Vilja geta heimsótt leiði sonar síns Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 5. ágúst 2019 18:30 Hjón frá Georgíu berjast fyrir að fá dvalarleyfi hér á landi svo þau geti heimsótt leiði sonar síns í Gufuneskirkjugarði. Þau eignuðust annað barn janúar og segja að samkvæmt lögum megi ekki vísa barni úr landi sem hefur búið hér óslitið frá fæðingu. Hjónunum hefur alls þrisvar verið synjað um bæði hælis-og dvalarleyfi. Þau Ivane Broladze og Marika Chukhua sóttu um alþjóðlega vernd hér á landi í júní 2017 en þá var Marika ólétt af fyrsta barni þeirra. Við læknisskoðun kom í ljós að fóstrið var með alvarlegan fósturgalla og fæddi Marika andvana barn á tuttugustu viku meðgöngu í október sama ár. Útlendingastofnun synjaði þeim um hælis- og dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða í febrúar 2018 og staðfesti Kærunefnd útlendingamála hana. Þeim var þá brottvísað til Georgíu. Í nóvember í fyrra komu þau aftur og sóttu um vernd í annað sinn. Þau segja að þau hafi ekki getað afborið að vera svo langt frá gröf barns síns í Gufuneskirkjugarði. „Við verðum að geta heimsótt leiði sonar okkar, það er eðlilegt, þetta er sonur okkar,“ segir Ivane. Aftur var þeim synjað um alþjóðlega vernd en þá varð Marika ólétt á ný. Ákveðið var að fresta brottvísuninni eftir að bréf kom frá Kvennadeild Landspítalans að fresta bæri brottvísuninni þar til barnið væri fætt, enda um að ræða áhættumeðgöngu og þau undir miklu álagi. Tomas fæddist í janúar á þessu ári. Með ákvörðun Útlendingastofnunar í maí var þeim brottvísað enn á ný og ákveðið tveggja ára endurkomubann til landins. Þau höfðu áður fengið frest til 2. ágústs til sjálfviljugrar heimfarar sem þau virtu ekki. Hjónunum hefur verið skipaður lögmaður og ætla þau að kæra ákvörðunina um brottvísun og vísa í 102. grein Laga um útlendinga þar sem kemur fram óheimilt sé að vísa útlendingi sem er fæddur hér á landi frá eða úr landi hafi hann frá fæðingu átt óslitið fasta búsetu hér á landi. „Við tengjum sterkt við Ísland, við erum ekki hér ólöglega og ekki heldur synir okkar,“ segir Ivane. Georgía Hælisleitendur Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Rýmt verður í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýmt verður í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Sjá meira
Hjón frá Georgíu berjast fyrir að fá dvalarleyfi hér á landi svo þau geti heimsótt leiði sonar síns í Gufuneskirkjugarði. Þau eignuðust annað barn janúar og segja að samkvæmt lögum megi ekki vísa barni úr landi sem hefur búið hér óslitið frá fæðingu. Hjónunum hefur alls þrisvar verið synjað um bæði hælis-og dvalarleyfi. Þau Ivane Broladze og Marika Chukhua sóttu um alþjóðlega vernd hér á landi í júní 2017 en þá var Marika ólétt af fyrsta barni þeirra. Við læknisskoðun kom í ljós að fóstrið var með alvarlegan fósturgalla og fæddi Marika andvana barn á tuttugustu viku meðgöngu í október sama ár. Útlendingastofnun synjaði þeim um hælis- og dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða í febrúar 2018 og staðfesti Kærunefnd útlendingamála hana. Þeim var þá brottvísað til Georgíu. Í nóvember í fyrra komu þau aftur og sóttu um vernd í annað sinn. Þau segja að þau hafi ekki getað afborið að vera svo langt frá gröf barns síns í Gufuneskirkjugarði. „Við verðum að geta heimsótt leiði sonar okkar, það er eðlilegt, þetta er sonur okkar,“ segir Ivane. Aftur var þeim synjað um alþjóðlega vernd en þá varð Marika ólétt á ný. Ákveðið var að fresta brottvísuninni eftir að bréf kom frá Kvennadeild Landspítalans að fresta bæri brottvísuninni þar til barnið væri fætt, enda um að ræða áhættumeðgöngu og þau undir miklu álagi. Tomas fæddist í janúar á þessu ári. Með ákvörðun Útlendingastofnunar í maí var þeim brottvísað enn á ný og ákveðið tveggja ára endurkomubann til landins. Þau höfðu áður fengið frest til 2. ágústs til sjálfviljugrar heimfarar sem þau virtu ekki. Hjónunum hefur verið skipaður lögmaður og ætla þau að kæra ákvörðunina um brottvísun og vísa í 102. grein Laga um útlendinga þar sem kemur fram óheimilt sé að vísa útlendingi sem er fæddur hér á landi frá eða úr landi hafi hann frá fæðingu átt óslitið fasta búsetu hér á landi. „Við tengjum sterkt við Ísland, við erum ekki hér ólöglega og ekki heldur synir okkar,“ segir Ivane.
Georgía Hælisleitendur Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Rýmt verður í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýmt verður í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Sjá meira