Vilja geta heimsótt leiði sonar síns Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 5. ágúst 2019 18:30 Hjón frá Georgíu berjast fyrir að fá dvalarleyfi hér á landi svo þau geti heimsótt leiði sonar síns í Gufuneskirkjugarði. Þau eignuðust annað barn janúar og segja að samkvæmt lögum megi ekki vísa barni úr landi sem hefur búið hér óslitið frá fæðingu. Hjónunum hefur alls þrisvar verið synjað um bæði hælis-og dvalarleyfi. Þau Ivane Broladze og Marika Chukhua sóttu um alþjóðlega vernd hér á landi í júní 2017 en þá var Marika ólétt af fyrsta barni þeirra. Við læknisskoðun kom í ljós að fóstrið var með alvarlegan fósturgalla og fæddi Marika andvana barn á tuttugustu viku meðgöngu í október sama ár. Útlendingastofnun synjaði þeim um hælis- og dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða í febrúar 2018 og staðfesti Kærunefnd útlendingamála hana. Þeim var þá brottvísað til Georgíu. Í nóvember í fyrra komu þau aftur og sóttu um vernd í annað sinn. Þau segja að þau hafi ekki getað afborið að vera svo langt frá gröf barns síns í Gufuneskirkjugarði. „Við verðum að geta heimsótt leiði sonar okkar, það er eðlilegt, þetta er sonur okkar,“ segir Ivane. Aftur var þeim synjað um alþjóðlega vernd en þá varð Marika ólétt á ný. Ákveðið var að fresta brottvísuninni eftir að bréf kom frá Kvennadeild Landspítalans að fresta bæri brottvísuninni þar til barnið væri fætt, enda um að ræða áhættumeðgöngu og þau undir miklu álagi. Tomas fæddist í janúar á þessu ári. Með ákvörðun Útlendingastofnunar í maí var þeim brottvísað enn á ný og ákveðið tveggja ára endurkomubann til landins. Þau höfðu áður fengið frest til 2. ágústs til sjálfviljugrar heimfarar sem þau virtu ekki. Hjónunum hefur verið skipaður lögmaður og ætla þau að kæra ákvörðunina um brottvísun og vísa í 102. grein Laga um útlendinga þar sem kemur fram óheimilt sé að vísa útlendingi sem er fæddur hér á landi frá eða úr landi hafi hann frá fæðingu átt óslitið fasta búsetu hér á landi. „Við tengjum sterkt við Ísland, við erum ekki hér ólöglega og ekki heldur synir okkar,“ segir Ivane. Georgía Hælisleitendur Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Hjón frá Georgíu berjast fyrir að fá dvalarleyfi hér á landi svo þau geti heimsótt leiði sonar síns í Gufuneskirkjugarði. Þau eignuðust annað barn janúar og segja að samkvæmt lögum megi ekki vísa barni úr landi sem hefur búið hér óslitið frá fæðingu. Hjónunum hefur alls þrisvar verið synjað um bæði hælis-og dvalarleyfi. Þau Ivane Broladze og Marika Chukhua sóttu um alþjóðlega vernd hér á landi í júní 2017 en þá var Marika ólétt af fyrsta barni þeirra. Við læknisskoðun kom í ljós að fóstrið var með alvarlegan fósturgalla og fæddi Marika andvana barn á tuttugustu viku meðgöngu í október sama ár. Útlendingastofnun synjaði þeim um hælis- og dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða í febrúar 2018 og staðfesti Kærunefnd útlendingamála hana. Þeim var þá brottvísað til Georgíu. Í nóvember í fyrra komu þau aftur og sóttu um vernd í annað sinn. Þau segja að þau hafi ekki getað afborið að vera svo langt frá gröf barns síns í Gufuneskirkjugarði. „Við verðum að geta heimsótt leiði sonar okkar, það er eðlilegt, þetta er sonur okkar,“ segir Ivane. Aftur var þeim synjað um alþjóðlega vernd en þá varð Marika ólétt á ný. Ákveðið var að fresta brottvísuninni eftir að bréf kom frá Kvennadeild Landspítalans að fresta bæri brottvísuninni þar til barnið væri fætt, enda um að ræða áhættumeðgöngu og þau undir miklu álagi. Tomas fæddist í janúar á þessu ári. Með ákvörðun Útlendingastofnunar í maí var þeim brottvísað enn á ný og ákveðið tveggja ára endurkomubann til landins. Þau höfðu áður fengið frest til 2. ágústs til sjálfviljugrar heimfarar sem þau virtu ekki. Hjónunum hefur verið skipaður lögmaður og ætla þau að kæra ákvörðunina um brottvísun og vísa í 102. grein Laga um útlendinga þar sem kemur fram óheimilt sé að vísa útlendingi sem er fæddur hér á landi frá eða úr landi hafi hann frá fæðingu átt óslitið fasta búsetu hér á landi. „Við tengjum sterkt við Ísland, við erum ekki hér ólöglega og ekki heldur synir okkar,“ segir Ivane.
Georgía Hælisleitendur Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira