúi nú að manninum. Ekki hefur verið ákveðið hvort maðurinn verði fluttur með bíl eða þyrlu til Reykjavíkur en björgunarsveitarmenn aki nú upp hálsinn með frekari búnað til að undirbúa þann slasaða fyrir flutning. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir þyrluna hafa verið kallaða á vettvang hún geti hins vegar ekki athafnað sig á vettvangi vegna þoku. „Þyrlan er á vettvangi með björgunarsveitarfólk til að flytja það nær manninum. Að öllum líkindum verður björgunarfólk flutt aðeins neðar á gönguleiðinni og munu björgunarmenn ganga að staðnum sem maðurinn er. Þokan er eitthvað að trufla okkur svo fólk er á leið upp á bílum og sexhjólum frá skógum,“ segir Davíð. Þá segir hann upplýsingar hafa borist frá göngumönnum á vettvangi um að maðurinn væri mögulega lærbrotinn, það sé hins vegar óstaðfest.Eins og sjá má var skyggni mjög slæmtBjörgunarsveitinUppfært kl. 18:10 Björgunarsveitarmenn ásamt lækni komu að manninum rétt fyrir klukkan 18 í kvöld. Óku þeir að Fimmvörðuhálsskála og gengu þaðan þar sem maðurinn er. Þyrla Landhelgisgæslunnar er lent með björgunarsveitarfólk aðeins norðar en þar sem maðurinn er og eru á leiðinni til hans fótgangandi. Að sögn upplýsingafulltrúa eru næstu skref að verkjastilla manninn og bera hann að þyrlunni.Uppfært kl. 21:43 Maðurinn er kominn um borð í þyrlu landhelgisgæslunnar eftir sjö tíma björgunaraðgerðir.Kona í sjálfheldu í Námafjalli og aðstoð við umferðarstjórnun Í tilkynningunni kemur fram að björgunarsveit hafi verið kölluð út vegna konu í sjálfheldu í Námafjalli norðan við Mývatn. Þegar björgunarsveitarmenn komu á svæðið fengu þeir upplýsingar um að aðrir ferðamenn höfðu aðstoðað konuna við að komast niður. Stuttu seinna náðu þeir tali af konunni neðar í hlíðinni, hún var þá orðin róleg og hélt ferðalagi sínu áfram að því er kemur fram í tilkynningunni. Á fjórða tímanum óskað lögreglan á Norðurlandi eftir aðstoð björgunarsveita við umferðastjórnun í Strákagöngum. Umferðarflækjan er nú að leysast að sögn björgunarsveitamanna á staðnum.Fréttin hefur verið uppfærð.
Björgunarsveitir Rangárþing eystra Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira