Brexit er Íslandi þungt Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 6. ágúst 2019 06:45 Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, tekur til máls í breska þinginu. Fréttablaðið/AFP Ísland er eitt þeirra landa sem verða fyrir hve mestum áhrifum af útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu verði hún að veruleika án samnings. Nýr forsætisráðherra Bretlands, Boris Johnson, hefur skipað breskum embættismönnum að búa sig undir útgöngu án samnings en það hefur valdið titringi á mörkuðum og hefur pundið í kjölfarið fallið mikið í verði. Johnson hefur heitið því að koma Bretlandi úr sambandinu hvað sem það kostar fyrir 31. október. Ljóst er að útganga án samnings mun hafa miklar afleiðingar í för með sér, ekki aðeins fyrir Bretland, heldur flest ríki álfunnar. Breska blaðið The Financial Times hefur nú birt úttekt á því hvaða lönd verða fyrir mestum áhrifum náist ekki að semja um útgönguna. Fjölmiðillinn setur þar Ísland í sjötta sæti. Samhliða útgöngu án samnings yfirgefur Bretland einnig tollabandalag Evrópusambandsins. Bresk fyrirtæki þyrftu því að fylla út tollskýrslur, breyta merkingum á matvörum sínum og fá sérstakar vottanir frá heilbrigðisyfirvöldum til að geta haldið áfram útflutningi á dýraafurðum. Samkvæmt tölum frá Samtökum atvinnulífsins fara um 10 prósent alls útflutnings frá Íslandi til Bretlands. Verðmæti þeirra vara nemur um 400 milljónum punda, jafnvirði um 60 milljarða króna, en mikil óvissa ríkir um hvaða áhrif útganga Bretlands mun hafa á þessi viðskipti. Írland verður þó án efa fyrir mestum áhrifum af útgöngu Bretlands úr tollabandalaginu. Norður-Írland er þannig hluti af Bretlandi og mun ganga úr sambandinu á meðan Írland verður áfram aðildarríki. Líklega þarf því að koma upp einhvers konar tolleftirliti við landamæri ríkjanna. Mikið magn persónuupplýsinga berst á milli fyrirtækja og opinberra stofnana í Bretlandi og Evrópu á hverjum degi. Ekki er víst að slíkir gagnaflutningar stæðust lög ef engir samningar nást fyrir útgönguna. Truflun á flæði þessara gagna gæti sett starfsemi ýmissa fyrirtækja í algjört uppnám og í versta falli orðið til þess að einhver þeirra þyrftu að hætta starfsemi sinni utan í Evrópu. Þá mun útgangan hafa nokkur áhrif á starfsemi flugfélaga. Til að mynda mættu flugfélög á borð við Ryanair og Easy Jet ekki fljúga frá Bretlandi til Evrópuríkis og halda þaðan áfram til annars Evrópuríkis. Það kallar á sérstakar heimildir. Bresk flugfélög þyrftu einnig að vera í meirihlutaeigu aðila innan Evrópusambandsins til að geta flogið frjálst á milli staða í álfunni. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur þó samþykkt reglugerð sem heimilar flug frá Bretlandi til evrópskra borga þar til í mars á næsta ári. Án samnings mun Bretland einnig segja skilið við sameiginlega sjávarútvegsstefnu sambandsins. Það þýðir að evrópsk skip munu ekki hafa aðgang að breskum miðum en samkvæmt Evrópusambandinu er verðmæti afla evrópskra skipa á breskum miðum um 585 milljónir evra á ári. Þá reiða Belgar sig mjög á bresku miðin en um helmingur heildarafla þeirra kemur þaðan. Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Utanríkismál Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Ísland er eitt þeirra landa sem verða fyrir hve mestum áhrifum af útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu verði hún að veruleika án samnings. Nýr forsætisráðherra Bretlands, Boris Johnson, hefur skipað breskum embættismönnum að búa sig undir útgöngu án samnings en það hefur valdið titringi á mörkuðum og hefur pundið í kjölfarið fallið mikið í verði. Johnson hefur heitið því að koma Bretlandi úr sambandinu hvað sem það kostar fyrir 31. október. Ljóst er að útganga án samnings mun hafa miklar afleiðingar í för með sér, ekki aðeins fyrir Bretland, heldur flest ríki álfunnar. Breska blaðið The Financial Times hefur nú birt úttekt á því hvaða lönd verða fyrir mestum áhrifum náist ekki að semja um útgönguna. Fjölmiðillinn setur þar Ísland í sjötta sæti. Samhliða útgöngu án samnings yfirgefur Bretland einnig tollabandalag Evrópusambandsins. Bresk fyrirtæki þyrftu því að fylla út tollskýrslur, breyta merkingum á matvörum sínum og fá sérstakar vottanir frá heilbrigðisyfirvöldum til að geta haldið áfram útflutningi á dýraafurðum. Samkvæmt tölum frá Samtökum atvinnulífsins fara um 10 prósent alls útflutnings frá Íslandi til Bretlands. Verðmæti þeirra vara nemur um 400 milljónum punda, jafnvirði um 60 milljarða króna, en mikil óvissa ríkir um hvaða áhrif útganga Bretlands mun hafa á þessi viðskipti. Írland verður þó án efa fyrir mestum áhrifum af útgöngu Bretlands úr tollabandalaginu. Norður-Írland er þannig hluti af Bretlandi og mun ganga úr sambandinu á meðan Írland verður áfram aðildarríki. Líklega þarf því að koma upp einhvers konar tolleftirliti við landamæri ríkjanna. Mikið magn persónuupplýsinga berst á milli fyrirtækja og opinberra stofnana í Bretlandi og Evrópu á hverjum degi. Ekki er víst að slíkir gagnaflutningar stæðust lög ef engir samningar nást fyrir útgönguna. Truflun á flæði þessara gagna gæti sett starfsemi ýmissa fyrirtækja í algjört uppnám og í versta falli orðið til þess að einhver þeirra þyrftu að hætta starfsemi sinni utan í Evrópu. Þá mun útgangan hafa nokkur áhrif á starfsemi flugfélaga. Til að mynda mættu flugfélög á borð við Ryanair og Easy Jet ekki fljúga frá Bretlandi til Evrópuríkis og halda þaðan áfram til annars Evrópuríkis. Það kallar á sérstakar heimildir. Bresk flugfélög þyrftu einnig að vera í meirihlutaeigu aðila innan Evrópusambandsins til að geta flogið frjálst á milli staða í álfunni. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur þó samþykkt reglugerð sem heimilar flug frá Bretlandi til evrópskra borga þar til í mars á næsta ári. Án samnings mun Bretland einnig segja skilið við sameiginlega sjávarútvegsstefnu sambandsins. Það þýðir að evrópsk skip munu ekki hafa aðgang að breskum miðum en samkvæmt Evrópusambandinu er verðmæti afla evrópskra skipa á breskum miðum um 585 milljónir evra á ári. Þá reiða Belgar sig mjög á bresku miðin en um helmingur heildarafla þeirra kemur þaðan.
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Utanríkismál Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira